Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 35
6. Einkaneysla 1957-1987, helstu niðurstöður.
6.1 Inngangur.
í þessum hluta skýrslunnar verður leitast við að draga saman helstu niðurstöður og lýsa
breytingum einkaneyslunnar og einstakra hluta hennar frá því reglulegar neyslurannsóknir hófust hér á
landi.
í upphafi þess tímbils, sem hér um ræðir, þ.e. árið 1957, voru íslendingar 165 þúsund en hafði
fjölgað í 246 þúsund á árinu 1987 eða um 49%, sbr. töflu 1.11. Á sama tíma rúmlega fjórfaldaðist
landsframleiðslan að raunvirði sem þýðir að á hvert mannsbarn hefur framleiðslan 2,8-faldast. Þetta
svarar til árlegrar framleiðsluaukningar um 4,9% í heild og á hvert mannsbarn nemur aukningin um
3,5% á ári til jafnaðar.
Þjóðarauðurinn, sem eru þeir fjármunir sem notaðir eru við framleiðslustarfsemina, hefur á sama
tíma tæplega fjórfaldast að raunvirði.
Á tímum svo stórstígra breytinga er þess að vænta að ýmsar breytingar hafi einnig orðið á
neysluvenjum íslendinga, bæði að magni og eins á innbyrðis samsetningu neyslunnar milli útgjalda-
flokka.
6.2 Þáttur einkaneyslu í landsframleiðslu.
Eins og að framan er lýst eru einkaneyslurannsóknir Þjóðhagsstofnunar m.a. gerðar í þeirn
tilgangi að gera upp þjóðarframleiðsluna. Beitt er þeirri aðferð að mæla hvernig þjóðarbúið eyðir
tekjunum sem það aflar. í þessu skyni er aflað upplýsinga um neyslu einstaklinga, samneyslu,
fjárfestingu, útflutning og innflutning. Samanlagt mynda einkaneysla, samneysla, fjárfesting og
útflutningur að frádregnum innflutningi verga landsframleiðslu.
Mynd 1. Magnvísitölur einkaneyslu og landsframleiöslu 1957-87
Vísitölur 1980 = 100
3
33