Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 34
32 Friðþjófur Björnsson, Tryggvi Ásmundsson, Ásbjörn Sigfússon LYFJA- OG GEISLAMEÐFERÐ VIÐ SMÁFRUMU- KRABBAMEINII LUNGA INNGANGUR Smáfrumulungnakrabbi er algengasta lungnakrabbamein hér á landi. Á árunum 1941—1968 reyndust 37% lungnakrabbameina á Islandi vera af þessari tegund,10 en í öðrum löndum er smáfrumu- krabbi venjulega 15—20% allra lungna- krabbameina.18 Þessi tegund lungnakrabba vex hraðast og sáir sér fljótt í önnur líffæri. Við greiningu eru venjulega komin meinvörp í eitla í mið- mæti13 og í einni rannsókn hafði tæpur helm- ingur sjúklinganna meinvörp í heila5 og lif- urln strax við greiningu. Sé engri meðferð beitt við smáfrumu- krabba í lunga hefur meðallífslengd frá greiningu reynzt um 1% mánuður við út- breiddan sjúkdóm og um 3 mánuðir við stað- bundinn.8 Skurðlækningar hafa reynzt illa við smáfrumukrabba í lunga. 1 stórri brezkri könnun þar sem borinn var saman árangur skurðaðgerðar og geislameðferðar við stað- bundinn sjúkdóm reyndist meðal lifslengd 199 dagar þegar reynd var skurðaðgerð en 284 dagar þegar beitt var geislameðferð!5 Hér á landi hefur náðst einstaklega góður árangur með skurðaðgerð. Af 7 sjúklingum, sem tókst að gera aðgerð á lifðu 3 í 5 ár eða lengur!8 Flestum læknum ber þó saman um að skurðlækningar eigi yfirleitt ekki við i þess- um sjúkdómi. Á seinasta áratug hefur náðst umtalsverð- ur árangur í meðferð smáfrumukrabba í lunga með geisla- og fjöllyfjameðferð. Þessi könnun fjallar um 11 slíka sjúklinga, sem lögðust inn á Landspítalann og hafin var á fjöllyfja- og geislameðferð á 10 mánaða tímabili frá marz 1977 til janúar 1978. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Tafla I sýnir kyndreifingu, meðalaldur og Frá Lyflækningadeild Landspítalans. Barst ritstjórn afmælisblaðsins í lok júlí 1980. aldursdreifingu sjúklinganna. Flokkun ,,The American joint committe for cancer staging and end results reporting"2 var notuð til að meta hvort sjúklingar væru skurðtækir. Tiu sjúklinganna reyndust hafa sjúkdóm á HI. stigi og því ekki skurðtækir, en einn hafði sjúkdóm á II. stigi, stækkaða eitla í hilus og því naumast talinn skurðtækur. Þrír sjúk- lingar höfðu sannaðan útbreiddan sjúkdóm í upphafi meðferðar, tveir með meinvörp i beinum, einn með meinvarp í lifur. Þrír sjúklinganna voru i mjög lélegu ástandi, að mestu rúmlægir. Þrír töldust í lélegu al- mennu ástandi en þó rólfærir. Fimm höfðu fulla fótavist og töldust I góðu almennu á- standi. Meðferð var hagað eftir aðferð Eag- an et al,5 sjá mynd 1. Meðferð var breytt frá þessari áætlun við þrjá siðustu sjúk- lingana, þannig að aðeins liðu tvær vikur frá þvi cyclophosphamide (CTX) og vin- cristine (VCR) var gefið þar til methotrexate (MTX) var gefið í stað þriggja vikna hjá hinum. Sjúklingunum var skipt í fjóra flokka eftir ri<j. i TREATMENT SCHEDULE FOR SMALL CELL ANAPLASTIC CARCINOMA OF TIIE LUNG (R.T. Eagan ct al.s Canccr 33: 527 - 532. 1974 Qvi » a n n tf n <k i.i w i>i i5) « iii í ‘í 'Mi i í *i * 1 CYCLOPHOSPHAMIDE 2ooo mn/M2 I.V. for thc flrst two cycles. thcn /lSoo mg/M2pcr cycle | VINCRISTINE 1.5 ng/M2 I.V. pcr cyclc • METHOTREXATE 3o mg/M2 I.V. pcr cycle 32oo rads to prímary tumor TABLE I. Patients witli small cett carcinoma of the lung._______________________________ Mean age Age range Males 9 61 48—75 Females 2 61 56—65 11 61

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.