Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 77
75 k Matthías Kjeld HEFÐBUNDIN ÞVAGSKOÐUN Á LANDSPÍTALANUM — GÖMUL ROTINA EÐA NÝ — 1 maí 1977 voru kannaðar allar niðurstöð- ur rútínu þvagrannsókna á Landspítaianum. Bornar voru saman niðurstöður smásjár- skoðana og dýíuprófa (dip-stix) og niður- stöður flokkaðar eftir deildum og með öðr- um hætti. Nýtt dýfupróf fyrir hvítum blóð- kornum í þvagi var borið saman við smá- sjárskoðun. Helstu niðurstöður könnunar- innar voru: 40—50% þvagsýna frá konum voru menguð flöguepitheli, 20—40% sýna hafði bakteríur og 20—40% cylindra. Normal mörk fyrir fjölda hvítra og rauðra blóðkorna í þvagi reyndust önnur en meinatæknar höfðu talið þau vera áður en þessi könnun var gerð. Fjöldi jákvæðra sýna með hinum nýju viðmiðunargildum var svipaður og aðr- ir hafa lýst. Ræktunarbeiðnir virtust ekki fara eftir niðurstöðum rútínusmásjárskoðun- ar né heldur tíðni endurtekinna beiðna um þvagrannsóknir. Dýfuprófum fyrir hvit og rauð blóðkorn annars vegar og smásjár- skoðun blóðkornanna hins vegar bar vel saman ef notuð voru hin nýju viðmiðunar- gildi. INNGANGUR Skoðun þvags hefur frá fornu fari skipað nokkuð háan sess á sjúkrahúsum. Með til- komu hraðvirkra dýfuprófa (dip-stix) hefur hlutur smásjárskoðunar minnkað og mikil- vægi hennar sem rútínurannsóknar verið dregið í efa.1-6 Gagnrýnin snýst mjög um þá algengu venju að meta fjölda þess, sem finnst „per high power field“, venjulega x 320 til 400 stækkun og vilja menn stefna að áreiðanlegri mælingum.1 6 7 Margir þættir hafa áhrif á niðurstöður venjulegrar smásjárskoðunar þvags á object gleri. Fyrst má nefna að sýnataka hefur úrslitaáhrif á rannsóknina. Síðan koma til önnur atriði t.d. geymsla sýnis, þvagmagn, sem skilið er úr, skilvinduhraði, lögun og Rannsóknadeild Landspítalans, Landspítalinn Reykjavik. stærð skilvinduglasa, tími í skilvindu, magn botnsfalls, rúmmál þvags undir þekjugleri (cover glass) o.s.frv. Til þess að ákveða hvernig málum væri háttað á Landspítalan- um, var ákveðið að kanna með baksæjum (retrospective) hætti hefðbundnar (rútínu) þvagrannsóknir, sem þar eru gerðar. Nokkru eftir að rannsókn þessi hófst, kom á markaðinn nýtt dýfupróf fyrir hvitum blóðkornum frá Boehringer-Mannheim.8 Er þetta fyrsta próf sinnar tegundar og gefur mjög aukna möguleika á að prófa með ár- angri fyrir þvagfærasýkingu með dýfuprófi einu saman. Ákveðið var að bera niður- stöður þessa prófs saman við niðurstöður smásjárskoðunar á hvítum blóðkornum og er sú könnun kynnt hér. FÖNG Úrvinnsla á niðurstöðum þvagrannsókna. Niðurstöður allra rútinu þvagrannsókna á Landspítalanum í maí 1977 voru rannsak- aðar. Notaðar voru vinnubækur meinatækna, þar sem skráð voru nöfn sjúklinga, fæðing- ardagur og ár, ásamt dagsetningu rannsókna og einstökum niðurstöðum. Samkvæmt lýs- ingu meinatækna gilti eftirfarandi um töku sýna og meðferð: Sýni eiga að vera mið- bunuþvag að morgni. 10—12 ml eru skildir í 5 mínútur við 2000 snúninga á mínútu. Þvagi er hellt af botnfallinu og botnfallið hrært upp í þvagi þvi, sem situr eftir í glasinu. Dýfupróf eru gerð nær samtímis smásjár- skoðun. Meinatæknar hjálpast að við rann- sóknir þannig að ákveðnar deildir tilheyra ekki sama meinatækni. Við rútínu dýfupróf var notað Hema- combistix próf frá Ames Company. Þetta dýfupróf mælir fyrir blóði, proteini, glucosa og pH. Við smásjárskoðun eru blóðkorn tal- in í stækkunarsviði x 400 og meðalfjöldi gef- inn upp en cylindrar í stækkunarsviði x 100. Magn bakteria og epithelfruma er hins veg- ar gefið upp í vaxandi magni frá einum og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.