Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 46
matvöru í vísitölugrunni sem byggðist á neyslukönnun 1964/1965 með grunntíma 1968, var verulega
hærri, eða 32,2% á verðlagi 1. febrúar 1984.
Vægi drykkjarvöru og tóbaks og fatnaðar hefur sömuleiðis farið minnkandi í grundvelli vísitölu
framfærslukostnaðar undanfarin ár. Er þá sama hvort bornar eru saman neyslukannanir 1964/1965 og
1978/1979 eða 1978/1979 og sú síðasta frá 1985/1986.
Húsnæðisliður nýja vísitölugrundvallarins er 12,8% heildarútgjalda 1. maí 1988 en var 10,1% í
eldra grunni. í þessu sambandi ber að hafa í huga að í eldri vísitölu tók húsnæðisliðurinn breytingum
vísitölu byggingarkostnaðar og vó 11% af heildarútgjöldum 1. febrúar 1984 þegar hann var fyrst tekinn
upp. Að nokkru leyti má skýra breytinguna með því að meðalstærð íbúða í eigu þátttakenda í
neyslukönnun 1985/1986 var töluvert meiri en í könnuninni 1978/1979 m.a. vegna aukins vægis
þátttakenda af landsbyggðinni. Önnur breyting sem gerð var varðandi húsnæðisliðinn í nýja grundvell-
inum er sú að ákveðið var að taka með í útreikninginn fjármagnskostnað vegna húsnæðisins. Nemur
fjármagnskostnaðurinn tæplega 7% allra útgjalda 1. maí 1988. Til samanburðar nam húsnæðisliðurinn
7,5% allra útgjalda í vísitölunni frá 1968, reiknað á verðlagi í febrúarbyrjun 1984.
Útgjöld vegna eigin bifreiðar námu 11,1% í 1968 vísitölunni á verðlagi 1. febrúar 1984 en 16.1% í
næstsíðasta grundvelli. Það hlutfall hefur vegna verðlagsbreytinga lækkað í 12,9% l.maí 1988 en
hækkar í síðasta grunni í 15,7% l.maí 1988. Þróun bifreiðaeignar á þessu tímabili er sú að 55%
fjölskyldna í 1968 vísitölunni voru með eigin bifreið, en í 1984 vísitölunni eru bifreiðarnar orðnar jafn
margar fjölskyldunum. í nýjasta grundvellinum eru útgjöld vegna kaupa og rekstrar eigin bifreiðar
miðuð við 1,5 bíla á hverja fjölskyldu.
Veruleg aukning hefur orðið á vægi útgjalda til tómstundaiðkunar ýmis konar. Má þar nefna
útgjöld til kaupa á sjónvarpstækjum,myndbandstækjum, hljómtækjum, myndavélum og alls kyns
íþróttabúnaði. Einkum er þessi hlutfallslega aukning áberandi milli kannana 1964/1965 og 1978/1979.
Rétt er að hafa í huga við samanburð þennan, að breytingar sem koma fram á vísitölugrundvellinum
eru að einhverju leyti til komnar vegna þess að neyslukönnunin 1985/1986 náði til landsins alls en ekki
aðeins til höfuðborgarsvæðisins eins og rannsóknin 1978/1979 eða Reykjavíkur eingöngu eins og
neyslukönnun 1964/1965.
6.5.3 Tölulegur samanburður á vísitölu framfærslukostnaðar og einkaneyslu.
Samanburður á hlutfallslegri skiptingu einkaneyslunnar og útgjöldum í framfærsluvísitölunni er
um margt athyglisverður. Almennt má segja að við samanburð af þessu tagi sé best að bera saman
neyslukönnun sem næst athugunartímanum og einkaneyslu á sama tíma. Þetta er þó ekki alltaf
mögulegt. í töflu 3.3 er þessi samanburður gerður á útgjöldum í einkaneyslu 1984 og útgjöldum í
grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar á verðlagi í febrúarbyrjun 1984. Byggðist þessi grundvöllur á
neyslukönnun 1978/1979 með grunntölu 100 1. febrúar 1984. Var vísitalan fyrst reiknuð eftir þessum
grunni á þessum tíma eins og fram hefur komið. Sömuleiðis er í töflu 3.4 gerður samanburður á
hlutfallslegri skiptingu einkaneyslunnar 1986 og 1987 og nýjasta grunni vísitölu framfærslukostnaðar á
grunntíma í maíbyrjun 1988. Byggir þessi grundvöllur á neyslukönnun Kauplagsnefndar og Hagstofu
íslands, sem fram fór á árunum 1985 og 1986, eins og áður hefur verið lýst. Þær tölur sem liggja til
grundvallar hlutfallslegri skiptingu einkaneyslunnar koma fram í töflu 2.7 í töfluhluta skýrslunnar.
Við samanburðinn síðari ár er heppilegra að velja einkaneyslu 1986 fremur en 1987. Ástæðan er sú
að samsetning einkaneyslu 1987 er að mörgu leyti óvenjuleg þar sem einkaneyslan jókst rúmlega 16%
frá 1986 m.a. vegna mikillar tekjuaukningar launþega 1986-1987. Hlutfall brýnustu lífsnauðsynja hefur
t.d. lækkað en samgöngur og útgjöld íslendinga á ferðalögum erlendis hafa aukist hlutfallslega.
Stóraukinn innflutningur á einkabifreiðum 1987 á hér töluverðan þátt í breyttum hlutföllum. Verður af
þessum sökum fremur vitnað í hlutfallstölur frá 1986 en 1987 við samanburð við nýjasta grundvöll
framfærsluvísitölunnar.
Hlutfallslegt vægi matvæla í einkaneyslunni 1984 er 18,8% allra útgjalda, en 21,3% útgjalda í
grundvelli framfærsluvísitölunnar á verðlagi í febrúarbyrjun 1984. Hlutfall matvæla er komið niður í
17% í einkaneyslu 1986 og til samanburðar í 20,6% í nýjasta grundvelli á verðlagi í maíbyrjun 1988.
Skýring á lægra hlutfalli matvæla í einkaneyslu en í grundvellinum er að einhverju leyti sú að þar er gert
44