Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 26

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 26
4. Húsgögn, húsbúnaður, heimilistœki og heimilishald. Hér er útgjöldum skipt í fimm kafla sem reiknaðir eru sérstaklega. Um er að ræða ýmsar neysluvörur til heimilisnota ,t.d. húsgögn, heimilistæki, búsáhöld o.fl., og viðgerðir á þeim. Hér er einnig meðtalin aðkeypt þjónusta við heimilishaldið, svo sem gæsla barna og greiðslur fyrir heimilisað- stoð. 4.1 Húsgögn og teppi. 4101 Húsgögn. Innflutt húsgögn eru reiknuð til smásöluverðs á venjulegan hátt. Innlend húsgögn til einkanota eru reiknuð út frá tekjum í atv.gr. 261-262, húsgagna- og innréttingasmíði, með því að reikna upp smásöluvirði í þessari grein á svipaðan hátt og áður er lýst. Hins vegar þarf að greina innréttingasmíð- ina frá húsgagnagerðinni því öll innréttingasmíði telst til fjárfestingar og er því sleppt hér. Hlutdeild innréttinga í smásöluverðinu er áætluð út frá tölum um fjármunamyndun í íbúðarhúsum, skólum, sjúkrahúsum og verslunar- og gistihúsum og hlutfalli innréttinga í byggingarkostnaði skv. kostnaðar- kerfi Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Sömuleiðis er stuðst við kannanir Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda á skiptingu veltunnar. Lætur nærri að sala innlendra húsgagna sé um 1/3 allrar veltunnar nú, en hlutdeild húsgagnaveltunnar hefur minnkað verulega undanfarin ár. Hluti húsgagna af smásöluverðinu er síðan reiknaður á föstu verði með vísitölu smásöluverðs í húsgagna- og innréttingasmíði samkvæmt framfærsluvísitölu, sbr. töflu 6.4. í atvinnuvegaskýrslu 1986. 4102 Viðgerðir á húsgögnum. Áætlanir um kostnað við viðgerðir á húsgögnum eru gerðar samkvæmt meðalútgjöldum á hverja fjölskyldu í grunni framfærsluvísitölunnar frá 1968 og síðar með hliðsjón af upplýsingum vísitölunnar sem tók gildi 1/2 1984. Byggjast þær upplýsingar á neyslukönnun sem Hagstofan gerði 1978-1979. Ársútgjöld á fjölskyldu eru færð upp með áætluðum fjölda fjölskyldna á landinu á hverju ári til að fá fram heildarútgjöldin. Fast verðlag húsgagnaviðgerða er reiknað á sama hátt út frá tölum um fjölskyldufjölda og útgjöld meðalfjölskyldu í vísitölu framfærslukostnaðar á staðvirðingarárinu. 4103 Teppi. Föst teppi á gólf eru ekki talin með einkaneyslu heldur fjárfestingu. Sama er að segja um gólfdúk og eldavélar. Hvort tveggja telst til byggingarkostnaðar og er því fært með fjárfestingu í þjóðhagsreikn- ingunum. Aftur á móti eru innflutt laus teppi og mottur meðtalin hér. Fastaverðið er reiknað með verðvísitölu teppa samkvæmt framfærsluvísitölunni. 4.2 Húsbúnaður. 4201 Vefnaðarvörur. Hérer um að ræða kaup á ýmsum vefnaðarvörum til heimila. Má t.d. nefnasængur, kodda, ver og lök, ábreiður, gardínuefni, borðdúka o.fl. Til að áætla sölu á innlendri framleiðslu eru teknar tölur úr skýrslum Hagstofunnar um iðnaðarvöruframleiðslu og þær síðan verðlagðar með einingarverði úr vísitölu framfærslukostnaðar. Útgjöldin á föstu verði eru fundin með einingarverðsaðferð þar sem magn varanna er margfaldað með verði þeirra á staðvirðingarárinu. 4.3 Heimilistæki. 4301 Kaup á heimilistækjum. Hér eru einungis talin innflutt heimilistæki, en innlendri framleiðslu hefur verið sleppt þar sem vörurnar falla undir fjárfestingu. Má hér t.d. nefna innlenda framleiðslu á eldavélum og þilofnum. Sömu reglu er fylgt um kaup á innfluttum eldavélum; þær teljast til fjárfestingar. Smásöluverðmæti innfluttra heimilistækja á föstu verðlagi er fundið með verðvísitölum sem byggjast á sambærilegum útgjöldum í framfærsluvísitölunni. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.