Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 21
1105 Olía og feitmeti.
Upplýsingar um framleiðslu á feitmeti, t.d. smjöri, smjörlíki o.fl., eru fengnar frá Framleiðsluráði
og úr skýrslum Hagstofunnar um iðnaðarvöruframleiðsluna. Framleiðsluráð tekur saman upplýsingar
um framleiðslu og sölu á smjöri og smjörva en Hagstofan aflar talna um framleiðslu á ýmsum öðrum
tegundum feitmetis, þar á meðal framleiðslu smjörlíkis og matarolíu.
Frá tölum um framleiðslu á feitmeti er dregin áætluð notkun þessara vara í iðnaði. En upplýsingar
um þessa notkun er að finna í áðurnefndum skýrslum Hagstofunnar um iðnaðarvöruframleiðsluna þar
sem einnig kemur fram notkun ýmissa hráefna og hjálparefna í innlendum iðnaði.
Heildarútgjöld vegna kaupa heimila á olíum og feitmeti eru áætluð með því að margfalda selt
magn með smásöluverði. Heimildir um smásöluverðfeitmetiseru verðlistar frá Osta- ogsmjörsölunni,
verðtilkynningar Verðlagsstofnunar og vísitala framfærslukostnaðar.
Útgjöld á föstu verðlagi eru í flestum tilfellum fundin með einingarverðsaðferð þar sem magn af
vöru hverju sinni er margfaldað með verði vörunnar á staðvirðingarárinu. Ef um nýjar vörutegundir er
að ræða eru útgjöld á föstu verðlagi fundin með vísitöluaðferð.
1106 Avextir og grænmeti.
Sölutölur frá Söiufélagi garðyrkjumanna um selt magn af innlendu grænmeti eru verðlagðar með
verði úr vísitölu framfærslukostnaðar. í sumum tilvikum er um að ræða heildsöluverð S.F.G. til
kaupmanna að viðbættri áætlaðri smásöluálagningu samkvæmt heimildum Verðlagsstofnunar. Áætluð
útgjöld neytenda til grænmetiskaupa út úr verslunum eru því selt magn margfaldað með einingarverði
hinna ýmsu tegunda grænmetis.
Áætlanir um sölu beint frá bændum svo og áætlanir um heimanotkun bænda eru byggðar á
upplýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Selt magn er verðlagt með útborgunarverði Sölufélagsins
til bænda.
Neysla á niðursoðnu innlendu grænmeti er byggð á tölum Hagstofunnar um iðnaðarvörufram-
leiðsluna en þar er m.a. að finna tölur um magn af grænum baunum og öðru grænmeti sem fer í
niðursuðu. Út frá hráefnatölum er því næst áætlað framleiðslumagn í dósum talið og til þess notaður
margfaldari sem fundinn er út í samvinnu við framleiðendur í greininni.
Útgjöldin eru því næst áætluð með því að verðleggja framleiðsluna með verði úr framfærsluvísitölu
og hugmyndum um áætlaða skiptingu sölunnar eftir tegund pakkninga. Er þá yfirleitt gert ráð fyrir því
að sala í hálfdósum nemi um 2/3 sölunnar en sala í heildósum sé um 1/3.
Til að reikna útgjöldin á föstu verðlagi er hér notuð einingarverðsaðferð, þ.e.a.s. magn af
ávöxtum og grænmeti á hverju ári er margfaldað með verði vörunnar á grunnárinu. Hins vegar er notuð
vísitöluaðferð við fastaverðsreikning á innfluttum ávöxtum og grænmeti. Byggist sú aðferð á vísitölum
sem reiknaðar eru samkvæmt tegundasundurliðun framfærsluvísitölunnar.
1107 Kartöflur og rótarávextir.
Kaup á innfluttum kartöflum eru áætluð á sama hátt og annar innflutningur þar sem innflutnings-
verðmætið er reiknað til smásöluverðmætis með því að leggja á tolla, álagningu o.fl.
Útgjöld vegna kaupa á innlendri framleiðslu byggja á upplýsingum frá Grænmetisverslun
landbúnaðarins, nú Ágæti h.f. Sala á innlendum kartöflum er verðlögð með verði frá Framleiðsluráði
og úr vísitölu framfærslukostnaðar. í verðlistum Verðlagsnefndar landbúnaðarins (sexmannanefndar)
var lengi vel tilgreint heildsölu- og smásöluverð á kartöflum, auk útborgunarverðs til bænda, og var
smásöluverð þá notað. í seinni tíð birtir verðlagsnefndin einungis útborgunarverð til framleiðenda og
er því í ríkari mæli stuðst við upplýsingar úr framfærsluvísitölunni.
Tölur um sölu á gulrófum og gulrótum eru áætlaðar í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna.
Áætlanir um sölu bænda á kartöflum, gulrófum og gulrótum beint til neytenda svo og áætlanir um
heimanotkun framleiðenda sjálfra eru fengnar frá Sölufélagi garðyrkjumanna og Grænmetisverslun-
inni, nú Ágæti h.f. Magn beinnar sölu er verðlagt með áætluðu heildsöluverði en heimanotkun með
útborgunarverði til bænda.
Til að reikna útgjöldin á föstu verðlagi er notuð einingarverðsaðferð, þ.e.a.s. magn af kartöflum,
19
L