Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 55
53 tveir einstaklingar utan sjúkrahússins teknir með, enda uppfylltu þeir sömu skilyrði. Ástæður til innlagnar sjúklinganna koma fram i töflu I og kynskipting og aldursskipt- ing úrtaksins koma fram á myndinni. 1 úrvinnslu var eftirtöldum atriðum sleppt, vegna iþess að niðurstöðurnar voru meira en 3 staðalfrávik frá meðaltali dreifingarinnar: Almennri blóðrannsókn þriggja einstaklinga (karls, konu og barns) vegna macrocytosis, deilitalningu hvítra blóðkorna tveggja kvenna og eins barns vegna vinstri hneigðar og deilitalningu konu vegna lymphopeniu, fjölda hvitra blóðkorna og deilitalningu barns vegna leukocytosis og vinstri hneigðar og sökki karls vegna hækkunar. Farið var eftir niðurstöðum fyrstu blóð- rannsóknar eftir innlögn. Farið var fram á við aðstoðarlækna á lýta- lækningadeild, að þá væri gerð hjá þessum sjúklingum almenn blóðrannsókn, deilitaln- ing hvítra blóðkorna, blóðflögutaling og sökkmæling. í almennri blóðrannsókn felst: Talning hvítra blóðkorna (HBK), talning rauðra blóðkorna (RBK), hemóglóbin (Hb), hematókrit (Hct), meðalstærð rauðra blóð- korna (MCV), meðalhemóglóbínmagn rauðra blóðkorna (MCH) og meðalhemóglóbín- þéttni í rauðum blóðkornum (MCHC). Hjá þeim, sem teknir voru i úrtakið af lýtalækningadeild, var almenn blóðrannsókn gerð hjá öllum, deilitalning hvítra blóðkorna hjá 71%, blóðflögutalning hjá 51% og sökk- mæling hjá 77% sjúklinganna. Á barnadeild var ekki farið fram á að neinar tilteknar rannsóknir væru gerðar, heldur var stuðst við niðurstöður þeirra rannsókna, sem ástæða hafði þótt til að gera. Almenn blóðrannsókn var gerð 'hjá öll- um börnunum í úrtakinu, deilitalning hvítra blóðkorna hjá 93%, blóðflögutalning hjá 7% og sökkmæling hjá 57% barnanna. AÐFERÐIR Sýnin v'oru dregin og unnin samhliða öðr- um sýnum og að öllu leyti farið eins að. Blóð var dregið i plastsprautu úr bláæð i framhandlegg og leitast við að trufla blóð- flæði sem minnst (stasa sem skemmst). Strax eftir töku var sýnið blandað storku- vara, K..EDTA 1,5 ± 0,25 mg/ml blóð. Sýnin voru dregin á tímabilinu frá kl. 08 til kl. 17, TAB’LA I. Ástœöur til innlagna, sjúklinga í úr- taki á barnadeild og lýtalœkningadeild Land- spítalans.____ Ástæður til innlagna Barna- deild Lýta)r lækninga- deild Alls Aðgerðir á testes o.fl. 36 1 37 Aðgerðir á hernium o.fl. 31 1 32 Orthopediskar aðgerðir 24 i 25 Aðgerðir á nefi og eyrum 2 21 23 Aðgerðir á húð 1 21 22 Aðgerðir á brjóst.um 17 17 Aðgerðir á vörum og gómum 3 11 14 Aðgerðir vegna öra 3 10 13 Aðgerðir á kjálkum o.fl. 1 11 12 Annað 11 14 25 Samtals 112 108 220 venjulega komudag eða næsta morgun, geymd við stofuhita og unnin samdægurs, jafnan innan 3 klst. frá töku. Engar kröfur voru gerðar um föstu, hvíld eða stellingu sjúklinga við sýnatöku. Almenn blóörannsókn var gerð með hálfsjálf- virku mælitæki, Coulter Counter model S (frá Coulter Electronics Limited). Notuð voru próf- efni, Lyse S, og þvnningarvökvi, Isoton II (frá Coulter Electronics Limited). Farið var eftir leiðbeiningum framleiðanda við hreinsun og stillingu tækisins. Gæðaeftirlit (Quality Con- trol) var fólgið í þvi að mælt var þekkt, heima- fengið sýni við hverja gangsetningu og síðan við u.þ.b. 30. hvert sýni og skyldu RBK og Hb niðurstöður úr því falla innan 2ja staðalfrá- vika frá meðaltali 20 upphaflegra mælinga þess svnis. Stuðst var við sama sýni varðandi HBK og MCV niðurstöður, en kröfur um samræmi voru ekki eins strangar og fyrir RBK og Hb, vegna þess að HBK og MCV gildi sýna breyt- ast meira við langa geymslu. Ef niðurstöður úr þekkta sýninu féllu endurtekið utan 2ja staðalfrávika frá meðaltali, eða kæmu fram önnur merki um að niðurstöður væru rangar, var þekkt aðkeypt sýni (4 C Normal Coulter Counter Cell Control) rannsakað. Féllu niður- stöður úr þvi innan uppgefinna marka, voru niðurstöður taldar áreiðanlegar. Ef svo var ekki, var tækið endurstillt eða lagfært, uns

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.