Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 26
4. Húsgögn, húsbúnaður, heimilistœki og heimilishald.
Hér er útgjöldum skipt í fimm kafla sem reiknaðir eru sérstaklega. Um er að ræða ýmsar
neysluvörur til heimilisnota ,t.d. húsgögn, heimilistæki, búsáhöld o.fl., og viðgerðir á þeim. Hér er
einnig meðtalin aðkeypt þjónusta við heimilishaldið, svo sem gæsla barna og greiðslur fyrir heimilisað-
stoð.
4.1 Húsgögn og teppi.
4101 Húsgögn.
Innflutt húsgögn eru reiknuð til smásöluverðs á venjulegan hátt. Innlend húsgögn til einkanota eru
reiknuð út frá tekjum í atv.gr. 261-262, húsgagna- og innréttingasmíði, með því að reikna upp
smásöluvirði í þessari grein á svipaðan hátt og áður er lýst. Hins vegar þarf að greina innréttingasmíð-
ina frá húsgagnagerðinni því öll innréttingasmíði telst til fjárfestingar og er því sleppt hér. Hlutdeild
innréttinga í smásöluverðinu er áætluð út frá tölum um fjármunamyndun í íbúðarhúsum, skólum,
sjúkrahúsum og verslunar- og gistihúsum og hlutfalli innréttinga í byggingarkostnaði skv. kostnaðar-
kerfi Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Sömuleiðis er stuðst við kannanir Félags húsgagna-
og innréttingaframleiðenda á skiptingu veltunnar. Lætur nærri að sala innlendra húsgagna sé um 1/3
allrar veltunnar nú, en hlutdeild húsgagnaveltunnar hefur minnkað verulega undanfarin ár.
Hluti húsgagna af smásöluverðinu er síðan reiknaður á föstu verði með vísitölu smásöluverðs í
húsgagna- og innréttingasmíði samkvæmt framfærsluvísitölu, sbr. töflu 6.4. í atvinnuvegaskýrslu 1986.
4102 Viðgerðir á húsgögnum.
Áætlanir um kostnað við viðgerðir á húsgögnum eru gerðar samkvæmt meðalútgjöldum á hverja
fjölskyldu í grunni framfærsluvísitölunnar frá 1968 og síðar með hliðsjón af upplýsingum vísitölunnar
sem tók gildi 1/2 1984. Byggjast þær upplýsingar á neyslukönnun sem Hagstofan gerði 1978-1979.
Ársútgjöld á fjölskyldu eru færð upp með áætluðum fjölda fjölskyldna á landinu á hverju ári til að
fá fram heildarútgjöldin. Fast verðlag húsgagnaviðgerða er reiknað á sama hátt út frá tölum um
fjölskyldufjölda og útgjöld meðalfjölskyldu í vísitölu framfærslukostnaðar á staðvirðingarárinu.
4103 Teppi.
Föst teppi á gólf eru ekki talin með einkaneyslu heldur fjárfestingu. Sama er að segja um gólfdúk
og eldavélar. Hvort tveggja telst til byggingarkostnaðar og er því fært með fjárfestingu í þjóðhagsreikn-
ingunum. Aftur á móti eru innflutt laus teppi og mottur meðtalin hér. Fastaverðið er reiknað með
verðvísitölu teppa samkvæmt framfærsluvísitölunni.
4.2 Húsbúnaður.
4201 Vefnaðarvörur.
Hérer um að ræða kaup á ýmsum vefnaðarvörum til heimila. Má t.d. nefnasængur, kodda, ver og
lök, ábreiður, gardínuefni, borðdúka o.fl. Til að áætla sölu á innlendri framleiðslu eru teknar tölur úr
skýrslum Hagstofunnar um iðnaðarvöruframleiðslu og þær síðan verðlagðar með einingarverði úr
vísitölu framfærslukostnaðar. Útgjöldin á föstu verði eru fundin með einingarverðsaðferð þar sem
magn varanna er margfaldað með verði þeirra á staðvirðingarárinu.
4.3 Heimilistæki.
4301 Kaup á heimilistækjum.
Hér eru einungis talin innflutt heimilistæki, en innlendri framleiðslu hefur verið sleppt þar sem
vörurnar falla undir fjárfestingu. Má hér t.d. nefna innlenda framleiðslu á eldavélum og þilofnum.
Sömu reglu er fylgt um kaup á innfluttum eldavélum; þær teljast til fjárfestingar. Smásöluverðmæti
innfluttra heimilistækja á föstu verðlagi er fundið með verðvísitölum sem byggjast á sambærilegum
útgjöldum í framfærsluvísitölunni.
24