Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 30
liggja fyrir frá tryggingarfélögum. Til frádráttar á viðgerðarkostnaði koma greiddar tjónabætur
tryggingafélaganna.
Upplýsingar um kaup á bifreiðavarahlutum fást úr innflutningsskrám Hagstofunnar en viðgerðar-
vinnan er áætluð út frá kaupum á varahlutum með ákveðnum margfaldara sem breytist eftir þróun
launa og varahluta.
Staðvirðing útgjalda vegna einkafarartækja er gerð með verðvísitölu fyrir hvern útgjaldalið eða
með a.m.k. 12 vísitölum fyrir reksturinn og fleiri vísitölum fyrir kaup bifreiða og varahluta til þeirra.
Frá 1982 hefur áætlunaraðferðum verið breytt og nú er rekstur einkabifreiða áætlaður með þeim
hætti að margfalda kostnað á hvern ekinn kílómetra, eins og hann er í bifreiðavísitölu Hagstofunnar,
með fjölda einkabifreiða í landinu og áætluðum akstri á ári. Afskriftir eru þó ekki meðtaldar enda
teljast bifreiðakaupin til útgjalda í einkaneyslu á kaupári. Útgjöldin eru þá miðuð við fjölda
einkabifreiða allt að 7 manna, samkvæmt skrám Bifreiðaeftirlits ríkisins, og 80% af eðlilegum
meðalakstri. Með hlutfalli þessu er jafnframt tekið tillit til lækkandi meðalaksturs bifreiða, m.a. vegna
þess hversu almennt er að heimilisbifreiðar séu fleiri en ein.
Rekstrarkostnaður einkabifreiða á föstu verði er reiknaður á grundvelli verðvísitölu sem mælir
verðhækkanir rekstrarkostnaðar í bifreiðavísitölu Hagstofunnar. Eru þá afskriftirnar undanskyldar
eins og áður.
6.3 Almenn flutningaþjónusta.
Almenn flutningaþjónusta skiptist í fólksflutninga á landi og farþegaflutninga á sjó og í lofti.
Fólksflutningar á landi eru áætlaðir út frá innkomnum tekjum SVR og annarra strætisvagnafyrir-
tækja, tekjum sérleyfishafa, svo sem Landleiða o.fl., og tekjum af hópferðaakstri samkvæmt tölum
BSÍ.
Útgjöld vegna hópferða eru einnig meðtalin, en upplýsingar þarum komafrá Pósti og síma. Byggt
er á innheimtu sérleyfisgjalda af hópferðaakstri er nemur tilteknu hlutfalli af fargjaldatekjum. Arið
1983 var skattskyldu af hópferðaakstri breytt á þann veg að í stað 2,92% gjalds, sem reiknaðist af
fargjaldatekjum, var tekið upp sætisgjald mishátt eftir stærð bifreiðar. Frá 1983 eru áætlanir gerðar í
samráði við Félag íslenskra sérleyfishafa.
Til að reikna útgjöld á föstu verðlagi vegna ferða með strætisvögnum, sérleyfisbifreiðum og
hópferðabifreiðum eru notaðar verðvísitölur úr vísitölu framfærslukostnaðar. Annars vegar er um að
ræða vísitölu sem byggir á útgjöldum framfærsluvísitölunnar til strætisvagnaferða og hins vegar er
vísitala sem mælir verðbreytingar á fargjöldum með sérleyfis- og hópferðabifreiðum.
Aðrir fólksflutningar á landi eru áætlaðir með hliðsjón af tekjum í atv.gr. 713 sem eru m.a.
leigubifreiðastöðvar og bílaleigur, en tæplega helmingur tekna bifreiðaleiganna er talinn utan
einkaneyslunnar. Fastaverðið er reiknað með verðvísitölu leigubifreiðaútgjalda samkvæmt fram-
færsluvísitölunni.
Flugferðir innanlands og milli landa eru áætlaðar eftir upplýsingum frá flugfélögum og með tölum
úr ársreikningum þeirra. Útgjöldin á föstu verði eru reiknuð með vísitölum samkvæmt framfærsluvísi-
tölunni. Um er að ræða tvær vísitölur fyrir flugfargjöld. Önnur mælir verðbreytingar á flugfargjöldum
innanlands og hin byggist á flugfargjöldum í millilandaflugi.
Frá áætluðum tekjum af farþegaflugi flugfélaga, öðrum en leiguflugi, eru dregin 30% vegna
áætlaðra viðskiptaferða í almennu farþegaflugi. Til að reikna frádráttinn á föstu verði er þessari sömu
30% reglu beitt.
6.4 Póstur og sími.
Áætluð símaútgjöld eru reiknuð út frá upplýsingum um fjölda einkasíma. Ársfjórðungsgjöld og
stofngjöld eru áætluð skv. þessum upplýsingum og jafnframt með tölum úr vísitölu framfærslukostnað-
ar. Aukaskref eru áætluð rúmlega 2500 skref á tæki og útgjöld reiknuð á grundvelli skrefaverðs og
28