Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 70
68 Langflest börn voru sennilega iögð inn vegna þess hversu ung þau voru. Þessi börn voru oftast á aldrinum 0—2ja ára og voru með bruna víða, sem erfitt hefði verið að annast um utan sjúkrahúss. Telst okkur til að þessi börn séu um 97, þ.e.a.s. 45,1%. Áætlað var að 54 börn (25,1%) hafi verið með 15% bruna eða meira og 48 börn voru lögð inn vegna staðsetningar bruna (22,3%). Þarna var aðallega um bruna í andliti að ræða, kringum augu og munn og einnig á kynfærum og endaþarmi. Flestir fullorðnir voru lagðir inn vegna staðsetningar bruna eða 51 (42,1%). Þrjátiu fullorðnir voru taldir vera með 15% bruna eða meira (24,8%) og einni gvar algengt að fullorðnir voru lagðir inn vegna djúpra brunasára eða 27 (22,3%). 1 7 tilvikum voru fullorðnir taldir lagðir inn af fleiri en einni ástæðu, (Tafla IV). TAFLA IV. ÁstœCa innlagnar. BÖV71 FullorÖ7iÍ7' Alls N % N % N % Aldur hins brennda 97(45.1) 2(1.7) 99(30.1) Útbreiðsla brunans 54(25.1) 30(24.8) 84(25.6) Staðsetning brunans 48(22.3) 51(42.1) 99(30.1) Dýpt brunans 14(6.5) 27(22.3) 41(12.5) Sýking 1(0.5) 8(6.6) 9(2.7) Félagslegar ástæður 1(0.5) 1(0.8) 2(0.6) Ör eftir bruna 2(1.7) 2(0.6) Samtals 215(100.0) 121(100.0) 336(102.2) Ef litið er á allan hópinn, þá voru 99 lagð- ir inn vegna aldurs eða 30,1%. Þetta voru eins og áður segir lang mest mjög ung börn, en einnig mjög gamalt fól'k. Áttatíu og fjórir voru lagðir inn vegna útbreiðslu bruna og þá miðað við 15% eða meira (25,6%) og 99 vegna staðsetningar bruna (30,1%). Fjör- tíu og einn voru lagðir inn vegna djúpra brunasára (12,5%). 5. Hvenœr sólarhringsins urðu slysin?: At- hugun á því, hvenær sólarhringsins bruna- slys urðu, var eingöngu gerð á börn- um (Mynd 3). 1 ljós kemur, að langflest börn brenna sig kringum matartima, toppur um hádegisbilið og einnig minni toppur um kaffileytið um miðjan daginn, en langflest börn brenna sig, þegar líða tekur á daginn á jjpiabilinu frá kl. 17:00 til 20:00. 6. í hvaða mánuði urðu slysin?: Athugun á þvi í hvaða mánuði brunasár hlutust, var einnig einungis gerð á börnum (Mynd 4). Dreifing var nokkuð jöfn yfir allt árið, en þó brenndust greinilega fleiri börn yfir vetr- armánuðina. 7. Legudagafjöldi: Samanlagður legudaga- fjöldi hjá börnum þann tíma, sem um ræðir, voru 4455 dagar eða að meðaltali 20,7 dagar per sjúkling. Fullorðnir lágu alls samanlagt í 2607 daga eða að meðaltali 22,9 daga per sjúkling. Heildar legudagafjöldi vegna brunasára á þessu timabili voru 7062 dagar eða 21,5 dagur per sjúkling. UMRÆÐA Það má segja að þessi athugun hafi í veigamestu atriðum verið í samræmi við aðrar þær athuganir, sem gerðar hafa verið við svipaðar þjóðfélagslegar aðstæður. Svip- aðar rannsóknir hafa verið gerðar m.a. af Sigurði Björnssyni,4 Börje Sundell í Finn- landi.s Mogens Thomsen og Bent Sörensen í MYND 3 Aldur. Mynd 4.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.