Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 49
47 1 mörgum skýrslum er ekki miðað við heildarfjölda aðgerðarsjúklinga þegar þess- ar tölur eru reiknaðar út heldur þá sem lifa af aðgerð og lítur þá 5 ára árangur þeim mun betur út eftir því sem skurðdauði er hærri. Öllum skýrslum ber saman um, að því fyrr sem við fáum sjúklingana til meðferðar þeim mun fleiri reynast skurðtækir og batahorf- urnar aukast að sama skapi. Þetta kemur vel fram á myndum 8 og 9 og töflum 13 og 14, þar sem sýndar eru lífslíkur sjúklinga eftir vefjartegund æxlanna og stigun (surgical staging). TABLE 13. CARCINOMA OF THE LUN6 IN ICELAND 1955 - 1974 75 RESECTIONS STAGING ACCORDING TO HISTOLOGICAL TYPES C) EPIDERHOID SMALL CELL ADENOCARC1NOMA LARGE ci STAGE 1 50 8 19 23 STAGE I 1 56 11 22 11 STAGE I I ! 1 RO 12 2A 29 TABLE 1A. CARCINOHA OF THE LUN6 IN ICELAND 1955 - 1974 STAGIHG VS. HISTOLOGY. AND 5 YEAR SURVIVAL IN BRACKETS 75 RESECTIONS STAGE I STAGE II STAGE III 5 YRS SURVIVAL z 2 % OF ALL RESECTED EPIDERMOID 33 ( 59) 15 ( 60) 97 ( 31) 99 SMALL CELL ANAPLASTIC 25 (100) 12 ( 0) 63 ( 20) 37.5Z ADENOCARC1NOMA 29 ( 90) 12 ( 0) 59 ( 0) 11.« LARGE CELL ANAPLASTIC 37 ( 33) 6 ( 0) 57 ( 0) 12.5Z 33 ( 50) 13 ( 33) 59 ( 15) 29.32 Á mynd 9 kemur þó fram, að ekki er mik- ill munur á horfum sjúklinga þegar allt lungað er tekið, hvort sem eitlar eru með meinvörpum eða ekki, en þegar aðeins er tekið lungnablað lifir enginn sjúklingur leng- ur en 27 mánuði, ef meinvörp voru komin í eitla. Þess ber þó að geta að hjá rúmlega þriðjungi þessara sjúklinga var aðeins um fróunaraðgerð að ræða, og flestir hinna voru ekki taldir þola umfangsmeiri aðgerðir. Á töflu 14 kemur fram, að rúmlega helm- ingur skurðsjúklinganna (54%) er kominn með sjúkdóm á stigi III (meinvörp i mið- mætiseitla Nl> eða æxli út í brjósthimnu eða brjóstvegg T3). Gagnger aðgerð er þó ekki vonlaus i þessum hópi, þar sem 15% lifa í 5 ár eða lengur. Af þeim sem eru með sjúk- dóminn á stigi I lifa hinsvegar 50% í 5 ár eða lengur. ÁGRIP OG ÁLYKTANIR Tíðni lungnakrabbameins hefur aukist verulega hér á landi síðustu tvo áratugi. Þessi aukning kemur 20—25 árum eftir að vindlingareykingar höfðu stóraukist, en þær hundraðfölduðust á árabilinu 1910—1949. Vafalítið er þarna um orsakasamband að ræða. Yfirgnæfandi meirihluti sjúklinga með lungnakrabbamein er stórreykingafólk. Flöguþekjukrabbamein í lungum er hlut- fallslega miklu sjaldgæfara hér en í öðrum löndum, en hinar illræmdari tegundir þ.e.a.s. smáfrumu- og stórfrumukrabbamein að sama skapi algengari. Hér á landi er minni munur á tíðni sjúk- dómsins hjá körlum og konum en viðast annars staðar. Krabbamein í lungum hefur til skamms tíma verið greint seinna hér en annars stað- ar, af þvi leiðir að gera verður umfangs- meiri og áhættusamari aðgerðir. Hjá 58.7% þeirra sjúklinga sem reyndust skurðtækir var nauðsynlegt að fjarlægja allt lungað, en viðast annars staðar er þetta hlutfall aðeins 30—40%. Skurðdauði er þrátt fyrir þetta mjög lágur hér eða 4% við brottnámsaðgerðir og fylgi- kvillar fáir. Horfur sjúklinga með flögu- þekjukrabbamein eru langbestar, en ekki ber þó að dæma þá sjúklinga vonlausa, sem hafa hinar illræmdari tegundir sjúkdómsins, held- ur er rétt að gera aðgerð og fjarlægja æxlið ef ekki eru komin teikn um meinvörp utan lungans og nánasta umhverfis þess. SUMMARY During the period 1931—1964, 464 cases of primary lung carcinoma were diagnosed in Ice- land. Lung carcinoma is on the increase — only 34 cases were recorded from 1931—1954 but the next two decades 156 cases, and 274 cases were reported, a total of 430 cases which are analysed in this paper. The relationship between smoking habits and histologic types is discussed. The vast majority of the patients were heavy smokers. In the epidermoid group of carcinoma only 3,5% of men were non smokers and in the small cell anaplastic group there were no non smokers. The rising incidence of lung cancer is defi- nately correlated with the increased sale of cigarettes in the country which occurred some twenty years earlier.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.