Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Side 23

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Side 23
stofnunum, en hins vegar fjárhæð matarútgjalda í veitinga- og gistihúsaútgjöldum. Matvælaútgjöld á þessum stöðum eru meðtalin í viðkomandi útgjaldaliðum samneyslu og einkaneyslu og því þarf að lækka matvælakafla einkaneyslunnar sem því nemur til þess að forðast tvítalningu. Frádráttur vegna neyslu matvæla á sjúkrahúsum og stofnunum hefur verið áætlaður með þeim hætti að margfalda saman áætlaðan matarkostnað á mann á dag og fjölda fæðisdaga samkvæmt upplýsingum Daggjaldanefndar sjúkrahúsa, elliheimilisins Grundar í Reykjavík, elliheimilisins Áss í Hveragerði o.fl. slíkra aðila. Hin allra síðustu ár er þessi liður áætlaður fast hlutfall 2.7% af matarútgjöldum alls. Frádráttur á föstu verðlagi er fundinn með vísitöluaðferð. Til að reikna útgjöldin á föstu verðlagi er notuð meðalverðvísitala, sem er vegin verðvísitala matvælakaflans alis. Frádráttur vegna sölu matar á veitingahúsum er áætlaður út frá upplýsingum um vörunotkun í veitinga-og gistihúsum. Frá áætlaðri fjárhæð veitinga alls er dreginn hluti öls og gosdrykkja, áfengis og tóbaks og fæst þá matvælahlutinn sem afgangsstærð. Sömu aðferð er beitt við útreikning á frádrætti vegna sölu matar á veitingahúsum á föstu verðlagi. Ö1 og gosdrykkir, áfengi og tóbak reiknað á föstu verði er dregið frá allri áætlaðri veitingasölu og eftir stendur hluti matvælanna á föstu verðlagi. 1.2 Óáfengar drykkjarvörur. Hér er um að ræða kaup á ávaxtasafa og sykurvatni, neyslu öls og gosdrykkja og annarra óáfengra drykkjarvara nema mjólkurdrykkja sem eru taldir með öðrum mjólkurvörum í matvælakafla einka- neyslunnar. Upplýsingar um framleiðslu ávaxtasafa og tengdra drykkja eru úr skýrslum Hagstofunnar um iðnaðarvöruframleiðsluna og er framleiðslan reiknuð til smásöluverðs með verði úr vísitölu fram- færslukostnaðar. Fastaverðið er fundið með einingarverðsaðferð þar sem magn hverju sinni er margfaldað með einingarverði vörunnar samkvæmt framfærsluvísitölunni á því ári sem valið hefur verið sem staðvirðingarár. Útgjöld til kaupa á innlendu öli og gosdrykkjum eru áætluð út frá sölutekjum í atv.gr. 213, öl- og gosdrykkjagerð á sama hátt og gert er með innlent sælgæti. Við sölu án söluskatts er bætt vörugjaldi, álagningu og söluskatti. Sérstakur frádráttarliður er hér vegna innfluttra gosdrykkja á vegum innlendra gosdrykkjaframleiðenda. Nemur frádráttur þessi 5% af reiknuðu smásöluvirði í öl- og gosdrykkjagerð 1980-1987 og byggist á sérstakri athugun á innflutningstölum 1986. Verðmæti þessa innflutnings er innifalið í smásöluvirði innfluttra drykkjarvara. Frá reiknuðu smásöluvirði er dreginn sá hluti gosdrykkja sem seldur er á veitingahúsum og talinn er með öðrum útgjöldum á veitingahúsunum. Áætlað hefur verið að þessi frádráttur nemi um sjötta hluta allrar gosdrykkjasölunnar 1973-1987. Til að reikna útgjöldin á föstu verðlagi er notuð vísitala öls og gosdrykkja í vísitölu framfærslu- kostnaðar. Þessi vísitala er birt í atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar ásamt öðrum verðvísitölum iðnaðarvara, sem gerðar eru samkvæmt heimildum úr framfærsluvísitölunni. í atvinnuvegaskýrslu 1987 er þessar vísitölur að finna í töflu 5.6. 1.3 Áfengir drykkir. Upplýsingar um sölu á áfengum drykkjum koma frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. í tölum ÁTVR um selt magn og neyslu íslendinga á áfengi og tóbaki kemur hvorki fram það áfengi og tóbak, sem áhafnir skipa og flugvéla flytja inn í landið, né það magn sem ferðamenn taka með sér frá útlöndum eða kaupa í fríhöfn hérlendis. Því er til viðbótar sölutölum ÁTVR áætluð tollfrjáls sala til innlendra ferðamanna og áhafna út frá reglum um tollfrjálsa sölu á áfengi til ferðamanna og upplýsingum um árlegan fjölda íslenskra ferðamanna sem koma til landsins. Neysla áfengis á veitingahúsum er ekki meðtalin hér þar sem hún kemur með öðrum útgjöldum á veitingahúsunum, í kaflanum um útgjöld á veitinga- og gistihúsum. Upplýsingar um sölu áfengis til veitingahúsanna eru frá ÁTVR komnar. Staðvirðing áfengissölunnar er gerð með tvennu móti. Staðvirðing á sölu Áfengis- og tóbaksversl- unarinnar er gerð með verðvísitölum sem notaðar eru við gerð fjárhagsáætlana ÁTVR og byggja á mánaðarlegum tölum um selt magn og söluverð. Staðvirðing á tollfrjálsri sölu á áfengi er aftur á móti gerð með vísitölu innflutningsverðs sem unnin er úr verslunarskýrslum. 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.