Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 29
5.1 Lyf og lyfjabúðarvörur.
Kaup á vörum, sem eru annars vegar lyf og hins vegar hjúkrunarvörur eru áætluð út frá veltu
apóteka, atv.gr. 624. Sölu með söluskatti er skipt skv. upplýsingum frá Lyfjaverðlagsnefnd í sölu Iyfja
og sölu annnarra vara. Hluti sjúkrasamlaga í lyfjakaupum er hér dreginn frá. Staðvirðing á útgjöldum
til lyfjakaupa og til kaupa á hjúkrunarvörum er gerð með tilheyrandi vísitölu úr framfærsluvísitölunni.
5.3 Læknishjálp.
Heilsuverndarþjónustan er hvað varðar tannlæknaþjónustu, læknaþjónustu og þjónustu ljós-
mæðra, áætluð út frá upplýsingum um útgjöld til þessara þátta í vísitölunni og með hliðsjón af
fólksfjölda á hverjum tíma. Upplýsingar um greiðslur sjúklinga vegna komu á slysadeild eru úr
ársskýrslum Borgarspítalans. Fastaverðið er reiknað með verðvísitölum sem byggjast á útgjöldunum í
framfærsluvísitölunni og töxtum fyrir greiðslur sjúklinga fyrir aðstoð á slysadeild.
Til viðbótar útgjöldum einstaklinga til kaupa á lyfjum og læknaþjónustu ýmiss konar voru hér
taldar tilfærslur frá ríkinu til heimilanna vegna heilsugæslu. Er hér m.a. um að ræða greiðslur
sjúkrasamlaga fyrir kaup á vörum og þjónustu svo og rekstur sjúkrahúsa í landinu. Með tilkomu nýs
þjóðhagsreikningakerfis, SNA, á árinu 1985 var þessum tilfærslum sleppt hér en þær taldar með
samneyslunni. Tölur fyrri ára hafa verið lagaðar að hinu nýja kerfi.
6. Flutningatœki og samgöngur.
Þessi þáttur einkaneyslu skiptist í kaup einkafarartækja og rekstur þeirra og almenna flutninga-
þjónustu.
6.1 Kaup einkafarartækja.
Kaup einkabifreiða, vélhjóla, reiðhjóla og annarra slíkra einkafarartækja eru áætluð á svipaðan
hátt og aðrar innfluttar vörur. Hér er þó um fleiri álögur að ræða en almennt gerist. í innflutningsskýrsl-
um koma fram fjöldi og innflutningsverðmæti innfluttra bifreiða, bæði nýrra og notaðra. Hér eru til
viðbótar meðtalin innflutt bifhjól, reiðhjól, hjólhýsi og tjaldvagnar. Til einkaneyslu hafa verið taldar
fólksbifreiðar aðrar en atvinnubifreiðar sem taldar eru fjárfesting. Á síðari árum hafa 92-96%
einkabifreiða talist með einkaneyslunni. Svipaðri reglu hefur verið beitt við stærri bifhjól þar sem um
85% hjólanna hafa talist einkaneysla.
Til að áætla smásöluverðmæti fólksbifreiða er tolli, sérstöku innflutningsgjaldi, álagningu og
söluskatti bætt við tollverð bifreiðanna eftir reglum sem í gildi eru á hverjum tíma. Til að áætla
innflutningsgjaldið, sem er breytilegt eftir eigin þyngd eða vélarstærð bifreiðanna, er tekið mið af
innheimtu gjaldi og fjölda fólksbifreiða.
Tölur um innfluttar bifreiðar og verðmæti þeirra eru miðaðar við þann tíma þegar þær eru leystar
úr tolli. Bifreiðar geta því verið komnar til landsins og beðið tollafgreiðslu um óákveðinn tíma án þess
að koma í innflutningsskrár. Sömu meðferð fá einnig aðrar innfluttar vörur aðrar en þær sem fara í
gegnum Tollvörugeymsluna. Vörur í Tollvörugeymslunni koma inn í skrár Hagstofunnar um leið og
þær koma til landsins en hér er aðallega um að ræða stærri heimilistæki, hljómtæki o.fl.
Til að reikna smásöluverðmæti einkafarartækja á föstu verðlagi er beitt vísitöluaðferð. Verðvísi-
talan, sem notuð er, byggir á verðbreytingum afskrifta í sérstakri bifreiðavísitölu Hagstofu íslands.
6.2 Rekstur einkafarartækja.
Framan af var kostnaður við rekstur einkafarartækja áætlaður með samantekt á ýmsum
upplýsingum um gjaldaliði við rekstur einkabifreiða. Hér má nefna tryggingar, eldsneytiskostnað o.fl.
sem byggjast á heimildum úr sérstakri bifreiðavísitölu Hagstofunnar, upplýsingum frá tollstjóra o.fl.
Alls er um að ræða 12 kostnaðarliði, sem teknir eru með í rekstrarkostnað auk kaupa á bifreiðum og
varahlutum til þeirra. Flestir kostnaðarliðir eru reiknaðir út frá bifreiðafjölda og kostnaði á bíl, nema
tryggingar þar sem upplýsingar um greiðslu ábyrgðartryggingagjalda og iðgjalda vegna kaskótrygginga
27