Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 56
hlutfall menntunarútgjalda af einkaneyslu vera í Svíþjóö 1986, 0,1% (0,2%). Næst koma Noregur og
ísland með þennan kostnað 0,4% (0,5%) af einkaneyslunni. Hins vegar segir lágt hlutfall ekkert um
heildarkostnað vegna menntunar þjóðanna, þar sem hlutur samneyslunnar er mismunandi eftir
löndum. Þessi ólíku hlutföll lýsa mismunandi skipulagi menntunar í löndum OECD. Þar sem hlutfallið
er hátt tekur hið opinbera takmarkaðan þátt í menntunarkostnaði, einkum á efri stigum og einkaskólar
eru algengir. Hlutur nemendanna sjálfra verður því umtalsverður í greiðslu skólagjalda og í kostnaði
við námsefni. Hér má nefna Bandaríkin sem dæmi um einkareknaskóla. Þar sem ríkisreknirskólareru
algengir og skólgjöld lág er þetta hlutfall aftur á móti í lægra meðallagi. Má hér t.d. nefna Svíþjóð, þar
sem hlutur samneyslunnar í menntunarkostnaði er verulegur.
Liðurinn, ýmsar vörur og þjónusta, hefur farið vaxandi í öllum samanburðarlöndunum nema
Svíþjóð þar sem hann hefur lækkað nokkuð. Hér er um að ræða útgjöld til kaupa á snyrtivörum og
-þjónustu og útgjöld á veitingahúsum og til kaupa á gistingu. Hér er ennfremur meðtalinn kostnaður
vegna líftrygginga og lífeyristrygginga, greiðslur fyrir bankaþjónustu, félagsgjöld o.fl.
Hlutfallslega eru þessi útgjöld hæst á Spáni 20,7% 1986 og í Englandi 19,6% (17,9%). Japanir
koma næstir með útgjöld sem nema 17,6% (14,0%) af einkaneyslunnni. A.m.k. hvað England varðar
eru ástæður hins háa hlutfalls óvenju hátt hlutfall útgjalda á veitinga- og gistihúsum, það hæsta sem
þekkist í þeim löndum sem tölurnar ná til. Samsvarandi tölur fyrir Spán og Japan eru ekki tiltækar
1986. Sama er að segja um sundurliðuð einkaneysluútgjöld í Englandi og á Spáni 1987.
Lægsta hlutfall í þennan málaflokk 1986 er hjá Svíum 6,3% (6,7%). Einnig eru Þjóðverjar og
Grikkir í lægri kantinum með hlutföll sem nema 8,3% (6,5% ) og 9,7% (8,2) af einkaneyslu. Til
samanburðar hafa íslendingar aukið hlut sinn nokkuð og nemur hlutfallið 11,8% (7,5%) einkaneysl-
unnar 1986. Ástæður fyrir auknu vægi þessa liðar á íslandi eru stóraukin útgjöld á veitinga- og
gistihúsum á undanförnum árum. Námu útgjöld íslendinga á veitinga- og gistihúsum 7,8% (4,7%)
einkaneyslunnar alls 1986. Til samanburðar var samsvarandi hlutfall á Islandi 1980 4,4% og 5,3% 1983.
Mjög mismunandi er hversu hár ferðakostnaður innlendra ferðamanna erlendis er. í flestum
tilfellum er þessi liður hlutfallslega vaxandi. Ef tekið er dæmi frá 1986 eru þessi útgjöld hæst hjá
Norðmönnum 7,1% (4,3%) og íslendingum 5,8% (3,2%). Næstir í röðinni koma Danir, Svíar og
Þjóðverjar þar sem þessi liður er á bilinu 4,1-4,6% einkaneyslu í viðkomandi löndum. Lægst hlutfall
ferðakostnaðar erlendis er hjá Japönum 0,7% (0,6%), Bandaríkjamönnum 1,0% (1,0%) og hjá
Spánverjum 1,2%.
Útgjöld erlendra ferðamanna sem hlutfall einkaneyslu er sömuleiðis mjög mismunandi. Hér
ræður að sjálfsögðu miklu hversu þróaður ferðamannaiðnaðurinn er og hvernig búið er að þessari
atvinnugrein. Líklegt er að þetta hlutfall sé hátt hjá þeim þjóðum, sem leggja mikið upp úr
ferðamannaþjónustu og hafa drjúgan hluta tekna sinna af slíkri starfsemi.
Ef tekið er mið af tölum 1986 eru útgjöld erlendra ferðamanna sem hlutfall af einkaneyslu hæst á
Spáni 8,2%, Grikklandi 6,8% (5,0%) og Portúgal 6,5%. Lægst er hlutfallið í Japan 0,1% (0,1%),
Bandaríkjunum 0,5% (0,5%) og Ástralíu þar sem það er 1,5% (0,7%). Öll þessi lönd búa við
óhagstæðan ferðamannajöfnuð þ.e.a.s. þjóðirnar eyða meiri gjaldeyri á ferðalögum erlendisheldur en
erlendir ferðamenn skilja eftir í landinu. Sömu sögu má segja um Þýskaland þar sem hlutfall þetta er
2,7% (2,3%). Þjóðverjar verja aftur á móti sem svarar 4,1% af einkaneyslu 1986 á ferðalögum sínum
erlendis.
Allar Norðurlandaþjóðirnar, nema Danir eyða hlutfallslega meiru á ferðalögum erlendis en sem
nemur tekjum þeirra af erlendum ferðamönnum á þessu sviði. Munar hér í flestum tilfellum miklu.
Útgjöld erlendra ferðamanna á íslandi námu 2,6% (2,5%) einkaneyslunnar 1986 en 2,7% 1987. Á
sama tíma var eyðsla íslendinga á ferðalögum erlendis 5,8% (3,2%) og 6,5% eða rúmlega helmingi
meiri en tekjur af erlendum ferðamönnum hérlendis. Sami munur kemur fram hjá Norðmönnum sem
eyða sem svarar 7,1% (4,3%) einkaneyslu 1986 á ferðalögum sínum erlendis. Á sama tíma eru tekjur af
erlendum ferðamönnum í Noregi sem svarar 3,0% (2,7%) einkaneyslu Norðmanna.
54