Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 28
reiknaður til fasts verðlags með vísitölu smásöluverðs í sápu- og þvottaefnaiðnaði samkvæmt
framfærsluvísitölunni, sbr. töflu 6.4 í atvinnuvegaskýrslu 1986.
4502 Þjónusta efnalauga og þvottahúsa.
Hér er notuð sala þvottahúsa og efnalauga með söluskatti samkvæmt yfirlitum í atvinnuvega-
skýrslum. Frá heildarsölu með söluskatti er dreginn hluti þvottahúss ríkisspítalanna og áætluð sala til
atvinnurekstrar. Niðurstaðan er sú að telja til einkaneyslu 5% af veltu þvottahúsa og 70% af veltu
efnalauga. Efnalaugar og þvottahús teljast til sama atvinnugreinanúmers samkvæmt atvinnuvega-
flokkun Hagstofu íslands og þarf því að áætla skiptingu veltunnar milli þeirra. Þetta er gert á grundvelli
launamiðaskrár ríkisskattstjóra en sú skrá veitir m.a. upplýsingar um launagreiðslur einstakra
fyrirtækja í hverju atvinnugreinarnúmeri fyrir sig. Samkvæmt skránni má ætla að um 75% veltunnar í
atv.gr. 864, þvottahús og efnalaugar, séu í þvottahúsum og 25% í efnalaugum. Samanlagt eru því um
20% af veltu efnalauga og þvottahúsa meðtalin í einkaneyslu.
Útgjöldin á föstu verðlagi eru reiknuð annars vegar með vísitölu „efnalaugaútgjalda“ og hins vegar
vísitölu „þvottahúsaútgjalda" sem hvor tveggja byggist á þjónustuköflum framfærsluvísitölunnar frá
1968. í nýrri vístölu, sem tók gildi 1/2 1984, eru útgjöldin aftur á móti færð í einu lagi og þess vegna er
staðvirðingin nú gerð með einni vísitölu í stað tveggja áður.
4.6 Heimilisaðstoð.
Hér er útgjöldum vegna heimilisaðstoðar skipt í tvo hluta sem eru kostnaður við gæslu barna á
dagheimilum, hjá dagmæðrum o.fl. og aðkeypt þjónusta við heimilisstörf og aðra aðstoð á heimilum.
4601 Útgjöld vegna barnagæslu.
Kostnaður við gæslu barna er hér áætlaður með því að margfalda útgjöld meðalfjölskyldu í
vísitölunni með fjölda fjölskyldna í landinu hverju sinni. Gengið er út frá tölum Hagstofunnar um
íbúafjöldann ár hvert og fjölskyldustærðir í neyslukönnunum Hagstofunnar.
Þegar fjölskyldufjöldinn er fundinn var fyrst miðað við fjölskyldustærð 3,98 manns sem var
fjölskyldustærðin í neyslukönnun Hagstofunnar 1964-1965. Var sú neyslukönnun grundvöllur að
framfærsluvístölunni frá 1968. Frá því viðmiðun var tekin upp við neyslukönnunina, sem gerð var árin
1978-1979, hefur fjöldi fjölskyldna miðast við 3.66 manna meðalfjölskyldu. Vísitalan, sem byggði á
þeirri könnun, tók gildi 1/2 1984.
Á sama hátt er kostnaður við barnagæslu á föstu verðlagi reiknaður með töxtum og tímafjölda úr
vísitölu framfærslukostnaðar.
4602 Heimilishjálp.
Útgjöld vegna heimilisaðstoðar eru áætluð á sama hátt og barnagæslan með upplýsingum um
fjölda fjölskyldna og fjölskylduútgjöld í vísitölu framfærslukostnaðar. í eldri vísitölu var bæði að finna
tímakaup og fjölda greiddra tíma á ári fyrir heimilishjálpina. í nýrri vísitölu er nú einungis tilgreind
greidd fjárhæð til þessara hluta en tímanna ekki getið sérstaklega. Útgjöld vegna heimilishjálpar á föstu
verði eru reiknuð með vísitöluaðferð sem byggir á verðvísitölu samkvæmt fjárhæðum í framfærsluvísi-
tölunni.
5. Lyf og lœknishjálp.
Til þessa útgjaldaflokks teljast aðeins beinar greiðslur sjúklinga vegna lyfjakaupa og læknishjálpar
en öll útgjöld hins opinbera til þessa málaflokks teljast samneysla. Þeim útgjöldum, sem hér um ræðir,
er skipt í tvo hluta. Annars vegar er um að ræða kaup á lyfjum og öðrum lyfjabúðarvörum og hins vegar
greiðslur sjúklinga til lækna fyrir veitta læknisþjónustu.
26