Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Síða 33

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Síða 33
stærð er dreginn hluti innfluttra tímarita og eftir stendur sú fjárhæð sem varið er til kaupa á innlendum tímaritum. Á sama hátt eru kaup á dagblöðum áætluð á grundvelli upplýsinga um útgjöld einstaklinga í vísitölunni og upplýsinga um mannfjölda hverju sinni. Tölurnar eru að nokkru sannprófaðar með upplýsingum um veltu stærstu dagblaðanna og veltubreytingum milli ára. Eftirlit Verslunarráðs með upplagi blaða og tímarita kemur sömuleiðis að notum hér en þó hefur skort á upplýsingar um heildarmarkaðinn. Til að reikna smásöluverðmæti innlendra bóka, dagblaða og tímarita á föstu verðlagi er notuð vísitöluaðferð. Verðvísitölur bóka, dagblaða og tímarita samkvæmt framfærsluvísitölunni eru hér notaðar í þessum tilgangi. 7.4 Menntun. Hér eru talin ýmis útgjöld vegna menntunar, svo sem skólagjöld, kostnaður við námsflokka og kvöldskóla, tónlistarskóla, dansskóla, ökukennslu og annar skólakostnaður sem einstaklingar greiða beint. Áætluð heildarútgjöld eru fundin með margföldun á fjölskyldufjölda og útgjöldum til þessara hluta í grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar. Kostnaðurinn er reiknaður á föstu verði með verðvísitölu sem byggir á áðurnefndum vísitöluútgjöldum. 8. Ýmsar vörur og þjónusta. 8.1 Snyrting og snyrtiþjónusta. Hér er bæði um að ræða kaup á vörum og þjónustu. Hluti innlendra snyrtivara er áætlaður 15% af veltu í atvinnugrein 319 sem er sápu- og þvottaefnaiðnaður. Áætlað er að 85% veltu í greininni séu hreinlætisvörur en afgangurinn snyrtivörur sem taldar eru hér. Við veltuna á heildsöluverði er bætt smásöluálagningu, samkvæmt heimildum Verðlagsstofnunar, og söluskatti eins og hann er á hverjum tíma. Staðvirðing fer fram með vísitölum smásöluverðs framleiðsluvara sápu- og þvottaefnaiðnaðar sem unnar eru upp úr vísitölu framfærslukostnaðar. Þjónustuútgjöldin eru reiknuð út frá veltu hárgreiðslu- og snyrtistofa, atv.gr. 866, og rakara, atv.gr. 865. Til að forðast tvítalningu er áætluð sala stofanna á snyrtivörum beint til neytenda dregin frá heildarveltunni. Staðvirðing byggist á þjónustu hárskera samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar. 8.2 Einkamunir og skartgripir. Kaup á innlendum skartgripum eru áætluð út frá tekjum í atv.gr. 394, skartvörugerð og góðmálmasmíði. Við áætlað heildsöluverð í greininni er bætt smásöluálagningu og söluskatti og fæst þannig áætlað smásöluverðmæti framleiðslunnar. Gert er ráð fyrir því að um helmingur smásöluverð- mætisins sé innlend framleiðsla. Fastaverðið er reiknað með verðvísitölu skartgripa samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar. Til einkamuna teljast hér m.a. ýmsar ferðavörur svo sem svefnpokar, bakpokar, tjöld, tjalddýnur o.fl. Hér eru einnig meðtaldar töskur og veski, möppur og hulstur, belti o.fl. Innlend framleiðsla á einkamunum er áætluð samkvæmt skýrslum Hagstofunnar um iðnaðarvöruframleiðsluna. Þessi framleiðsla er því næst verðlögð með einingarverði úr framfærsluvísitölunni. Smásöluverðmæti einkamuna á föstu verði er sömuleiðis reiknað með einingarverðsaðferð þar sem breytilegt sölumagn er margfaldað með verði vörunnar á staðvirðingarárinu. 8.3 Útgjöld á veitinga- og gistihúsum. Upplýsingar um veltu veitingastaða eru fengnar úr atv.gr. 862 og 863 sem ná yfir starfsemi veitinga- og gistihúsa. Þessar upplýsingar eru notaðar til að áætla heildarútgjöld á veitinga- og gistihúsum. Á móti, og til þess að forðast tvítalningu, er matur, óáfengir drykkirog áfengi og tóbak sem neytt er á þessu stöðum dregið frá viðeigandi liðum í einkaneysluuppgjörinu. Þetta er samkvæmt iippgjörsreglum SNA. Hér er sömuleiðis talin öll velta gistihúsanna, þ.m.t. seldar veitingar. Áætluð neysla matar og 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.