Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 77
75
k
Matthías Kjeld
HEFÐBUNDIN ÞVAGSKOÐUN Á LANDSPÍTALANUM
— GÖMUL ROTINA EÐA NÝ —
1 maí 1977 voru kannaðar allar niðurstöð-
ur rútínu þvagrannsókna á Landspítaianum.
Bornar voru saman niðurstöður smásjár-
skoðana og dýíuprófa (dip-stix) og niður-
stöður flokkaðar eftir deildum og með öðr-
um hætti. Nýtt dýfupróf fyrir hvítum blóð-
kornum í þvagi var borið saman við smá-
sjárskoðun. Helstu niðurstöður könnunar-
innar voru: 40—50% þvagsýna frá konum
voru menguð flöguepitheli, 20—40% sýna
hafði bakteríur og 20—40% cylindra. Normal
mörk fyrir fjölda hvítra og rauðra blóðkorna
í þvagi reyndust önnur en meinatæknar
höfðu talið þau vera áður en þessi könnun
var gerð. Fjöldi jákvæðra sýna með hinum
nýju viðmiðunargildum var svipaður og aðr-
ir hafa lýst. Ræktunarbeiðnir virtust ekki
fara eftir niðurstöðum rútínusmásjárskoðun-
ar né heldur tíðni endurtekinna beiðna um
þvagrannsóknir. Dýfuprófum fyrir hvit og
rauð blóðkorn annars vegar og smásjár-
skoðun blóðkornanna hins vegar bar vel
saman ef notuð voru hin nýju viðmiðunar-
gildi.
INNGANGUR
Skoðun þvags hefur frá fornu fari skipað
nokkuð háan sess á sjúkrahúsum. Með til-
komu hraðvirkra dýfuprófa (dip-stix) hefur
hlutur smásjárskoðunar minnkað og mikil-
vægi hennar sem rútínurannsóknar verið
dregið í efa.1-6 Gagnrýnin snýst mjög um
þá algengu venju að meta fjölda þess, sem
finnst „per high power field“, venjulega x
320 til 400 stækkun og vilja menn stefna að
áreiðanlegri mælingum.1 6 7
Margir þættir hafa áhrif á niðurstöður
venjulegrar smásjárskoðunar þvags á object
gleri. Fyrst má nefna að sýnataka hefur
úrslitaáhrif á rannsóknina. Síðan koma til
önnur atriði t.d. geymsla sýnis, þvagmagn,
sem skilið er úr, skilvinduhraði, lögun og
Rannsóknadeild Landspítalans, Landspítalinn
Reykjavik.
stærð skilvinduglasa, tími í skilvindu, magn
botnsfalls, rúmmál þvags undir þekjugleri
(cover glass) o.s.frv. Til þess að ákveða
hvernig málum væri háttað á Landspítalan-
um, var ákveðið að kanna með baksæjum
(retrospective) hætti hefðbundnar (rútínu)
þvagrannsóknir, sem þar eru gerðar.
Nokkru eftir að rannsókn þessi hófst, kom
á markaðinn nýtt dýfupróf fyrir hvitum
blóðkornum frá Boehringer-Mannheim.8 Er
þetta fyrsta próf sinnar tegundar og gefur
mjög aukna möguleika á að prófa með ár-
angri fyrir þvagfærasýkingu með dýfuprófi
einu saman. Ákveðið var að bera niður-
stöður þessa prófs saman við niðurstöður
smásjárskoðunar á hvítum blóðkornum og
er sú könnun kynnt hér.
FÖNG
Úrvinnsla á niðurstöðum þvagrannsókna.
Niðurstöður allra rútinu þvagrannsókna
á Landspítalanum í maí 1977 voru rannsak-
aðar. Notaðar voru vinnubækur meinatækna,
þar sem skráð voru nöfn sjúklinga, fæðing-
ardagur og ár, ásamt dagsetningu rannsókna
og einstökum niðurstöðum. Samkvæmt lýs-
ingu meinatækna gilti eftirfarandi um töku
sýna og meðferð: Sýni eiga að vera mið-
bunuþvag að morgni. 10—12 ml eru skildir í
5 mínútur við 2000 snúninga á mínútu. Þvagi
er hellt af botnfallinu og botnfallið hrært
upp í þvagi þvi, sem situr eftir í glasinu.
Dýfupróf eru gerð nær samtímis smásjár-
skoðun. Meinatæknar hjálpast að við rann-
sóknir þannig að ákveðnar deildir tilheyra
ekki sama meinatækni.
Við rútínu dýfupróf var notað Hema-
combistix próf frá Ames Company. Þetta
dýfupróf mælir fyrir blóði, proteini, glucosa
og pH. Við smásjárskoðun eru blóðkorn tal-
in í stækkunarsviði x 400 og meðalfjöldi gef-
inn upp en cylindrar í stækkunarsviði x 100.
Magn bakteria og epithelfruma er hins veg-
ar gefið upp í vaxandi magni frá einum og