Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 16
Áætluð lækkun matvælaliðarins frá heimilaðri eða
reiknaðri hámarksálagningu.
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987
Hlutfallsleg lækkun í % 1,5 1,6 1,7 1,8 1,9 2,0 2,1 2,2
Þessi áætlaða lækkun er meðal annars byggð á aukinni markaðshlutdeild stórmarkaðanna og lægri
álagningu þeirra svo og harðnandi samkeppni í smásöluversluninni.
Hér er einnig rétt að nefna annað atriði varðandi matvælaliðinn. Ekki hefur verið tekið tillit til
birgðabreytinga á vörum þegar byggt er á upplýsingum um innlenda framleiðslu eða innflutning,
heldur hefur verið gert ráð fyrir því að neysla eigi sér stað á því ári þegar varan er framleidd eða flutt
inn. Birgðabreytingar voru þó áætlaðar fyrir hveiti, rúgmjöl og sykur fram til 1973 en ekki eftir það.
Notkun þessara vara til framleiðslu á brauði, kökum, kexi og sælgæti hefur hins vegar verið dregin
frá samkvæmt töium Hagstofu fslands um iðnaðarvöruframleiðslu og notkun hráefna í iðnaði.
Auk matvælaliðarins hafa útgjöld vegna kaupa á fatnaði sömuleiðis verið lækkuð frá áður
reiknuðu smásöluverðmæti. Ástæðurnar eru á sama hátt þær að útreikningur á smásöluverðmæti
innlends og innflutts fatnaðar byggjast lengst af á leyfilegri hámarksálagningu samkvæmt reglum
Verðlagsstofnunar. Vegna aukinnar samkeppni í fataverslun og til að taka tillit til lægri meðalálagning-
ar, m.a. vegna útsala á fatnaði, hefur fatnaðarliðurinn verið lækkaður um 3% árlega 1980-1987.
4, Fast verðlag (staðvirðing).
4.1 Almenn lýsing.
Eins og áður hefur komið fram er mikil áhersla á það lögð við alla þjóðhagsreikningagerð að fá
tímaraðir sem eru samræmdar og samfelldar og lýsa breytingu í einstökum stærðum frá ári til árs. Þá er
átt við breytingar á verðlagi hvers árs en þó ekki síður á föstu verðlagi. Með verðlagningu á föstu verði
er ætlunin að greina verðbreytingar frá verðmætisbreytingu milli einhverra tímabila þannig að eftir
standi magnbreyting. Magnbreytingar af þessu tagi eru síðan grundvöllur hagvaxtarmælinga.
Verðlagningu á föstu verði, svonefndastaðvirðingu, er unnt aðskilja á tvennan hátt. Annars vegar
er unnt að skilja hugtakið þannig að um sé að ræða verðmæti vöru eða þjónustu sem verðlögð er á því
verði, sem þessi sama vara eða þjónusta kostaði á einhverju viðmiðunarári eða grunnári. Hins vegar
mætti leggja þann skilning í hugtakið að um væri að ræða hvers konar peningaleg verðmæti sem á
grundvelli einhverrar almennrar verðvísitölu væru færð til verðlags eða kaupmáttar á grunnári. Þessum
síðari skilningi á hugtakinu „fast verð“ er hafnað í þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna sem
hér er lagt til grundvallar. Ástæðan er sú að það er nánast útilokað að finna verðvísitölu sem væri við
hæfi. Sem dæmi má taka tilfærslu frá A til B. Hugsanlegt væri að færa þessa tilfærslu til fasts verðs á
grundvelli verðvísitalna sem byggðar væru á þeirri vörusamsetningu sem A eða B ýmist kaupa eða
selja. Þannig væru strax komnar aðminnsta kosti fjórarverðvísitölursem til greina kæmi að nota. Fleiri
ágalla mætti nefna á „föstu verði“ í þessum skilningi.
Fast verð, eða staðvirðing, í þjóðhagsreikningum er því notuð í þrengri skilningi, og er þá átt við
það verð sem greitt var fyrir þessa vöru eða þjónustu á grunnári. Staðvirðingu verðmætis samkvæmt
þessari aðferð er unnt að framkvæma með tvennum hætti. Annars vegar má nota einingarverð á
grunnári við verðlagningu á magni hvers árs, svonefnda einingarverðsaðferð. Hins vegar má reikna út
verðvísitölur fyrir hvert ár með grunn á staðvirðingarári, svonefnda vísitöluaðferð. Hér á eftir verður
fjallað nánar um þessar tvær aðferðir og hvenær hvor aðferð hefur verið notuð. En fyrst verður vikið að
þrem vandamálum sem upp koma og gildir þá einu hvor aðferðin er notuð. Hér er um að ræða
gæðabreytingar, meðferð á nýjum vörum og val á grunnári. Fyrst verður fjallað um gæðabreytingar.
Ein grundvallarforsendan fyrir því að fá haldgott mat á magnbreytingu er skýrt afmörkuð
vöruflokkun. Svo dæmi sé tekið mætti nefna, að ef svo óheppilega vildi til að öll sjónvörp, svart/hvít og
litasjónvörp, af svipaðri stærð væru í sama vöruflokki, þá kæmi það fram sem verðhækkun á
sjónvörpum ef meira væri flutt inn af litasjónvörpum eitt árið en annað. En þetta mætti einnig orða svo,
14