Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 60
Fjármangs- streymisreikningur Innlendir geirar Útlönd Allir geirar
Heimili Peninga- stofnanir Fyrir- tæki Hið opinbera Samtals Samtals Samtals
Uppruni
Vergursparnaður X X X X X X X
Afskriftir X X X X X X
Hreinn sparnaður X X X X X X X
Fjármagnstilfærslurfráöðrum X X X X X X X
Ráðstöfun
Vergfjármunamyndun X X X X X X X
Fjármagnstilfærslur til annarra X X X X X X X
Breyting sjóðs,Iánareiknings
og annarra verðbréfa X X X X X X X
X táknar tölu, en ... táknar að viðkomandi færsla á ekki við eðli málsins samkvæmt.
í stað heildartekna heimilanna eins og þær eru sýndar í fyrri töflunni hér að ofan er iðulega fremur
miðað við ráðstöfunartekjur. En ráðstöfunartekjur eru þá skilgreindar sem samtala launa og
rekstrarafgangs, eignatekna að frádregnum eignaútgjöldum og tilfærslutekna að frádregnum tilfærslu-
útgjöldum. Ráðstöfunartekjur má raunar einnig skilgreina sem samtölu einkaneyslu og sparnaðar.
Innlendar þáttatekjur (laun og tengd gjöld og rekstrarafgangur) hvers geira eru einu færslurnar
teknamegin, sem ekki eru færðar gjaldamegin hjá öðrum geira. Þegar lagt er saman yfir alla geira
standa eftir innlendar þáttatekjur teknamegin, en útgjaldamegin stendur heildarneysla, þ.e. einka-
neysla og samneysla. Þegar lagt er saman yfir geira ganga tilfærsluútgjöld innlendra geira út á móti
tekjum og eftir standa nettó tilfærslur gagnvart útlöndum. Með sama hætti standa vaxtatekjur
innlendra geira á móti vaxtagjöldum innlendra geira, og eftir standa því nettó vaxtagjöld til útlanda.
Þannig stendur þjóðarframleiðslan frá framleiðsluhlið teknamegin (þ.e. landsframleiðsla að viðbætt-
um nettó þáttatekjum frá útlöndum) og nettó tilfærslur til útlanda. Þetta er nefnt ráðstöfunartekjur
þjóðarinnar. Nú gildir að ráðstöfunartekjum er hægt að ráðstafa annaðhvort til neyslu eða sparnaðar,
og eru því ráðstöfunartekjur þjóðarinnar jafnar neyslu og sparnaði. Á jöfnuformi má tákna þetta með
eftirfarandi hætti:
(3) Wd + Od + Tr + Oa + Wa + ÓB - F = NDI = C + G + S
Þar sem Wd táknar laun og tengd gjöld
Od rekstrarafgang
Tr tilfærslutekjur frá útlöndum, nettó
Oa eigna- og atvinnurekstrartekjur frá útlöndum, nettó
Wa launatekjur frá útlöndum, nettó
ÓB óbeina skatta
F framleiðslustyrki
NDI hreinar ráðstöfunartekjur þjóðarinnar
C einkaneyslu
G samneyslu
S sparnað
í fjármagnsstreymisreikningum er greint hvernig sparnaði er varið til fjármundamyndunar og til
peningalegs sparnaðar.
Samanburður við uppgjör vergrar landsframleiðslu frá ráðstöfunarhlið, sem tákna má með
eftirfarandi jöfnu,
(4) VLF = C + G + I + B + (X - M),
58