Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 46
44 en aðeins 0.8% sjúklinga með smáfrumu- krabbamein (oat cell). 1 skýrslu Steele og Buell24 er annars vegar fjallað um horfur þeirra sjúklinga, sem hafa verið skornir upp vegna einkennalausra hnúta í lungum (asymptomatic solitary nodule) og hins veg- ar þá þætti, sem hafa áhrif á batahorfur, svo sem stærð æxlis og vaxtarhraða. Af einkennalausum hnútum reyndust 35.6% vera illkynja og var um frumæxli (primer) að ræða i 88.6% tilfella. Á lifi eftir 5 ár voru 45% (relative survival rates). Batahorfur voru betri því yngri sem sjúklingar voru eða 35% lifðu í 5 ár af þeim sem voru innan við 65 ára, en 22% hjá þeim sem voru komn- ir yfir þann aldur. Þegar um hraðvaxandi æxli var að ræða (tvöföldunartími 120 dagar eða minna) lifðu 21% i 5 ár, en 39% ef æxlið óx hægar (tvöföldunartími lengri en 120 dagar). Stysti tvöföldunartími æxlis i þeirra skýrslu var 30 dagar, en sá lengsti 490 dagar, meðaltal 120 dagar. Meyer2(i kemst einnig að þeirri niðurstöðu, að það sé vaxtarhraði æxlanna sem skipti sköpum, hvort sjúklingar læknast eða ekki, en þó beri ekki að lita á hraðvaxandi æxli sem alveg vonlaus. Siddon27 bendir á, að vefjafræðileg flokkun sé oft erfið og ef tveir sjúkdómafræðingar flokki ákveðinn hóp æxla þá séu þeir ósammála í 25% til- fellanna. 1 hans sjúklingahópi er hins vegar ekki það mikill munur á batahorfum eftir vefjaflokkum, að hann telji að vefjategund æxlisins eigi að hafa áhrif á val sjúklinga i aðgerð. Alllöngu fyrir aldamót höfðu skurðlækn- ar reynt að fjarlægja æxli vegna krabba- meins, en oftast með lélegum árangri. Árið 1861 nam Pean (vitnað i af Ochsner28) burtu æxli úr lunga með því að útbyrða (exteri- orize) þann hluta lungans og brenna hann síðan frá. Tímamót verða 1912, en þá fjar- lægði breski skurðlæknirinn Davies20 lunga- blað með æxli, á þann hátt að hnýta sérstak- lega fyrir æðar og berkjugreinar og síðar lagði Rienhoff3** áherslu á þá aðferð. Á öðrum og þriðja áratugnum er lýst mörgum misvel heppnuðum aðgerðum vegna æxla í lungum.w 22 22 =>■» s.r, so 3r ss 39 1 skýrslu Sauerbruchs og O’Shaugnessy40 kemur fram, að fram til 1932 höfðu aðeins 35 sjúklingar með lungnakrabbamein lifað af aðgerð og af þeim lifðu 7 i nokkur ár. Fyrsta árangursrika aðgerðin þar se.n allt lungað var fjarlægt vegna æxlis er talin að- gerð Graham’s 1933.4t Hann undirbatt lungnastilkinn í einu lagi og gerði rifjabrott- nám að auki (Thoracoplastic). Sá sjúklingur lifði í áratugi. Fyrst í stað eftir að aðgerðum fjölgaði álitu skurðlæknar, að nauðsynlegt væri að fjarlægja ávallt allt lungað og hreinsa eitla úr miðmæti, ef einhver von ætti að vera um bata42 43 44 45 og árið 1944 taldi Rienhoff,33 40 að enginn sjúklingur með lungnakrabbamein hefði læknast með minni aðgerð. Upp úr miðjum sjötta áratugnum fóru hins vegar að koma fram skýrslur, sem sýndu eins góðan árangur eða betri við lungnablaðsbrottnám (Lobectomia) og jafn- vel minni aðgerðir41, 48 48 og eftir að þekking manna jókst á sogæðabrautum og eitlum i lungum og miðmæti''0 !’1 þá eru minni að- gerðirnar ávallt gerðar þegar unnt er að koma þeim við ásamt eitlabrottnámi. Hækk- andi hundraðshluti minni aðgerðanna í flest- um skýrslum siðustu árin sýnir, að sjúkdóm- urinn er nú greindur fyrr en áður var. Þá hafa birst skýrslur, þar sem lýst er sjúk- lingum með lungnakrabbamein á byrjunar- stigi (occult carcinoma). Samkvæmt skil- greiningu sjást þau ekki á röntgenmyndum, en finnast við leit að illkynja frumum í upp- gangi. Er þá ýmist um að ræða sjúklinga, sem hafa einkenni — oftast blóð í uppgangi - eða eru einkennalausir og finnast við fjöldaskoðun á áhættuhópum. Árangur að- gerða við sjúkdómnum á þessu stigi er mjög góður.R253Ef æxli vaxa það nálægtupptökum lungnablaðsberkju eða í aðalberkju, að þau nást ekki með venjulegu lungnablaðsbrott- námi, þá er stundum kleift að ná þeim með þvi að taka að auki hólk úr stofnberkjunni eða aðalberkju (sleeve resection) og tengja endana saman og skilja þannig eftir eitt eða tvö lungnablöð i stað þess að fjarlægja allt lungað.54 55 58 57 58 Nokkur hætta er þó á þrengslismyndun á samtengingarstaðnum. Ýmsir telja geislameðferð til bóta fyrir þess- háttar aðgerðir, þar sem þær eru ekki eins gagngerar og brottnám alls lungans væri, ef æxlin eru stór.58 50 Stundum þarf einnig að taka bút úr lungnaslagæðinni.57 Ekki var talið unnt að minnka umfang aðgerða á þennan hátt hjá neinum sjúklingi í minum sjúklingahópi. Enginn sjúklingur hafði Pan- coast’s syndrome af þeim sem gert var brott-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.