Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 39
hefur orðið rúmlega 2.5-földun matarútgjalda og neysla tóbaks og áfengra drykkja rúmlega tvö- og
þrefaldast. Hins vegar hefur neysla óáfengra drykkja aukist mjög mikið eða nær ellefufaldast 1957-
1987.
Kaup á fatnaði hafa einnig aukist umfram meðaltal en útgjöld vegna húsnæðis, ljóss og hita og
lyfja- og lækniskostnaðar hafa aukist minna en meðaltalið, eða einungis rúmlega þrefaldast. Hvað
kostnað við lyf og læknishj álp varðar má nefna að iðgjöld til sj úkrasamlaga voru afnumin 1971 og skýrir
það að hluta minni magnaukningu en meðaltalið segir til um. Kaup á húsgögnum, heimilistækjum o.fl.
aukast sömuleiðis mjög mikið, tæplega tífaldast. Sömu sögu er að segja um kostnað við samgöngur,
kaup bifreiða og rekstur þeirra. í þessum lið aukast kaup á bifreiðum og hjólum ein sér rúmlega
fjörutíufalt ef litið er á allt tímabilið 1957-1987 en aðeins ellefufalt ef síðustu tveimur árunum er sleppt.
Ástæður þessa eru hinar miklu sveiflur í innkaupum einstök ár sem sést t.d. á því að innflutningur
bifreiða er tæplega fjórfalt meiri á föstu verði 1987 en 1985.
Útgjöld til ýmiss konar tómstundaiðju, skemmtana, menntunar og menningarmála rúmlega
sexfaldast 1957-1987. Munar hér mest um aukin útgjöld til tómstundaiðkunar og skemmtana samfara
breyttum þjóðfélagsháttum. Ýmsar vörur og þjónusta tæplega ellefufaldast á tímabilinu. Hér er
einkum um að ræða tæplega níföldun útgjalda við kaup á snyrtivörum og snyrtiþjónustu og á útgjöldum
vegna veitinga- og gistihúsa.
Útgjöld vegna ferðalaga íslendinga erlendis hafa nokkurn veginn haldist í hendur við aukningu á
útgjöldum erlendra manna á íslandi þegar á heildina er litið. Báðir þessir liðir rúmlega ellefufaldast
1957-1987. Samhliða stórauknum ferðalögum íslendinga til annarra landa hefur ferðamannastraumur
til landsins aukist jafnt og þétt. Einkaneysla innanlands hefur því í heildina aukist svipað 1957-1987 og
einkaneysluútgjöld alls.
Hlutfallsleg skipting einkaneyslu 1957-1987.
M.v. verðlag hvers árs.
1957 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1987
Matur, drykkjarvara og tóbak 34.70 33.40 31.70 30.80 28.90 26.00 26.00 22.20
Fatnaður 11.10 11.60 11.80 10.40 8.90 9.60 9.50 10.00
Húsnæði.ljósoghiti Húsgögn. húsbúnaður, heimilishald 24.70 22.50 19.80 17.20 18.50 16.80 15.90 13.20
ogheimilistæki 7.90 9.40 9.00 10.70 10.40 13.30 10.00 10.70
Lyfoglæknishjálp 2.00 1.70 2.30 2.70 1.30 1.30 1.50 1.60
Flutningatækiogsamgöngur Tómstundaiðja, skemmtanir. 8.50 10.00 11.90 14.00 15.80 15.70 15.50 17.90
menntunogmenningarmál 6.00 6.10 6.10 6.30 7.20 7.50 8.30 8.20
Ymsarvörurogþjónusta 4.30 4.40 5.70 7.30 7.90 7.80 10.30 12.50
Einkaneyslainnanlandsalls 99.20 99.10 98.30 99.40 99.00 98.10 96.90 96.20
Útgjöldfslendingaerlendis 1.90 2.50 2.80 2.80 2.80 3.30 5.50 6.50
Útgjöld útlendinga á íslandi 1.10 1.60 1.10 2.20 1.80 1.40 2.50 2.70
Einkaneysla alls 100.00 100.00 100.00 100.00 100.00 100.00 100.00 100.00
Hér að framan hefur nú verið litið á þróun einkaneyslunnar og einstakra þátta hennar á föstu
verði, þ.e. breytingar á magni. Einnig kemur til álita að líta á þversnið einkaneyslunnar hvert ár fyrir
sig til þess að fá hlutfallslega skiptingu eftir útgjaldaflokkum. Þetta er gert í meðfylgjandi töflu og
jafnframt sýnt á mynd 5.
Þar kemur fram að nokkur breyting hefur orðið á neyslumynstri undanfarna áratugi. Hlutur
brýnustu lífsnauðsynja hefur farið lækkandi samfara bættum lífskjörum og breyttum neysluvenjum. í
byrjun sjöunda áratugarins vógu matarútgjöld þyngst í neyslu íslendinga. Námu útgjöld vegna matar,
drykkjarvara og tóbaks þannig tæpleg 35% allra neysluútgjalda 1957 en fóru lækkandi hlutfallslega
næstu ár og áratugi og eru nú tæplega 22% einkaneyslunnar.
Hlutur húsnæðiskostnaðar, þ.e.a.s. leiguígildis, ljóss og hita, hefur sömuleiðis farið hlutfallslega
lækkandi þrátt fyrir verulega bætt húsakynni. Þetta má m.a. rekja til þess að önnur útgjöld hafa aukist
37