Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 54
52 Vigfús Þorsteinsson ALGENGISMÖRK NOKKURRA BLÖÐRANNSÓKNA OtdrAttur Lýst er könnun á algengismörkum barna og fullorSinna af báSum Jcynjum fyrir rann- sóknir á blóðhag, fjölda hvitra blóðkorna og blóðflaga, deilitalningu hvítra blóðkorna, raunfjölda undirtegunda hvítra blóðkorna og sökki. Könnuwin var gerð á vegum rann- sóknastofu Landspítalans í blóðmeinafræði 1978—1980. Byggt var á niðurstöðum frá hópi sjúklinga á lýtalækningadeild og barna- deild Landspítalans sem valinn var með það í huga, að lýti og sjúkdómar hópsins hefðu ekki áhrif á niðurstöðurnar. Beitt var viður- kenndum mælingaaðferðum og talningar voru gerðar með rafeindatækni. Algengis- mörk voru ákvörðuð með aðferð, sem sniðin er fyrir skeifar dreifingar (skewed distribu- tion). Niðurstöður eru bornar saman við nið- urstöður sambærilegra innlendra og erlendra kánnana. Rætt er um takmarkanir og gildi þessarar könnunar. INNGANGUR Undanfarin ár hafa ýmsar tækninýjungar rutt sér til rúms við rannsóknir á blóðkorn- um. Víða hefur rafeindatækni (electronic impedance) komið í stað smásjár við taln- ingu rauðra og hvitra blóðkorna og blóð- flaga. Talningin hefur þannig orðið bæði fljótlegri og nákvæmari og auk þess er unnt að ákvarða meðalstærð og stærðardreifingu blóðkornanna um leið og þau eru talin. Fjöldi rauðra blóðkorna, meðalstærð rauðra blóðkorna og meðalhemóglóbínmagn í rauð- um blóðkornum hafa nú víða bæst í hóp venjulegra upplýsinga um blóðhag sjúklinga og reynst gagnlegar við greiningu og mat sjúkdóma. Tilgangur þeirrar könnunar, sem hér er skýrt frá, var að ákvarða íslensk algengis- mörk nokkurra algengra blóðrannsókna, þar Frá rannsóknastofu Landspitalans í blóðmeina- fræði. á meðal rannsókna á blóðkornum, sembyggj- ast á rafeindatækni. Fáar kannanir varð- andi algengismörk i blóðmeinafræði hafa áður verið gerðar á fslandi. Engin þeirra hefur gert skil sumum þeim atriðum, sem þessi nær til. EFNIVIÐUR Könnunin var gerð á völdu úrtaki sjúk- linga, sem komu til aðgerða og rannsókna á barnadeild og lýtalækningadeild Landspital- ans á tímabilinu mars 1978 til mars 1980; á hvorugri deildinni þó samfleytt allt tímabil- ið. 1 samráði við yfirlækna voru aðstoðar- læknar deildanna beðnir um að halda sam- an nöfnum þeirra sjúklinga sem hæfir þóttu í úrtakið. Höfundur las síðan sjúkraskrár þessara sjúklinga og valdi úr þá sem upp- fylltu eftirtalin skilyrði: 1. að viðkomandi væri ekki haldinn eða grunaður um neinn þann sjúkdóm, sem líklegur er til að hafa áhrif á niðurstöður þeirra rannsókna, er könnunin nær til. Þannig voru útilokaðir sjúklingar með ill- kynja æxli, sýkingar með víðtækri bólgu- svörun og þeir, sem höfðu merki um trufl- un á starfsemi helstu líffæra, svo sem hjarta, lungna, nýrna, lifrar o.s.frv. og 2. að viðkomandi hefði hvorki slasast, geng- ið undir skurðaðgerð né blætt síðustu þrjá mánuðina fyrir rannsóknina, væri i venju- legu næringarástandi, hefði enga verulega hreyfihömlun og tæki ekki að staðaldri nein þau lyf, sem vitað er að valdið geti breytingum á niðurstöðum þeirra rann- sókna, er könnunin nær til, (getnaðar- varnarpillur undanskildar). Höfundur bætti við allmörgum sjúkling- um, sem uppfylltu skilyrðin og aðstoðar- læknar höfðu ekki tekið með. Einnig voru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.