Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 49
með því að verðleggja báðar vörutegundirnar eða vöruafbrigðin á föstu verði áður en lagt er saman.
Dýrari vörutegundin er þá talin jafngilda auknum gæðum og þar með auknu magni. Magnvísitölur
einstakra útgjaldaliða í einkaneyslunni eins og þær birtast í þessari skýrslu eru fengnar með þessum
hætti. Engu að síður þótti ástæða til þess að fylla upp í myndina með því að birta einnig nokkra grófa
þyngdar- eða rúmmálsmælikvarða á nokkrum fæðutegundum. Þetta er gert í töflum 1.12 til 1.15.
í töflu 1.12 eru sýndar tölur um sykurneyslu íslendinga 1960-1987, bæði í heild og á hvern íbúa á
ári. Tölurnar byggja á upplýsingum úr Verslunarskýrslum Hagstofu íslands. Um er að ræða innfluttan
sykur að viðbættu sælgæti úrsykri t.d. brjóstsykur. Hér til viðbótar hefur verið talið innflutt súkkulaði.
Frá innfluttum sykri og sælgæti er aftur á móti dregin sykurnotkun í útflutningsiðnaði og fæst þannig
heildarneysla landsmanna á sykri. Áætlanir um sykurnotkun í útflutningsiðnaði eru m.a. gerðar í
samráði við Síldarútvegsnefnd. Tölur um sykurnotkun á íbúa sýna vaxandi neyslu undanfarin ár.
Tafla 1.13 hefur að geyma upplýsingar um þær heildarfjárhæðir sem varið er til kaupa á áfengi og
tóbaki samkvæmt einkaneysluuppgjörinu 1957-1987. Sömuleiðis er sýnt hversu stórt hlutfall útgjöldin
eru ef miðað er við verga landsframleiðslu 1957-1987. Samkvæmt þessum tölum er neysla áfengis og
tóbaks lækkandi hlutfall af landsframleiðslunni 1957-1987. Áfengisneysla á mann mæld í lítrum af
hreinum vínanda hefur samt rúmlega tvöfaldast á þessum 30 árum eins og fram kemur í töflu 1.15.
Sömuleiðis hefur tóbaksnotkun vaxið að magni eins og tölur í töflu 1.15 og 1.17 bera með sér.
í töflu 1.14 eru tekin dæmi um heildarneyslu íslendinga á nokkrum algengum fæðutegundum
1957-1987. Hérer um að ræða neyslu ásmjöri, kjöti, kartöflum, kaffi, sykri, fiski, eggjum, mjólk, öliog
gosdrykkjum. Hér til viðbótar eru tölur um neyslu áfengis og tóbaks. Nokkur atriði skulu nefnd til
skýringar.
Tölur um neyslu á mjólk og smjöri eru samkvæmt söluyfirlitum Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
Til viðbótar smjörsölu er fyrri hluta tímabilsins áætluð notkun á heimagerðu smjöri hjá framleiðend-
um. Hér er þó um óverulegt magn að ræða. Við smjörsöluna bætist einnig sala á smjörva frá haustinu
1981. Við tölur Framleiðsluráðs um sölu á mjólk bætist sömuleiðis áætluð notkun mjólkur á
bændaheimilum. Hér til viðbótar er einnig meðtalin sala á súrmjólk og jógúrt. Tölur um sölu á smjöri
og mjólk innihalda sömuleiðis notkun þessara vara í iðnaði og á veitingahúsum.
Kjötneysla 1957-1987 er í stórum dráttum samkvæmt söluskýrslum Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins. Bæði er um að ræða kjöt, sem fer beint til sölu í verslunum og einnig kjöt sem fer í kjötvinnsluna. Til
viðbótar er áætluð heimanotkun bænda meðtalin og einnig sala framleiðenda sjálfra beint til neytenda,
einkum framan af tímabilinu. Er þá stuðst við upplýsingar um kjöt sem framleiðendur taka heim af
búfé sem slátrað hefur verið í sláturhúsum. Neysla á innmat, svosem á hjörtum, lifur, blóðmör o.fl., er
ekki meðtalin í kjötneyslunni.
Varðandi kjötneyslu í heild er rétt að taka fram að samsetning sölunnar hefur tekið verulegum
breytingum 1957-1987. Neysla á svínakjöti, fuglakjöti og nautakjöti hefur t.d. aukist verulega á meðan
neysla kindakjöts og hrossakjöts hefur staðið í stað eða minnkað. í töflu 1.14 er sala allra tegundanna
lögð saman án tillits til þess hvort neysla verðmeiri kjöttegunda hafi verið meiri eða minni.
Kartöfluneysla landsmanna er samkvæmt framleiðsluskýrslum Framleiðsluráðs og söluskýrslum
Grænmetisverslunar landbúnaðarins, nú Ágætis h.f. Til viðbótar koma upplýsingar um innfluttar
kartöflur úr Verslunarskýrslum. Sömuleiðis er hér meðtalin heimanotkun bænda.
Upplýsingar um kaffineyslu landsmanna byggjast í fyrsta lagi á tölum úr skýrslum Hagstofunnar
um iðnaðarvöruframleiðsluna. Hér er að finna tölur um framleiðslu á brenndu og möluðu kaffi auk
framleiðslu á kaffibæti, sem nú er hætt. í þriðja lagi er byggt á innflutningstölum úr Verslunarskýrslum
um innflutt kaffi brennt og malað. í þriðja lagi var byggt á innflutningstölum Sambands íslenskra
samvinnufélaga og fleiri heildsölufyrirtækja til að áætla sölu á óbrenndum kaffibaunum til neytenda,
sem algeng var áður fyrr.
Helstu heimildir um fiskneyslu eru skýrslur Fiskifélags íslands um fiskafla og ráðstöfun hans. Til
viðbótar eru notaðar upplýsingar úr vísitölu framfærslukostnaðar, tölur frá Veiðimálastofnun auk
upplýsinga sem framleiðsluskýrslur Hagstofunnar veita um hráefni í niðursuðuiðnaði.
Upplýsingar um framleiðslu og neyslu á eggjum koma í fyrstu frá samtökum framleiðenda. Seinni
47