Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 47
ráð fyrir árlegum magnbreytingum á neyslu en næstsíðasti vísitölugrundvöllur byggir á neyslukönnun
1978/1979. Önnur skýring á lækkandi hlutdeild matvæla í einkaneyslu og vísitölunni er aukin neysla
matvæla á veitingahúsum. Matvæli, sem neytt er á veitingahúsum, eru meðtalin í liðnum veitinga- og
gistihús en dregin frá matvælaútgjöldum alls, eins og fram kemur í skýringum hér að framan. Á sama
hátt eru matvæli á veitingahúsum meðtalin í veitingaútgjöldum í vísitölunni.
Hlutfallsleg skipting einkaneyslu 1984, 1986, 1987 og vísitölu framfærslukostnaðar.
Hlutfallsleg skipting einkaneyslu Vísitala Vísitala
1984 og 1986-1987 l.febrúar 1984 1 maí 1988
1984 1986 1987 Neyslukönnun 1978/1979 Neyslukönnun 1985/1986
% % % % %
Matvörur 18.8 17.0 15.6 21.3 20.6
Drykkjarvörurogtóbak 7.2 6.5 6.6 4.5 4.3
Fatnaður 9.3 9.7 10.0 8.5 7.8
Húsnæði 14.7 12.1 10.8 11.0 12.8
Rafmagn og hiti 4.1 2.8 2.4 5.5 3.4
Húsgögn og heimilisbúnaður 11.2 10.1 10.7 8.8 7.4
Heilsuvernd 1.2 1.7 1.6 1.7 2.3
Flutningatækiogsamgöngur 17.2 16.7 17.9 18.8 18.9
Eigin flutningatæki 13.0 13.3 14.6 16.0 15.7
Annað 4.2 3.4 3.3 2.8 3.2
Tómstundaiðkun og menntun 7.7 8.3 8.2 10.1 11.0
Ymsarvörurogþjónusta 7.7 11.8 12.5 9.0 8.4
Ferðalögíslendingaerlendis 3.1 5.8 6.5 0.7 2.9
Útgjölderl.mannaáfslandi -2.2 -2.6 -2.7 0.0 0.0
Útgjöld alls 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0
Hlutur drykkjarvara og tóbaks, svo og fatnaðar er nokkru meiri í einkaneysluuppgjörinu 1984, en í
grunni vísitölunnar frá 1. febrúar 1984. Sama á við um samanburðinn 1986-1987 og nýjasta
vísitölugrunninn.
Kostnaður af eigin húsnæði er nokkru hærri í einkaneyslu 1984 en í vísitölunni 1984. Hins vegar er
húsnæðisliðurinn nokkru lægra hlutfall 1986 en í vísitölunni 1988 . Þessi umskipti eru að einhverju leyti
vegna breyttrar aðferðar við mat á húsnæðiskostnaði í vístölunni 1988. Vextir af lánum vegna
húsnæðiskaupa eru nú t.d. meðtaldir í nýja grunninum, en voru það ekki áður. í einkaneyslunni er
húsnæðisliðurinn aftur á móti áætlaður á grundvelli reiknaðs leiguígildis og hefur svo verið frá upphafi.
Hlutur samgangna er 17,1% í einkaneyslu 1984 en 18,8% í næstsíðasta vísitölugrundvelli 1984. í
nýjasta grundvelli er þetta hlutfall komið í 18,9%, samanborið við 16,7% og 17,9% í einkaneyslu 1986
og 1987, m.a. vegna aukins vægis einkabifreiða. Ástæðan er sú að í næstsíðasta grundvelli var gert ráð
fyrir útgjöldum við kaup og rekstur einnar bifreiðar á hverja fjölskyldu en bifreiðafjöldinn er kominn í
1,5 bifreiðar á hverja fjölskyldu í neyslukönnun 1985/1986. í einkaneyslu er jafnan fært til gjalda
smásöluverðmæti þeirra einkabifreiða, sem keyptar eru til landsins á hverju ári og til viðbótar áætlaður
rekstrarkostnaður allra fólksbifreiða í eigu einstaklinga. í grundvelli framfærslukostnaðar er hins vegar
tekinn með rekstrarkostnaður einkabifreiða að viðbættri árlegri afskrift bifreiðanna.
Hlutfall tómstundaiðju er nokkru lægra í einkaneyslunni 1984 en í grundvelli framfærslukostnaðar
en einungis lítið eitt lægri ef ýmsar vörur og þjónusta, og útgjöld vegna ferðalaga íslendinga erlendis er
meðtalin. í einkaneyslu 1986-1987 er þetta samanlagða hlutfall nokkru hærra en í vísitölunni 1988.
Liðurinn ýmsar vörur og þjónusta inniheldur m.a. útgjöld á veitinga- og gistihúsum, sem er
vaxandi hlutfall í einkaneyslu 1984-1987, 5,9%-8,2% af útgjöldum einkaneyslunnar, en nærri 6% í
tveimur síðustu neyslukönnunum. Nemur liðurinn í heild 7,7% einkaneyslunnar 1984 samanborið við
9% í framfærsluvísitölu 1984. í einkaneyslu 1986 er þetta hlutfall komið í 11,8% en einungis 8,4% í
vísitölugrunninum 1988.
45
L