Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 18

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 18
Þessi aðferð er notuð við fastaverðsreikninginn í flestum þeim tilvikum þegar ítarlegar upplýsingar liggja fyrir um magn í einstökum skýrt afmörkuðum vöruflokkum. Má hér t.d. nefna neyslu flestra innlendra landbúnaðarafurða. Helstu heimildir um einingarverð, sem notað er til að reikna útgjöld á föstu verðlagi, eru framfærsluvísitalan, verðlistar Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Mjólkursamsölunnar, Osta- og smjör- sölunnar o.fl. Ennfremur eru upplýsingar um einingarverð frá Pósti ogsíma, Rafmagnsveitum ríkisins, Hitaveitu Reykjavíkur, Orkustofnun, Flugleiðum hf. og fleiri fyrirtækjum og stofnunum. 4.3 Vísitöluaðferð. Vísitöluaðferðin er fólgin í því að nota verðvísitölur sem sýna verðbreytingar vara og þjónustu frá grunnári. Fastaverðið er fundið með því að deila verðvísitölunni upp í útgjöldin á verðlagi hvers árs og margfalda síðan með 100. Lýsa má aðferðinni með eftirfarandi jöfnu: verðmæti á verðl. ársins Pt*Qt V = _______________________________=_______________________________= P0*Qt verðvísitala Pt*Qt/P0*Qt V : verðmæti vörunnar á verðlagi grunnársins P0 : einingarverð vörunnar á grunnárinu Qt : magn tiltekinnar vöru á árinu t Pt : einingarverð vörunnar á árinu t Vísitöluaðferðin er einkum notuð þar sem áætlanir um verðlag hvers árs byggjast á veltu eða verðmætistölum en ekki beinni margföldun magns og verðs. Má hér t.d. nefna fastaverðsreikning á innflutta hluta einkaneyslunnar og húsnæðiskostnað á föstu verði. Heimildir vísitöluaðferðarinnar eru einkum vísitölur framfærslukostnaðar, byggingarkostnaðar, lánskjara, kaupgjalds og gengis. Auk þess eru einstaka vísitölur reiknaðar eftir upplýsingum um einingarverð. Sem dæmi um vísitöluaðferðina má nefna innfluttar neysluvörur. Verðmæti á verðlagi hvers árs er byggt á innfluttu verðmæti í hverju tollnúmeri. Staðvirðingin fer hins vegar ekki fram með þeim hætti að innflutt magn hvers árs sé verðlagt á meðalverði í hverju tollnúmeri á grunnári. Ástæðan er sú að engin vissa er fyrir því að ekki hafi orðið gæðabreytingar innan hvers tollnúmers frá grunnári til líðandi árs. Þess í stað er fundin verðvísitala fyrir hvert tollnúmer með því að „para“ saman ákveðin tollnúmer og viðeigandi vörunúmer úr vísitölu framfærslukostnaðar. Til þess að gefa hugmynd um mikilvægi hvorrar aðferðar um sig er hér tekið dæmi frá árinu 1983. Vog er miðuð við útgjöldin 1983 á verðlagi 1980. Vog % m.v. útgjöld 1983 á föstu verði Aðferð 1980 Vísitöluaðferð ........................ 85% Einingarverðsaðferð ................... 15% Eins og sjá má af þessu dæmi er vísitöluaðferðin mun algengari miðað við vægi útgjalda 1983, á föstu verði 1980. Af stórum liðum má t.d. nefna innfluttar vörur sem reiknaðar eru á föstu verði með þessari aðferð. Sömuleiðis er aðferðinni beitt við flesta þjónustuliði einkaneyslunnar, húsnæðiskaflann og stóran hluta útgjalda vegna samgangna. Innlendar landbúnaðarvörur eru hins vegar staðvirtar með einingarverðsaðferðinni og flestar innlendar iðnaðarvörur sem á verðlagi hvers árs eru áætlaðar með margföldun magns og einingarverðs. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.