Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 72
virkandi ástæður fyrir bruna hjá börnum,
enda upplýsingar í sjúkraskrám ekki nægj-
anlega tæmandi til þess. Fimmtán barnanna,
(7%), reyndust vera með öndunarfærasýk-
ingu við komu, sem gæti hugsanlega stuðlað
að vansæld þeirra og átt einhvern þátt í or-
sökum brunasáranna. Sex börn voru með
þekktan organiskan taugasjúkdóm (2,8%).
Það kom í ljós við þessa athugun, að ekkert
barn dó vegna brunasára. Af 114 fullorðnum
dóu 8 (7%), þar af ein kona og 7 karlar.
Þetta var í langflestum tilvikum ungt fólk.
Verður þessum dauðsföllum gerð nánari skil
í seinni grein.1
Eins og hér hefur verið sýnt, eru bruna-
slys hér á landi sem annars staðar alvarlegt
heilbrigðisvandamál. Þolendur þeirra eru i
flestum tilfellum börn og ungt fólk og eru
þeir sem látist hafa af brunasárum nær allir
ungt fólk. Fólk sem liggur á sjúkrahúsum
vegna brunasára þarf yfirleitt að liggja
mjög lengi, þarf mikla umönnun og hjúkrun
og er þessi lega í flestum tilvikum mjög
erfið fyrir sjúklinginn. Ekki er að efa að
þetta veldur börnum sérstaklega miklum
andlegum áverkum, bæði lengd legu, svo
ekki sé talað um afleiðingar líkamslýta sem
af brunasárum hljótast.
Brunameðferð hefur batnað á undanförn-
um áratugum. Hér á landi væri vafalaust
hægt að stytta legutíma brunasjúklinga, sér-
staklega barna, sem oftast hafa minni hátt-
ar brunasár, með þvi að bæta göngudeildar-
þjónustu. Það breytir þó ekki þeirri stað-
reynd, að flest brunasár skilja eftir sig ör
og markmiðið hlýtur að vera að fyrirbyggja.
SUMMARY
During the period 1964—1973 a total of 329
patients with thermal injuries were admitted to
Landspítalinn, Reykjavik, a national center for
the treatment of thermal injuries in Iceland.
There were 114 adults and 215 children. Distri-
bution according to age and sex, causes, severity
of burns and other factors are discussed. Re-
sults were similar to what other have reported
in countries with a similar sosioeconomic struc-
ture. Average length of hospital stay was 20,7
days. In a subsequent article to be published
in this journal we shall discuss the treatment
of this group and its outcome.
HEIMILDIR
1. Björnsson, Árni, Þorgrímsson, Sigurður:
Brunasjúklingar á Landspítalanum á árun-
um 1964—1973 (II). 1 handriti.
2. Joseph, T.P. & Douglas, B.S.: Childhood
burns in South Australia: a sosioeconomic
and etiological study. Burns, 5, 335-342, 1979.
3. Pegg, S.P. et al.: Epidemiological pattern of
adult burn injuries. Burns, 5, 326-334, 1979.
4. Björnsson, Sigurður: Brunasjúklingar á
Barnadeild Landspítalans. Læknablaðið. 56
(3) 95-106, 1970.
5. Sundell, B.: Thermal burns. A retrospective
study on 240 patients. Annales Chirugiae et
Gynaecologiae Fenniae 62:339-343, 1973.
6. Thomsen, M. & Sörensen, B.: The toteil
number of burn injuries in Scandinavian
population. Scand. J. Reconstr. Surg. 1:84-89,
1967.
7. Word, E.L. et al.: Epidemiology of burn in-
juries in a rural community. Burns, 5, 343-
348, 1979.
8. Yiacoumettis, A. & Roberts, M.: An analysis
of burns in children. Burns, 3, 195-201, 1977.