Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 18
Þessi aðferð er notuð við fastaverðsreikninginn í flestum þeim tilvikum þegar ítarlegar upplýsingar
liggja fyrir um magn í einstökum skýrt afmörkuðum vöruflokkum. Má hér t.d. nefna neyslu flestra
innlendra landbúnaðarafurða.
Helstu heimildir um einingarverð, sem notað er til að reikna útgjöld á föstu verðlagi, eru
framfærsluvísitalan, verðlistar Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Mjólkursamsölunnar, Osta- og smjör-
sölunnar o.fl. Ennfremur eru upplýsingar um einingarverð frá Pósti ogsíma, Rafmagnsveitum ríkisins,
Hitaveitu Reykjavíkur, Orkustofnun, Flugleiðum hf. og fleiri fyrirtækjum og stofnunum.
4.3 Vísitöluaðferð.
Vísitöluaðferðin er fólgin í því að nota verðvísitölur sem sýna verðbreytingar vara og þjónustu frá
grunnári. Fastaverðið er fundið með því að deila verðvísitölunni upp í útgjöldin á verðlagi hvers árs og
margfalda síðan með 100. Lýsa má aðferðinni með eftirfarandi jöfnu:
verðmæti á verðl. ársins Pt*Qt
V = _______________________________=_______________________________= P0*Qt
verðvísitala Pt*Qt/P0*Qt
V : verðmæti vörunnar á verðlagi grunnársins
P0 : einingarverð vörunnar á grunnárinu
Qt : magn tiltekinnar vöru á árinu t
Pt : einingarverð vörunnar á árinu t
Vísitöluaðferðin er einkum notuð þar sem áætlanir um verðlag hvers árs byggjast á veltu eða
verðmætistölum en ekki beinni margföldun magns og verðs. Má hér t.d. nefna fastaverðsreikning á
innflutta hluta einkaneyslunnar og húsnæðiskostnað á föstu verði.
Heimildir vísitöluaðferðarinnar eru einkum vísitölur framfærslukostnaðar, byggingarkostnaðar,
lánskjara, kaupgjalds og gengis. Auk þess eru einstaka vísitölur reiknaðar eftir upplýsingum um
einingarverð.
Sem dæmi um vísitöluaðferðina má nefna innfluttar neysluvörur. Verðmæti á verðlagi hvers árs er
byggt á innfluttu verðmæti í hverju tollnúmeri. Staðvirðingin fer hins vegar ekki fram með þeim hætti
að innflutt magn hvers árs sé verðlagt á meðalverði í hverju tollnúmeri á grunnári. Ástæðan er sú að
engin vissa er fyrir því að ekki hafi orðið gæðabreytingar innan hvers tollnúmers frá grunnári til líðandi
árs. Þess í stað er fundin verðvísitala fyrir hvert tollnúmer með því að „para“ saman ákveðin tollnúmer
og viðeigandi vörunúmer úr vísitölu framfærslukostnaðar.
Til þess að gefa hugmynd um mikilvægi hvorrar aðferðar um sig er hér tekið dæmi frá árinu 1983.
Vog er miðuð við útgjöldin 1983 á verðlagi 1980.
Vog % m.v.
útgjöld 1983
á föstu verði
Aðferð 1980
Vísitöluaðferð ........................ 85%
Einingarverðsaðferð ................... 15%
Eins og sjá má af þessu dæmi er vísitöluaðferðin mun algengari miðað við vægi útgjalda 1983, á
föstu verði 1980. Af stórum liðum má t.d. nefna innfluttar vörur sem reiknaðar eru á föstu verði með
þessari aðferð. Sömuleiðis er aðferðinni beitt við flesta þjónustuliði einkaneyslunnar, húsnæðiskaflann
og stóran hluta útgjalda vegna samgangna.
Innlendar landbúnaðarvörur eru hins vegar staðvirtar með einingarverðsaðferðinni og flestar
innlendar iðnaðarvörur sem á verðlagi hvers árs eru áætlaðar með margföldun magns og einingarverðs.
16