Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 23
stofnunum, en hins vegar fjárhæð matarútgjalda í veitinga- og gistihúsaútgjöldum. Matvælaútgjöld á
þessum stöðum eru meðtalin í viðkomandi útgjaldaliðum samneyslu og einkaneyslu og því þarf að
lækka matvælakafla einkaneyslunnar sem því nemur til þess að forðast tvítalningu.
Frádráttur vegna neyslu matvæla á sjúkrahúsum og stofnunum hefur verið áætlaður með þeim
hætti að margfalda saman áætlaðan matarkostnað á mann á dag og fjölda fæðisdaga samkvæmt
upplýsingum Daggjaldanefndar sjúkrahúsa, elliheimilisins Grundar í Reykjavík, elliheimilisins Áss í
Hveragerði o.fl. slíkra aðila. Hin allra síðustu ár er þessi liður áætlaður fast hlutfall 2.7% af
matarútgjöldum alls. Frádráttur á föstu verðlagi er fundinn með vísitöluaðferð. Til að reikna útgjöldin
á föstu verðlagi er notuð meðalverðvísitala, sem er vegin verðvísitala matvælakaflans alis.
Frádráttur vegna sölu matar á veitingahúsum er áætlaður út frá upplýsingum um vörunotkun í
veitinga-og gistihúsum. Frá áætlaðri fjárhæð veitinga alls er dreginn hluti öls og gosdrykkja, áfengis og
tóbaks og fæst þá matvælahlutinn sem afgangsstærð. Sömu aðferð er beitt við útreikning á frádrætti
vegna sölu matar á veitingahúsum á föstu verðlagi. Ö1 og gosdrykkir, áfengi og tóbak reiknað á föstu
verði er dregið frá allri áætlaðri veitingasölu og eftir stendur hluti matvælanna á föstu verðlagi.
1.2 Óáfengar drykkjarvörur.
Hér er um að ræða kaup á ávaxtasafa og sykurvatni, neyslu öls og gosdrykkja og annarra óáfengra
drykkjarvara nema mjólkurdrykkja sem eru taldir með öðrum mjólkurvörum í matvælakafla einka-
neyslunnar.
Upplýsingar um framleiðslu ávaxtasafa og tengdra drykkja eru úr skýrslum Hagstofunnar um
iðnaðarvöruframleiðsluna og er framleiðslan reiknuð til smásöluverðs með verði úr vísitölu fram-
færslukostnaðar. Fastaverðið er fundið með einingarverðsaðferð þar sem magn hverju sinni er
margfaldað með einingarverði vörunnar samkvæmt framfærsluvísitölunni á því ári sem valið hefur
verið sem staðvirðingarár.
Útgjöld til kaupa á innlendu öli og gosdrykkjum eru áætluð út frá sölutekjum í atv.gr. 213, öl- og
gosdrykkjagerð á sama hátt og gert er með innlent sælgæti. Við sölu án söluskatts er bætt vörugjaldi,
álagningu og söluskatti. Sérstakur frádráttarliður er hér vegna innfluttra gosdrykkja á vegum innlendra
gosdrykkjaframleiðenda. Nemur frádráttur þessi 5% af reiknuðu smásöluvirði í öl- og gosdrykkjagerð
1980-1987 og byggist á sérstakri athugun á innflutningstölum 1986. Verðmæti þessa innflutnings er
innifalið í smásöluvirði innfluttra drykkjarvara. Frá reiknuðu smásöluvirði er dreginn sá hluti
gosdrykkja sem seldur er á veitingahúsum og talinn er með öðrum útgjöldum á veitingahúsunum.
Áætlað hefur verið að þessi frádráttur nemi um sjötta hluta allrar gosdrykkjasölunnar 1973-1987.
Til að reikna útgjöldin á föstu verðlagi er notuð vísitala öls og gosdrykkja í vísitölu framfærslu-
kostnaðar. Þessi vísitala er birt í atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar ásamt öðrum verðvísitölum
iðnaðarvara, sem gerðar eru samkvæmt heimildum úr framfærsluvísitölunni. í atvinnuvegaskýrslu
1987 er þessar vísitölur að finna í töflu 5.6.
1.3 Áfengir drykkir.
Upplýsingar um sölu á áfengum drykkjum koma frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. í tölum
ÁTVR um selt magn og neyslu íslendinga á áfengi og tóbaki kemur hvorki fram það áfengi og tóbak,
sem áhafnir skipa og flugvéla flytja inn í landið, né það magn sem ferðamenn taka með sér frá útlöndum
eða kaupa í fríhöfn hérlendis. Því er til viðbótar sölutölum ÁTVR áætluð tollfrjáls sala til innlendra
ferðamanna og áhafna út frá reglum um tollfrjálsa sölu á áfengi til ferðamanna og upplýsingum um
árlegan fjölda íslenskra ferðamanna sem koma til landsins.
Neysla áfengis á veitingahúsum er ekki meðtalin hér þar sem hún kemur með öðrum útgjöldum á
veitingahúsunum, í kaflanum um útgjöld á veitinga- og gistihúsum. Upplýsingar um sölu áfengis til
veitingahúsanna eru frá ÁTVR komnar.
Staðvirðing áfengissölunnar er gerð með tvennu móti. Staðvirðing á sölu Áfengis- og tóbaksversl-
unarinnar er gerð með verðvísitölum sem notaðar eru við gerð fjárhagsáætlana ÁTVR og byggja á
mánaðarlegum tölum um selt magn og söluverð. Staðvirðing á tollfrjálsri sölu á áfengi er aftur á móti
gerð með vísitölu innflutningsverðs sem unnin er úr verslunarskýrslum.
21