Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 27
4302 Viðgerðir á heimilistækjum.
Útgjöld í þessum lið eru áætluð annars vegar eftir upplýsingum um innflutta varahluti í
heimilistæki og hins vegar með áætluðum margföldunarstuðli til að áætla þátt vinnu og innlendrar
álagningar í útgjöldunum. Saman mynda varahlutir og þjónusta heildarútgjöldin í þessum lið.
Ennfremur er til samanburðar höfð hliðsjón af veltu í atv.gr. nr. 370, smíði og viðgerðir raftækja.
Nemur aðkeypt vinna, vegna viðgerða á heimilistækjum eins og hún er reiknuð hér, nálægt 15% af
veltu í greininni.
Á sama hátt eru innfluttir varahlutir á föstu verði undirstaðan undir áætlun á viðgerðarvinnu á
föstu verðlagi.
4.4 Búsáhöld og lampar.
Innlendur borðbúnaður úr silfri er nú talinn 1/10 smásöluvirðis í atv.gr. 394, sem er skartvörugerð
og góðmálmasmíði. Hlutfall borðbúnaðar af heildarveltu í greininni hefur verið breytilegt undanfarin
ár og farið lækkandi vegna aukinnar hlutdeildar innflutnings í veltunni. Hlutur nýsmíði af veltunni
hefur verið áætlaður í samvinnu við Félag íslenskra gullsmiða. Innlendir skartgripir eru áætlaðir vera á
bilinu 35-50% af veltu undanfarin ár samkvæmt sömu heimildum og er verðmæti þeirra fært í kafla 8.2
um einkamuni og skartgripi. Fastaverðið er fundið með verðbreytingum silfurborðbúnaðar í vísitölu
framfærslukostnaðar.
Upplýsingar um innlenda framleiðslu á lömpum er að finna í skýrslum Hagstofunnar um
framleiðslu innlendra iðnaðarvara. Áætlað er að um helmingur innlendra lampa fari til einkanota. Til
viðbótar eru hér einnig innflutt búsáhöld og lampar sem reiknuð eru til smásöluverðs á venjubundinn
hátt. Smásöluverðmæti innlendrar framleiðslu á föstu verðlagi er fundið með einingarverðsaðferð þar
sem breytilegt magn er margfaldað með verði lampa á staðvirðingarárinu.
4.5 Heimilishald.
Kaflinn um útgjöld vegna heimilishalds skiptist annars vegar í kaup á vörum til heimilishaldsins og
þjónustu efnalauga og þvottahúsa hins vegar.
4501 Vörur til heimilishalds.
Hér er um að ræða ýmsar hreinlætis- og ræstivörur til heimilishalds svo og bursta, klúta, handklæði
o.fl. til daglegra nota ásamt leirmunum ýmiss konar.
Að hluta til eru útgjöldin í þessum kafla áætluð með upplýsingum Hagstofunnar um framleiðslu
þessara vara og með hugmyndum um hversu stór hluti framleiðslunnar fer til einkanota á heimilum í
landinu. Framleiðslan er verðlögð með einingarverði úr vísitölu framfærslukostnaðar. Fastaverðið er
fundið með einingarverðsaðferð þar sem sá hluti framleiðslunnar sem fer í neyslu hverju sinni er
margfaldaður með einingarverði vörunnar á staðvirðingarárinu.
Kaup á leirmunum og hreinlætisvörum, sem eru stærstu útgjaldaliðirnir í þessum kafla, eru áætluð
með hliðsjón af sölutekjum í atvinnugreinum nr. 333, sem er leirsmíði og postulínsiðnaður, og nr. 319,
sem er sápu- og þvottaefnagerð. Uppreiknað smásöluvirði í leirsmíði að frádregnum útflutningi á
sambærilegu verði er allt fært hér, þar með talin sala til erlendra ferðamanna á íslandi. Ástæðan er sú
að kaup erlendra ferðamanna á íslenskum vörum og þjónustu eru meðtalin í frádráttarliðnum „Útgjöld
útlendinga á íslandi“. Sömu aðferð er því alls staðar beitt; að telja neyslu innanlands brúttó í hverjum
neysluflokki en draga síðan neyslu ferðamanna frá í einu lagi.
Til að finna smásöluverðmæti leirvara á föstu verði er notuð verðvísitala leirvöru samkvæmt
framfærsluvísitölu.
Áætlað er að 85% af reiknuðu smásöluverðmæti í atv.gr. 319 séu hreinlætis- og ræstivörur ýmiss
konar en 15% snyrtivörur sem færast í kafla 8102 ásamt innfluttum snyrtivörum. Þessi hlutföll byggjast
á viðtölum við framleiðendur í atvinnugreininni. Meðaltal er fundið með því að nota uppgefin laun
samkvæmt launamiðaskrám skattyfirvalda.
Áætlað er jafnframt að innlendar hreinlætis- og ræstivörur fari að hluta til í sölu til fyrirtækja
(55%) og að nokkru leyti til heimilisnota eða 45%. Sá hluti, sem talinn er einkaneysla, er síðan
25