Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 45
Fjórða og næst síðasta neyslukönnunin fór fram á árunum 1978 og 1979. Þátttaka var bundin við
hjón með eða án barna 17 ára eða yngri á árinu 1978 og mátti heimilisfaðir ekki vera eldri en 66 ára á
árinu 1978. Þrjár fyrstu neyslukannanirnar áttu það sammerkt að vera bundnar við Reykjavík
eingöngu, en neyslukönnun 1978/1979 tók til launþega á öllu Höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt voru
gerðar umfangsminni kannanir á 5 stöðum utan þess. Endanlega urðu þátttakendur 176 fjölskyldur og
reyndist meðalstærð fjölskyldu 3,66 einstaklingar, þ.e. 1,66 börn auk foreldra. Til samanburðar var
meðalstærð fjölskyldu í fyrri grundvelli 1,98 börn, auk foreldra. Neyslukönnunin 1978/1979 varð
grundvöllur að nýrri vísitölu framfærslukostnaðar með grunntölu 100 í febrúar 1984.
Þótt síðasta neyslukönnunin 1985/1986 væri svipuð þeirri, sem gerð var á árunum 1978 og 1979, var
hún þó að sumu leyti frábrugðin. Könnunin náði jafnt til einhleypinga og hjóna, með eða án barna,
foreldra eða annarra heimilismanna og án tillits til aldurs barna. Fyrri kannanir tóku hins vegar
eingöngu til hjóna, þó ekki til hjóna með börn yfir 17 ára aldri. Könnunin náði bæði til fjölskyldna
launþega og sjálfstæðra atvinnurekenda, en fyrri kannanir hafa eingöngu tekið til fjölskyldna
launþega. Könnunin náði til 376 fjölskyldna af öllu landinu alls 1308 einstaklinga. Að meðaltali voru
því í hverri fjölskyldu 3,48 einstaklingar en meðalstærð þeirra fjölskyldna, sem tóku þátt í könnuninni
1978/1979 var 3,66 einstaklingar. Nýr grundvöllur vísitölu framfærslukostnaðar nreð grunntölu 100 tók
gildi í maí 1988.
Fróðlegt er að skoða þróun útgjalda í grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar, sem byggja á
neyslukönnunum Hagstofunnar undanfarin ár og áratugi. Hér er í þessu skyni gerður samanburður á
þremur síðustu neyslukönnunum, 1964/1965, 1978/1979 og 1985/1986. í töflum 3.1 og 3.2 er
útgjaldaskiptingin sýnd á verðlagi þegar skipt er um vísitölugrundvöllinn, þ.e.a.s. 1. febrúar 1984 og 1.
maí 1988. Þessi yfirlit segja ýmislegt um breytingar á neysluvenjum launþega á tímabilinu 1964/1965 til
1978/1979 annars vegar og á tímabilinu 1978/1979 til 1985/1986 hins vegar. Til upplýsinga skal hér getið
nokkurra útgjaldaliða á grunntíma tveggja síðustu grundvalla, 1. febrúar 1984 og 1. maí 1988. Athygli
vekur mikil aukning á útgjöldum milli neyslukannana 1964/1965 og 1978/1979. Sýna þessar miklu
breytingar hversu mikilvægt er að endurskoða vístölugrundvöllinn reglulega. Jafnframt má vera ljóst
að hæpið er að líta á heildarútgjöldin sem einhvern mælikvarða á lámarks framfærslutekjur heimil-
annna.
Hlutfallsleg skipting útgjalda í grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar.
Verðlag í febrúarbyrjun 1984 Verðlag í maíbyrjun 1988
Neyslukönnun 1964/1965 Neyslukönnun 1978/1979 Neyslukönnun 1978/1979 Neyslukönnun 1985/1986
þús.krónur % þús.krónur % þús.krónur % þús.krónur %
Matvörur 113.4 32.2 125.6 21.3 355.0 24.6 337.7 20.6
Drykkjarvörurogtóbak . . . . 18.0 5.1 26.5 4.5 75.1 5.2 71.1 4.3
Fatnaður 40.9 11.6 50.3 8.5 134.5 9.3 128.5 7.8
Húsnæði 26.4 7.5 65.0 11.0 145.9 10.1 210.1 12.8
Rafmagnoghiti 18.8 5.3 32.1 5.5 52.1 3.6 56.1 3.4
Húsgögnogheimilisbúnaður . 24.1 6.9 51.9 8.8 120.2 8.3 120.9 7.4
Heilsuvernd 6.5 1.8 10.0 1.7 32.9 2.3 37.9 2.3
Flutningatæki ogsamgöngur . 53.2 15.1 110.9 18.8 220.0 15.2 310.1 18.9
Eigin flutningatæki 39.1 11.1 94.5 16.0 186.3 12.9 257.5 15.7
Annað 14.1 4.0 16.4 2.8 33.7 2.3 52.6 3.2
Tómstundaiðkunogmenntun . 27.6 7.8 59.6 10.1 155.3 10.8 180.8 11.0
Ýmsarvörurogþjónusta . . . . 22.9 6.5 56.9 9.7 152.7 10.6 185.1 11.3
Útgjöld alls 351.8 100.0 588.8 100.0 1443.7 100.0 1638.3 100.0
Ef litið er á matvöruliðinn í heild er vægi hans í nýja grundvellinum 20,6% en hlutdeild matvöru í
fyrri vísitölu á grunntíma hennar 1. febrúar 1984 var 21,3%. Þessi hlutdeild er 1. maí 1988 komin í
24,6%, vegna verulega meiri verðhækkana á matvöru en orðið hafa á öðrum vísitöluliðum. Hlutdeild
43