Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 13
Annað álitamál er aðgreiningin milli einkaneyslu og aðfanga opinberrar þjónustu. Sú aðgreining
ræðst af tvennu:
1) Skipulagningu og eftirliti hins opinbera með þeirri þjónustu sem veitt er.
2) Valfrelsi einstaklings að því er tekur til þess hver veitir og með hvaða hætti þjónustan er innt af
hendi.
Sé skipulagning og eftirlit með þjónustunni að öllu leyti í höndum hins opinbera og valfrelsi
einstaklingsins þröngar skorður settar er litið á greiðslur fyrir slíka þjónustu sem kaup hins opinbera á
þjónustunni og þar með sem samneyslu.
Það eru einmitt markalínuvandamál af framangreindum toga sem í fjárhæðum ollu mestum
breytingum á einkaneyslunni þegar nýja reikningakerfið, SNA, var tekið upp. Mestu munar hér um
heilbrigðisþjónustuna en útgjöld hins opinbera vegna heilbrigðismála voru áður að stærstum hluta færð
sem tilfærslur til heimilanna og komu því fram sem einkaneysla hjá heimilunum. Þessu hefur nú verið
breytt með nýja reikingakerfinu en samkvæmt því eru útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála færð
sem samneysla.
Annað dæmi um mismun á nýja og gamla kerfinu er að finna í tegundaflokkun einkaneyslunnar. í
nýja kerfinu er t.d. til þess ætlast að útgjöld einstaklinga á veitinga- og gistihúsum séu öll færð undir
þann lið. í eldra kerfi var aftur á móti til þess ætlast að matur og drykkur, sem neytt var á þessum
stöðum, kæmi í viðkomandi fæðuflokk, en í liðinn hótel og veitingahús kæmi aðeins virði þeirrar
þjónustu sem veitt var, að frádregnu aðkeyptu hráefni.
3. Almenn lýsing verðlags hvers árs.
3.1 Heimildir og áœtlunaraðferðir.
Utgjöldum í einkaneyslu er í aðalatriðum skipt í 8 útgjaldaflokka samkvæmt samræmdu
þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1968 (SNA). Einkaneysluuppgjör fyrri ára
hefur nú verið aðlagað þessu kerfi þannig að um sambærilegt yfirlit er að ræða öll árin.
Samkvæmt þessu nýja þjóðhagsreikningakerfi skiptist einkaneyslan í aðalflokka sem hér segir:
1. Matur, drykkjarvara og tóbak
2. Fatnaður og skófatnaður
3. Húsnæði, ljós og hiti
4. Húsgögn, húsbúnaður, heimilistæki og heimilishald
5. Lyf og læknishjálp
6. Flutningatæki og samgöngur
7. Tómstundaiðja, skemmtanir, menntun og menningarmál
8. Ýmsar vörur og þjónusta
Samanlagt taka þessir átta flokkar einkaneyslu innanlands til alls sem nær til einkaneyslu bæði
innlendra og erlendra aðila innanlands. Til viðbótar er leiðréttingaliðnum „útgjöld íslendinga
erlendis1' bætt við og „útgjöld erlendra manna á íslandi" dregin frá. Fæst þá einkaneysla innlendra aðila
sem að jafnaði er átt við þegar talað er um einkaneyslu.
Við áætlanir á einkaneyslu á íslandi hefur verkinu verið skipt í tvo hluta sem m.a. helgast af þeim
heimildum sem byggt er á. Annars vegar er smásöluverðmæti innfluttra vara áætlað og hins vegar
reiknað smásöluvirði innlendra vara og þjónustu.
Verðmæti innfluttra vara er áætlað á grundvelli upplýsinga úr verslunarskýrslum Hagstofu íslands
sem Þjóðhagsstofnun fær nú á tölvutæku formi frá SKÝRR. Þessar skrár hafa að geyma upplýsingar um
innflutningsverðmæti eftir tollnúmerum og tolla sem á hverja vörutegund eru lagðir. Til viðbótar er
safnað gögnum um vörugjöld, innlendan kostnað við uppskipun og akstur, jöfnunargjald, meðalálagn-
ingu í heildsölu og smásölu og söluskatt þegar við á.
Að öllum þessum upplýsingum fengnum er smásöluvirði innfluttra vara áætlað í hverju tollnúmeri
um sig. Að síðustu er tekið tillit til þess hvort innflutta varan fer öll eða að hluta í neyslu eða henni er
ráðstafað sem aðföng til innlendrar framleiðslu eða til fjárfestingar.
Hér á eftir er sýnt dæmi um verðreikning á innfluttri vöru frá innflutningsverði cif til smásöluverðs:
11