Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Síða 11

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Síða 11
lægri niðurstöður. Að mati Þjóðhagsstofnunar er það eitt af þýðingarmestu verkefnum á sviði þjóðhagsreikningagerðar að leitast við að samræma þessar niðurstöður eftir því sem kostur er. Eins og áður segir er tilgangur þjóðhagsreikninga að setja fram tölulega og á kerfisbundinn hátt yfirlit yfir efnahagsstarfsemina í þjóðarbúskapnum í heild. Áhersla er lögð á heildarmyndina og því þarf iðulega að byggja á misjafnlega traustum heimildum. Þess eru einnig allmörg dæmi að geta þurfi í eyður fyrirliggjandi heimilda og vega og meta heimildir eða vísbendingar þegar þær stangast á. Allt er þetta gert til þess að fá tímaraðir sem eru samræmdar og samfelldar og lýsa breytingum á einstökum stærðum frá ári til árs, bæði á verðlagi hvers árs og einnig á föstu verðlagi eins og nánar verður lýst í 4. kafla hér á eftir. Áherslan á samræmdar tímaraðir veldur því einnig að iðulega reynist nauðsynlegt að endurskoða þjóðhagsreikningatölur sem áður hafa verið birtar vegna þess að nýjar og betri heimildir fást. Annað tilefni til þess að endurskoða áður birtar þjóðhagsreikningatölur gefst þegar kerfisbreyt- ingar verða á þeim alþjóðlegu stöðlum sem Sameinuðu þjóðirnar leggja til að notaðar séu. Síðasta endurskoðun af þessu tagi varð áárinu 1968 er Sameinuðu þjóðirnar gáfu út núgildandi þjóðhagsreikn- ingakerfi, „A System of National Accounts" SNA, sem áður var vitnað til. Aðlögun íslenskra þjóðhagsreikninga að þessu kerfi lauk að hluta á árinu 1985 en þá voru allar þjóðhagsreikningatölur frá 1980 og síðar samræmdar hinu nýja kerfi. Gerð var grein fyrir þessari endurskoðun í skýrslu nr. 4 í ritröð Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsreikninga en hún kom út á miðju árinu 1985. Síðla árs 1986 var síðan lokið við að samræma tölur áranna fyrir 1980 hinu nýja þjóðhagsreikningakerfi og eftir það hafa allar tölur frá Þjóðhagsstofnun verið í samræmi við hið nýja kerfi. 1.2 Einkaneyslan í samhengi annarra þjóðhagsstærða. Af framansögðu má ljóst vera að einkaneyslurannsóknir eru liður í fyrsttöldu aðferðinni, þ.e. ráðstöfunaruppgjörinu. Þessar rannsóknir eiga sér jafnlanga sögu hérlendis og ráðstöfunaruppgjörið. Elstu tölur samkvæmt þessari aðferð ná aftur til ársins 1957 og er þessari skýrslu því ætlað að ná til alls þess tíma sem samfelldar einkaneyslurannsóknir spanna. Við vinnslu ráðstöfunaruppgjörsins notfæra menn sér þá staðreynd, að þeim verðmætum, sem myndast í þjóðarbúskapnum, er jafnframt ráðstafað, annaðhvort til neyslu eða fjárfestingar (þ.m.t. birgðabreytinga). Summa þessara tveggja liða að viðbættum útflutningi en að frádregnum innflutningi vöru og þjónustu, er þá jöfn landsframleiðslunni. Samhengi þessara þjóðhagsstærða má tákna á jöfnuformi með eftirfarandi hætti: GDP= C + G +1 + B + (X - M) þar sem GDP táknar : verga Iandsframleiðslu C “ : einkaneyslu G “ : samneyslu I “ : fjárfestingu B “ : birgðabreytingu X “ : útflutning vöru og þjónustu M “ : innflutning vöru og þjónustu Neyslunni hefur hér verið skipt í tvennt, einkaneyslu og samneyslu, og birgðabreytingar eru sýndar sérstaklega. Þetta form þjóðhagsreikninga er sennilega það sem algengast er og oftast birt. Jöfnuformið gefur til kynna að með því að meta sjálfstætt hvern einstakan lið í hægri hlið jöfnunnar, þ.e. einkaneyslu, samneyslu o.s.frv., megi að lokum fá niðurstöðu um verðmæti landsframleiðslunnar. Þessi skýrsla fjallar um einn þátt ráðstöfunarinnar, þ.e. einkaneysluna. Á árinu 1986 var innbyrðis skipting þessara liða sem hér segir: 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.