Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 10

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 10
1. Inngangur. l. 1 Almennt um þjóðhagsreikningagerð. Þessi sjöunda skýrsla í ritröð Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsreikninga fjallar um einkaneyslu á tímabilinu 1957-1987. Nánar verður fjallað um skilgreiningu á hugtakinu „einkaneysla“ í kafla 2 hér á eftir, en í sem stystu máli má segja að með einkaneyslu sé átt við kaup heimilanna á varanlegum og óvaranlegum vörum og þjónustu til endanlegra nota. Við flokkun útgjalda og afmörkun þeirra er í öllum meginatriðum leitast við að fylgja alþjóðlegum forskriftum en uppgjör einkaneyslunnar er einn liður í þjóðhagsreikningagerð Þjóðhagsstofnunar. Fylgt er þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóð- anna sem víðast er farið eftir nema í Austur-Evrópuríkjunum. Kerfi þetta er nefnt „A System of National Accounts", skammstafað SNA, og verður víða hér á eftir vísað til þess. Aður en lengra er haldið þykir rétt að fara örfáum orðum um þjóðhagsreikningagerð almennt og hvernig einkaneyslan tengist henni. í almennum orðum má segja að þjóðhagsreikningar séu bókhald fyrir þjóðarbúskapinn. Tilgangur þjóðhagsreikninga er að setja fram tölulega og á kerfisbundinn hátt yfirlit yfir efnahagsstarfsemina í þjóðarbúskapnum í heild svo og einstaka þætti starfseminnar. Hér er þó ekki um að ræða bókhald í þeim skilningi að öll viðskipti séu skráð, enda væri slíkt óviðráðanlegt. Þess í stað er athyglinni beint að ákveðnum meginhugtökum. Má þar nefna verga landsframleiðslu, þjóðarútgjöld, viðskiptajöfnuð, launagreiðslur og rekstrarafgang atvinnugreina. Þjóðhagsreikningar eru færðir eftir þremur meginaðferðum. Unnt er að vinna: 1) Ráðstöfunaruppgjör 2) Framleiðsluuppgjör 3) Tekjuskiptingaruppgjör í meginatriðum byggir ráðstöfunaruppgjörið á því að meta þau verðmæti sem ráðstafað er til endanlegranota, þ.e. til einkaneyslu, samneyslu, fjárfestingarog útflutnings. Innflutningur dregst hins vegar frá og til þess að forðast tvítalningu er sleppt þeim aðföngum sem atvinnureksturinn kaupir af öðrum atvinnugreinum eða flytur inn. Á hinn bóginn byggir framleiðsluuppgjörið á því að meta verðmætasköpunina eða virðisaukann þar sem hann verður til en ekki þar sem honum er ráðstafað. Virðisaukinn verður til í einstökum fyrirtækj um og atvinnugreinum og samanstendur af vinnulaunum, afskriftum af framleiðslufj ármunum og hreinum hagnaði fyrirtækja áður en kemur til greiðslu vaxta. Þriðja uppgjörsaðferðin er tekjuskiptingaruppgjörið en ekki hefur enn gefist tóm til þess að fullmóta og ljúka þjóðhagsreikningum hérlendis eftir þeirri aðferð. Aðferðin byggir á því að meta virðisaukann eftir að honum hefur verið útdeilt til þeirra, sem átt hafa þátt í myndun hans. Allar þessar aðferðir ættu að gefa sömu niðurstöðu því í reynd er alltaf verið að meta sömu stærðina, þ.e. árangur efnahagsstarfseminnar eða virðisaukann á ákveðnu tímabili, oftast einu ári. Munurinn felst einungis í því hvar verðmætin eru metin, þ.e. hvort þau eru metin þar sem þeim er ráðstafað eða þar sem þau verða til. Undanfarin þrjátíu ár hefur íslensk þjóðhagsreikningagerð byggst á fyrst töldu aðferðinni, þ.e. ráðstöfunaruppgjörinu. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að framleiðsluaðferðinni hefur einnig verið beitt. Uppgjör frá framleiðsluhlið hefur nú verið gert fyrir tímabilið 1973-1986 og á grundvelli þess má m. a. fá vitneskju um hlutdeild einstakra atvinnugreina í landsframleiðslunni. Þessi vitneskja er þörf viðbót við hina hefðbundnu upplýsingar um einkaneyslu, samneyslu o.fl. sem ráðstöfunaruppgjörið gefur. Hins vegar er það nokkurt áhyggjuefni hve miklu munar á niðurstöðum þessara tveggja uppgjörsaðferða en undanfarin ár hefur þessi munur verið 7-9% og sýnir framleiðsluuppgjörið jafnan 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.