Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 33
stærð er dreginn hluti innfluttra tímarita og eftir stendur sú fjárhæð sem varið er til kaupa á innlendum
tímaritum.
Á sama hátt eru kaup á dagblöðum áætluð á grundvelli upplýsinga um útgjöld einstaklinga í
vísitölunni og upplýsinga um mannfjölda hverju sinni. Tölurnar eru að nokkru sannprófaðar með
upplýsingum um veltu stærstu dagblaðanna og veltubreytingum milli ára. Eftirlit Verslunarráðs með
upplagi blaða og tímarita kemur sömuleiðis að notum hér en þó hefur skort á upplýsingar um
heildarmarkaðinn.
Til að reikna smásöluverðmæti innlendra bóka, dagblaða og tímarita á föstu verðlagi er notuð
vísitöluaðferð. Verðvísitölur bóka, dagblaða og tímarita samkvæmt framfærsluvísitölunni eru hér
notaðar í þessum tilgangi.
7.4 Menntun.
Hér eru talin ýmis útgjöld vegna menntunar, svo sem skólagjöld, kostnaður við námsflokka og
kvöldskóla, tónlistarskóla, dansskóla, ökukennslu og annar skólakostnaður sem einstaklingar greiða
beint. Áætluð heildarútgjöld eru fundin með margföldun á fjölskyldufjölda og útgjöldum til þessara
hluta í grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar. Kostnaðurinn er reiknaður á föstu verði með
verðvísitölu sem byggir á áðurnefndum vísitöluútgjöldum.
8. Ýmsar vörur og þjónusta.
8.1 Snyrting og snyrtiþjónusta.
Hér er bæði um að ræða kaup á vörum og þjónustu. Hluti innlendra snyrtivara er áætlaður 15% af
veltu í atvinnugrein 319 sem er sápu- og þvottaefnaiðnaður. Áætlað er að 85% veltu í greininni séu
hreinlætisvörur en afgangurinn snyrtivörur sem taldar eru hér. Við veltuna á heildsöluverði er bætt
smásöluálagningu, samkvæmt heimildum Verðlagsstofnunar, og söluskatti eins og hann er á hverjum
tíma. Staðvirðing fer fram með vísitölum smásöluverðs framleiðsluvara sápu- og þvottaefnaiðnaðar
sem unnar eru upp úr vísitölu framfærslukostnaðar.
Þjónustuútgjöldin eru reiknuð út frá veltu hárgreiðslu- og snyrtistofa, atv.gr. 866, og rakara,
atv.gr. 865. Til að forðast tvítalningu er áætluð sala stofanna á snyrtivörum beint til neytenda dregin frá
heildarveltunni. Staðvirðing byggist á þjónustu hárskera samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar.
8.2 Einkamunir og skartgripir.
Kaup á innlendum skartgripum eru áætluð út frá tekjum í atv.gr. 394, skartvörugerð og
góðmálmasmíði. Við áætlað heildsöluverð í greininni er bætt smásöluálagningu og söluskatti og fæst
þannig áætlað smásöluverðmæti framleiðslunnar. Gert er ráð fyrir því að um helmingur smásöluverð-
mætisins sé innlend framleiðsla. Fastaverðið er reiknað með verðvísitölu skartgripa samkvæmt vísitölu
framfærslukostnaðar.
Til einkamuna teljast hér m.a. ýmsar ferðavörur svo sem svefnpokar, bakpokar, tjöld, tjalddýnur
o.fl. Hér eru einnig meðtaldar töskur og veski, möppur og hulstur, belti o.fl. Innlend framleiðsla á
einkamunum er áætluð samkvæmt skýrslum Hagstofunnar um iðnaðarvöruframleiðsluna. Þessi
framleiðsla er því næst verðlögð með einingarverði úr framfærsluvísitölunni. Smásöluverðmæti
einkamuna á föstu verði er sömuleiðis reiknað með einingarverðsaðferð þar sem breytilegt sölumagn
er margfaldað með verði vörunnar á staðvirðingarárinu.
8.3 Útgjöld á veitinga- og gistihúsum.
Upplýsingar um veltu veitingastaða eru fengnar úr atv.gr. 862 og 863 sem ná yfir starfsemi
veitinga- og gistihúsa. Þessar upplýsingar eru notaðar til að áætla heildarútgjöld á veitinga- og
gistihúsum. Á móti, og til þess að forðast tvítalningu, er matur, óáfengir drykkirog áfengi og tóbak sem
neytt er á þessu stöðum dregið frá viðeigandi liðum í einkaneysluuppgjörinu. Þetta er samkvæmt
iippgjörsreglum SNA.
Hér er sömuleiðis talin öll velta gistihúsanna, þ.m.t. seldar veitingar. Áætluð neysla matar og
31