Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Side 48

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Side 48
Útgjöld íslendinga í orlofsferðum erlendis nema 5,8% í einkaneyslu 1986 og 6,5% 1987. Orlofsferðir í vísitölugrundvellinum eru meðtaldar í liðnum veitinga- og gistihús. Orlofsferðir einar sér nema í grundvellinum 2,9% allra útgjalda 1. maí 1988, en voru einungis 0.7% útgjaldanna ívísitölunni 1984- í einkaneysluuppgjörinu eru útgjöld vegna erlendra ferðamanna á íslandi dregin frá í einu lagi. Er það gert vegna þess að ekki eru til upplýsingar um hvernig útgjöldin skiptast milli einstakra flokka og er þessi neysla því meðtalin í viðeigandi liðum. Nemur þessi frádráttur 2.2%-2.7% af neyslu 1984-1987. Enginn leiðréttingaliður af þessu tagi er í grunni framfærsluvísitölunnar, enda byggist úrtakið við neyslukönnunina eingöngu á þátttöku íslenskra ríkisborgara. 6.6 Mannfjöldi og einkaneysla á mann 1957-1987. 6.6.1 Inngangur. í þessum skýrsluhluta verður í fyrsta lagi fjallað um þróun mannfjölda og meðalmannfjölda 1945-1987. Sérstök áhersla verður lögð á mannfjöldabreytingar þau ár sem einkaneyslurannsóknir ná til, þ.e.a.s. 1957 -1987. í öðru lagi verða sýnd nokkur dæmi um heildarneyslu íslendinga á nokkrum algengum tegundum matvæla 1957-1987. í þriðja lagi verða sýndar tölur um neyslu á mann af þessum sömu fæðutegundum. 6.6.2 Mannfjöldi 1945-1987. Tölur um mannfjölda eru teknar saman af Hagstofu íslands. Aðalheimild mannfjöldatalna er þjóðskráin. Hún var stofnuð á grundvelli aðalmanntalsins 1. desember 1950 og sérstaks manntals, sem fór fram 16. október 1952. Þjóðskránni er ætlað að geyma upplýsingar um helstu atriði sem varða hagi mannfjöldans. Ber þar fyrst að nefna fæðingar og mannslát, aðsetur og flutninga, hjónavígslur, skilnaði, o.fl. Á hverju ári eru margvíslegar upplýsingar um mannfjöldann teknar saman og birtar í Hagtíðindum, sem gefin eru út mánaðarlega af Hagstofu íslands. Mannfjöldaskýrslur Hagstofunnar eru hins vegar ítarlegustu skýrslurnar , sem gerðar eru um þessi efni, og hafa þær verið birtar með líku sniði frá árunum 1911-1915 fram til 1988. Hér verður ekki fjallað um einstaka þætti þjóðskrárinnar en einungis látið nægja að skoða þróun mannfjöldans í heild. Á þeim tíma er meginefni þessarar skýrslu nær til þ.e. 1957-1987, hefur meðalmannfjöldi á íslandi aukist úr rúmlega 165 þúsund manns 1957 í tæplega 246 þúsund 1987, eða tæplega 1.5 faldast. Jafngildir þessi aukning mannfjölda rúmlega 1.3% árlegri meðalfjölgun umrætt 30 ára tímabil. Tölur um meðalmannfjöida 1945-1987 eru birtar í töflu 1.11. í töflunni kemur einnig fram hver árleg fjölgun mannfjöldans hefur verið þetta tímabil og sömuleiðis vísitala mannfjölda 1945-1987 með grunntölu = 100 1980. Framan af tímabilinu var árleg fjölgun um og yfir 2% á ári en eftir 1960 dró mjög úrfjölguninni. Að meðaltali var árleg íbúafjölgun tæplega 1.5% á sjöunda áratugnum, rúmlega 1.1% á þeim áttunda og tæplega 1.1% árin 1981- 1987. 6.6.3 Heildarneysla á nokkrum algengum fœðutegundum 1957-1987. Megintilgangur einkaneyslurannsókna Þjóðhagsstofnunar er að safna upplýsingum um útgjalda- fjárhæðir einkaneyslunnar bæði í heild og til einstakra útgjaldaflokka. í þessu skyni er í mörgum tilfellum safnað saman upplýsingum um framleitt, innflutt og selt magn fjölmargra vörutegunda. Þessar upplýsingar gera mögulega samantekt á heildarneyslu landsmanna á fjölda algengra neysluvara, svo sem á kjöti, mjólk, fiski o.fl. í mörgum tilvikum byggjast neyslurannsóknir á veltutölum og á útgjaldafjárhæðum en ekki beinum magntölum. Dæmi þessa eru t.d. áætlanir um neyslu á brauðum, kökum og kexi og áætlanir á nokkrum neyslu- og þjónustuliðum. Samantekt á magni er þá vart framkvæmanleg. En hér kemur einnig fleira til. Iðulega breytast vörutegundir að innihaldi eða gæðum þegar litið er yfir lengri tíma og kann þá að orka tvímælis hvort um sömu vöru er þá að ræða eða ekki. Þetta er leyst 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.