Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 44

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 44
Annað dæmi eru útgjöld vegna íbúðarhúsnæðis. í einkaneyslunni er áætlað leiguígildi alls íbúðarhúsnæðis í landinu óháð því hvort fjölskyldan býr í eigin húsnæði eða ekki en í vísitölunni eru bein útgjöld „vísitölufjölskyldunnar“ vegna íbúðarhúsnæðis eins og vextir af lánum og viðhald áætlað með einum eða öðrum hætti. Fleiri dæmi mætti nefna þótt svo verði ekki gert hér. Hins vegar vekur þetta athygli á ólíkum tilgangi með framfærsluvísitölunni og einkaneyslunni. Framfærsluvísitölunni er ætlað að gefa sem réttasta mynd af útgjaldasamsetningu, sem síðan er notuð sem vog við mat á verðbreytingum. Vogin er byggð á úrtaki ákveðins fjölda fjölskyldna og sýnir því meðalútgjöld þessara fjölskyldna. Fjölskyldurn- ar eru úr ýmsum tekjuhópum og af því leiðir að fjárhæðir vísitölunnar verða því alls ekki nein vísbending um lágmarksframfærslukostnað eins og iðulega er haldið fram. Vogin er aðalatriði og endurskoðanir á grundvelli vísitölunnar sem lýst verður hér á eftir beinast að samsetningu útgjaldanna þ.e. voginni en ekki útgjaldafjárhæðum. í þessu sambandi er einnig rétt að geta þess að breytingar á hlutfallslegum verðum geta að vissu marki haft áhrif á útgjaldaskiptinguna því neytandinn hefur tilhneigingu til þess að flytja neyslu sína frá þeim vörum sem hækka mikið í verði til þeirra sem verða hlutfallslega ódýrari. En í og með þess vegna eru nauðsynlegar þær endurskoðanir á vísitölugrundvell- inum sem lýst er hér á eftir. 6.5.2 Grundvöllur vísitölu framfœrslukostnaðar. Núverandi grundvöllur vísitölu framfærslukostnaðar er byggður á neyslukönnun sem fram fór 1985 og 1986. Hagstofa Islandsannaðist gerð könnunarinnareinsog jafnan áður. Hafist var handa í júlí 1985 og stóð könnunin fram yfir mitt ár 1986. I gildandi lögum um vísitölu framfærslukostnaðar og skipan kauplagsnefndar nr. 5/1984 er kveðið á um að Kauplagsnefnd skuli eigi sjaldnar en á fimm ára fresti láta fara fram athugun á því, hvort ástæða sé til að endurskoða grundvöll vísitölunnar og er nefndinni að fengnum niðurstöðum heimilt að ákveða framfærsluvísitölunni nýjan grundvöll án þess að koma þurfi til lagasetningar. Gerð nýs vísitölugrundvallar lauk í apríl 1988 og ákvað Kauplagsnefnd þá að hann skyldi reiknaður í fyrsta sinn miðað við verðlag í maíbyrjun 1988 og vísitalan sett 100 stig á þeim tíma. Jafnframt skyldi eldri grunnur vísitölunnar sem var 100 stig í febrúar 1984 reiknaður í síðasta sinn í maíbyrjun. Vísitölugrunnurinn er í raun safn hvers kyns heimilisútgjalda og tekur til daglegra kaupa á matvöru, drykkjarvöru, hreinlætisvöru, fatnaðar o.þ.h.. Hér er einnig meðtalinn kostnaður heimil- anna af rafmagni og hita, pósti og síma, rekstri eigin bíls, húsnæði og kaup á alls kyns þjónustu. Alls eru um 600 liðir vöru og þjónustu í hinum nýja vísitölugrunni. Neyslukönnuninni er ætlað að að leiða í ljós, hve mikil þessi útgjöld eru og hvernig þau skiptast á einstaka liði. Forsenda fyrir endurskoðun á grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar, er að fram fari neyslu- könnun. Síðasta könnun ersúfimmtaí röðinni frá byrjun. Hin fyrsta var ákveðin í lögum nr. 10,4. apríl 1939, um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi. Fór hún fram á tímabilinu júlí 1939 til júní 1940, og tóku þátt í henni um 40 fjölskyldur í Reykjavík. Framfærsluvísitala með grunntíma janúar til mars 1939 var byggð á þessari könnun. Gilti hún í meginatriðum fram til marsmánaðar 1959, en þá tók við vísitölugrunnur sem byggðist á könnun á neyslu launþega í Reykjavík. Sú könnun fór einkum fram á árunum 1953 og 1954. í þessari annarri neyslukönnun tóku þátt 80 fjölskyldur en tilheyrandi nýr vísitölugrundvöllur kom ekki til framkvæmda fyrr en í mars 1959, í sambandi við niðurfærslu verðlags og launa, er ákveðin var í lögum nr. 1, 30. janúar 1959. í lögum þessum var kveðið á um gildistöku nýrrar framfærsluvísitölu með grunntíma 1. mars 1959. Friðja neyslukönnunin fór fram á árunum 1964 og 1965, og voru þátttakendur í henni 100 fjölskyldur í Reykjavík. Nýr vísitölugrundvöllur byggður á niðurstöðum úr þessari könnun var lögfestur með setningu laga nr. 70, 29. nóvember 1967, um verðlagsuppbót á laun og um vísitölu framfærslukostnaðar. í lögum þessum var meðal annars ákveðin ný framfærsluvísitala með grunntíma í janúarbyrjun 1968. Samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 87, 31. desember 1980, um ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, fékk þessi vísitala nýja grunntölu 100 hinn 1. janúar 1981, en grundvöllur hennar hélst hinn sami og áður. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.