Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 51
í gögnum OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París er að finna upplýsingar, sem varpa
ljósi á hvernig landsframleiðslu einstakra aðildarlanda er ráðstafað og einnig ýmsa mælikvarða eins og
þjóðartekjur á mann, einkaneyslu á mann o.fl. Hér verður einkum stuðst við árbækur OECD um
þjóðhagsreikninga, það er National Accounts 1975-1987, Volume 2, París 1989 og Historial Statistics
1960-1987, París 1989.
Hér á eftir verður fjallað um hlutfall einkaneyslu af vergri landsframleiðslu í OECD löndunum,
verga landsframleiðslu á mann í US dollurum að teknu tilliti til jafnvirðisgengis dollars, PPP, og
hlutfallslega skiptingu einkaneyslunnar tiltekin ár.
7.2 Hlutfall einkaneyslu af landsframleiðslu í löndum OECD.
Eins og fram kemur í töflu 1.4 hefur hlutfall einkaneyslu á íslandi verið rúmlega 60% af vergri
landsframleiðslu hin síðari ár. Þetta hlutfall var tæplega 65% 1960 og 1968 en lækkar nokkuð á áttunda
áratugnum og í byrjun þess níunda. Hlutur einkaneyslunnar hefur aftur á móti farið vaxandi allra
síðustu árin.
í töflu 5.1 er að finna tölur um hlutfall einkaneyslu af vergri landsframleiðslu í aðildarlöndum
OECD 1960, 1968,1974 og 1977-1987. Eins og vænta mátti er sá hluti landsframleiðslu, sem varið er til
einkaneyslu töluvert mismunandi eftir löndum. Á því tímabili sem tölurnar ná yfir, 1960-1987, hefur
hlutur einkaneyslunna víða farið minnkandi. Þetta á þó ekki við um hlutfall einkaneyslu í aðildarlönd-
unum alls. Hlutfall einkaneyslunnar hefur verið stöðugt undanfarin ár um 62% af landsframleiðslu í
OECD löndum alls. Vægi einkaneyslunnar var um 1% hærra 1960 eða 63% af vergri landsframleiðslu
en um 1-2% lægra 1968, 1974 og tímabilið 1977-1981.
Hlutfall einkaneyslu af vergri landsframleiðslu í OECD löndum.
Hlutfallstölur
1960 1968 1974 1977 1980 1984 1985 1986 1987
Bandaríkin 63.9 61.9 62.6 63.5 64.0 65.1 65.9 66.5 66.7
Japan 58.7 54.7 54.3 57.7 58.8 59.1 58.4 58.0 58.1
Þýskaland 56.8 56.4 54.2 57.0 56.9 57.2 56.7 55.3 55.3
Frakkland 59.7 59.3 57.5 58.2 58.9 60.8 61.1 60.5 60.9
Bretland 66.3 62.8 63.0 59.3 59.5 60.9 60.6 62.5 62.6
ftalía 59.7 59.7 60.3 60.3 61.0 61.0 61.5 61.6 61.7
Kanada 65.2 59.2 55.1 56.4 56.3 57.1 58.4 58.4
Austurríki 59.6 58.1 53.4 57.4 55.5 57.4 57.5 56.5 56.0
Belgía 69.2 63.7 59.8 61.9 62.9 64.8 65.5 64.5 64.3
Danmörk 62.0 58.8 54.3 56.9 55.9 54.5 54.8 54.7 54.1
Finnland 60.8 58.3 53.1 56.0 54.1 53.7 53.9 54.2 54.3
Grikkland 80.3 71.9 67.7 65.9 64.6 64.7 65.5 66.5 67.1
ísland 64.5 64.5 59.6 56.5 57.1 61.6 62.8 61.1 63.3
írland 76.6 71.0 68.4 64.1 65.8 58.6 58.9 60.0 58.1
Luxemborg 54.0 57.7 46.1 59.6 58.7 58.1 58.1 57.4 59.1
Holland 58.5 57.9 56.8 59.8 61.1 59.2 59.2 59.6 60.9
Noregur 59.2 55.2 51.0 54.3 47.4 46.6 49.1 54.2 52.9
Portúgal 73.1 68.5 72.7 72.0 67.3 70.7 67.9 66.0 66.2
Spánn 68.4 66.9 65.1 66.0 66.3 65.2 65.0 64.0 63.6
Svíþjóð 59.6 55.5 53.7 53.8 51.8 50.9 51.4 52.0 52.8
Sviss 62.4 59.9 59.1 63.7 63.6 62.9 61.9 59.8 59.0
Tyrkland 75.8 71.4 72.1 66.4 69.1 74.9 73.1 69.0 67.0
Ástralía 63.4 60.2 57.0 59.1 59.2 59.7 59.9 60.1 58.6
NýjaSjáland 67.6 66.4 63.2 61.7 62.0 58.4 58.9 58.1 58.4
OECD alls 63.0 60.5 59.4 60.6 60.7 61.9 62.3 62.0 61.8
Einkaneysla í Bandaríkjunum er nokkru hærri en í OECD löndum alls og nemur tæplega 67%
1987. Hefur vægi einkaneyslunnar aukist nokkuð frá 1960 og 1968. En hlutfall einkaneyslu nam 63,9%
af landsframleiðslu í Bandaríkjunum 1960 og 61,9% árið 1968. Á móti tiltölulega háu hlutfalli
einkaneyslu í Bandaríkjunum kemur að hlutur fjárfestingar er óvíða lægri.
4
49