Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 19
5. Aðferðir við mat á einstökum útgjaldaliðum.
Við eftirfarandi aðferðalýsingu er fylgt sama númerakerfi og þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu
þjóðanna og OECD byggir á, SNA. í töflum 2.1-2.8 eru einkaneysluútgjöldin sundurliðuð samkvæmt
þessari flokkun allt tímabilið 1957-1987.
1. Matur, drykkjarvara og tóbak.
Þessi kafli neyslunnar skiptist ífjóra aðalflokka, matvæli, óáfenga drykki, áfenga drykki og tóbak.
Flokkunum er síðan aftur skipt niður á tegundir, sem eru mismargar eftir flokkum.
1.1 Matur.
Matvæli skiptast hér í nokkrar aðaltegundir og verður fjallað nokkuð um helstu aðferðir við
áætlanir á útgjöldunum. Auk þess er í lok matvælakaflans frádráttarliður vegna neyslu matvæla á
veitingastöðum annars vegar og neyslu matvæla í skólum, á sjúkrahúsum og stofnunum og um borð í
íslenskum skipum hins vegar.
1101 Brauð og kornvörur.
Kornvörur eru allar innfluttar og útgjöld því áætluð eins og að framan er lýst. Brauðvörur og kex
eru hins vegar bæði innflutt og innlend.
Neysla á innlendu brauði og kexi er reiknuð út frá veltu í atvinnugrein nr. 206, brauð- og
kökugerð, og atvinnugrein nr. 207, kexgerð. Við sölutekjurá tekjuvirði, þ.e. á verði frá framleiðslufyr-
irtækjunum, er bætt smásöluálagningu á þann hluta sölunnar sem fer til endursölu sem er talinn nema
þriðjungi af veltu bakaríanna. Sömuleiðis er öðrum álögum á brauð og kex bætt við tekjuvirðið, svo
sem sérstöku tímabundnu vörugjaldi og söluskatti fram til 1/5 1975.
Smásöluvirðið, sem þannig fæst, eru áætluð útgjöld til kaupa á innlendu brauði, kökum og kexi á
verðlagi viðkomandi árs. Til að reikna útjöldin á föstu verðlagi er notuð vísitala smásöluverðs í brauð-
og kökugerð og kexgerð sem byggist á sérstakri flokkun á útgjöldum samkvæmt framfærsluvísitölu
niður á einstakar atvinnugreinar, sjá t.d. töflu 6.4 í Atvinnuvegaskýrslu 1986.
1102 Kjöt og kjötvörur.
Upplýsingar um slátrun, kjötsölu og birgðir eru aðallega frá Framleiðsluráði landbúnaðarins og
öðrum samtökum framleiðenda. Framleiðsluráðið safnaði í byrjun upplýsingum um slátrun búfjár og
ráðstöfun sláturafurða. Hér var einkum um að ræða tölur um slátrun sauðfjár og nautgripa, útflutning,
innanlandssölu og birgðir í árslok.
Hin síðari ár hefur upplýsingasöfnunin einnig náð til annarra greina landbúnaðarins þannig að nú
eru m.a. til heimildir um sölu afurða af sauðfé, nautgripum, hrossum, svínum og kjúklingum.
Þegar skort hefur beinar upplýsingar um sölu kjöts hefur verið reynt að bæta úr því með
skýrslusöfnun frá sláturleyfishöfunum sjálfum og áætlaðri kjötneyslu á mann samkvæmt neyslukönn-
unum Hagstofu íslands.
Kjöti, sem til ráðstöfunar er, er skipt í sölu á óunnu kjöti til neytenda annars vegar og sölu á kjöti til
frekari vinnslu hins vegar. Hlutfallsleg skipting kjötsölunnar er breytileg milli ára og ræðst af kjöti til
ráðstöfunar ár hvert og því magni sem áætlað er í unnar kjötvörur á hverju ári.
Áætlun á vinnslukjöti er nú byggð á upplýsingum um neyslu á unnum kjötvörum í neyslukönnun
1978/1979 og eru þær upplýsingar notaðar ásamt uppskriftum til að meta notkun á hinum ýmsu
kjöttegundum. Kjötvinnslustöðvar SÍS og SS hafa verið Þjóðhagsstofnun hjálplegar með útvegun
uppskrifta fyrir einstakar tegundir unninna kjötvara.
Sölukjöti, sem er mismunur á kjöti til ráðstöfunar og kjöti til vinnslu, er skipt niður á tegundir
(heila skrokka, hryggi, læri o.fl.) samkvæmt upplýsingum frá Búvörudeild SÍS og úr neyslukönnun
1978/1979.
Upplýsingar um heimaslátrun búfjár og magn þess kjöts, sem framleiðendur taka heim frá
sláturleyfishöfum til eigin neyslu, eru að hluta til komnar frá Framleiðsluráði. Til viðbótar er höfð
2
17