Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 14
Innflutningur Tollur 20% 100 kr. 20 kr.
Tollverð innflutnings 120 kr.
Vörugjald 18% af cif-verði 18 kr.
Innlendur kostnaður 10% af tollverði 12 kr.
Jöfnunargjald 3% af tollverði 3 kr.
Heildsöluálagning 10% af kostnaðarverði 15 kr.
Smásöluálagning 40% af heildsöluverði 67 kr.
Söluskattur 25% af smásöluv. án sk. 59 kr.
Smásöluverðmæti 294 kr.
Áætlað hlutfall þess verðmætis sem fer til einkaneyslu 80% 235 kr.
Þeim aðferðum, sem notaðar eru við þann hluta einkaneyslunnar sem er af innlendum uppruna,
má í stórum dráttum skipta í 6-7 aðferðir. Það sem ræður skiptingunni eru einkum þær heimildir sem
fyrir liggja um framleiðslu og sölu tiltekinna neysluvara eða þjónustu.
Fyrsta aðferðin byggir á heimildum um framleiðslu og sölu innlendra neysluvara, svo sem
mjólkur, kjöts o.fl. Sá hluti varanna, sem fer beint í neyslu, er verðlagður samkvæmt verðlistum,
framfærsluvísitölunni eða öðrum heimildum.
Önnur aðferðin byggir á tölum úr atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar. Veltu- eða tekjutölur
einstakra atvinnugreina í uppgjörinu eru teknar beint, eða reiknaðar upp til smásöluverðs, til að
nálgast fjárhæðir heildarútgjalda heimilanna í landinu. Má hér t.d. nefna fjárhæðir sem varið er til
neyslu á innlendu sælgæti, gosdrykkjum o.fl.
Þriðja aðferðin byggir á tölulegum upplýsingum frá einstökum fyrirtækjum, stofnunum eða úr
ársskýrslum og eru þær notaðar beint í einkaneysluuppgjörið. Hér má t.d. nefna upplýsingar um
afnotagjöld útvarps og sjónvarps, tölur um farþegaflug flugfélaganna, upplýsingar um kostnað
Islendinga vegna ferðalaga erlendis o.fl.
í fjórða lagi er byggt á upplýsingum úr neyslukönnun Hagstofunnar sem gerð var árin 1978-1979.
Þessi neyslukönnun var grundvöllur að vísitölu framfærslukostnaðar sem í gildi var 1/2 1984-1/5 1988.
Meðalstærð fjölskyldu í þessari könnun var 3.66 manns þ.e.a.s. hjón með 1.66 börn að meðaltali.
Útgjöld meðalfjölskyldunnar til ákveðinna neysluflokka í þessari neyslukönnun eru margfölduð með
fjölda fjölskyldna í landinu. Fæst þannig fram áætlun á heildarútgjöldum landsmanna í nokkrum
tilfellum, t.d. greidd lækna- og tannlæknaþjónusta, útgjöld til menntunar o.fl. Upplýsingar úr nýjustu
neyslukönnun Hagstofunnar, sem gerð var 1985-1986, hafa í ríkari mæli verið notaðar í áætlunum hin
síðari ár. Framfærsluvísitala, sem byggðist á þessari neyslukönnun, tók hins vegar ekki gildi fyrr en í
maí 1988.
í fimmta lagi er kostnaður við rekstur einkabifreiðar í grunni framfærsluvísitölunnar notaður til að
meta þennan kostnað í heild. Er það gert með því að margfalda rekstrarútgjöld einkabifreiðarinnar, án
afskrifta, með fjöida einkabifreiða samkvæmt skrám Bifreiðaeftirlits ríkisins.
I sjötta lagi er notuð sérstök aðferð til að meta kostnað við íbúðarhúsnæði, bæði svokallað
húsaleiguígildi og hita- og annan orkukostnað heimilanna. Húsnæðiskostnaður er nú reiknaður þannig
að metinn er heildarkostnaður við það að búa í eigin húsnæði. Má hér nefna viðhald, tryggingar, vexti,
afskriftir o.fl. Þessir kostnaðarliðir eru áætlaðir á grundvelli sérstakra athugana á nokkurra ára fresti,
en þess á milli framreiknaðir í samræmi við breytingar á verðmæti íbúðarhúsnæðis eins og það er metið í
þjóðarauðnum.
Til að gera grein fyrir nokkrum helstu aðferðum við uppgjör einkaneyslunnar og vægi þeirra í
heildarútgjöldunum er hér tekið dæmi frá árinu 1983. Hlutfallslegt vægi aðferðanna er nokkuð
breytilegt milli ára sem ræðst einkum af sveiflum í innflutningi.
12