Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 58
einstaklinga (t.d. frá Lánasjóði íslenskra námsmanna) eykur ekki ráðstöfunartekjur þeirra, heldur
færist sem neikvæður sparnaður. Hins vegar felur þessi skilgreining í sér að færa skal raunvaxtatekjur
og -gjöld en ekki nafnvexti, því verðbólguleiðréttingin gengur til viðhalds raunvirðis eignanna.
Ráðstöfunartekjur eru myndaðar af launatekjum og rekstrartekjum (hreinar þáttatekjur), eignatekj-
um (þ.m. vaxtatekjum) að frádregnum eignaútgjöldum, og tilfærslutekjum að frádregnum tilfærsluút-
gjöldum. Nánar er fjallað um þessa skiptingu síðar í þessum kafla. í kennslubókum í hagfræði eru
ráðstöfunartekjur einatt skilgreindar með einfaldari hætti, sem þjóðar- eða landsframleiðsla að
frádregnum beinum sköttum. Hér er um nálgun að ræða, en gagnlegt er að líta á samhengið milli
vergrar landsframleiðslu og ráðstöfunartekna heimilanna og landsframleiðslu.
Tafla 1. Samhengi landsframleiðslu og ráðstöfunartekna.
Verg landsframleiðsla.
-þáttatekjur til útlanda, nettó
= Verg þjóðarframleiðsla
-Afskriftir
= Hrein þjóðarframleiðsla
- Óbeinir skattar
+ Framleiðslustyrkir
= Hreinar þáttatekjur
- Hagnaður fyrirtækja (lögaðila),
sem ekki kemur til arðgreiðslu
- Iðgjöld til almannatrygginga og lífeyrissjóða
+ Tilfærslur frá hinu opinbera
+ Nettó vaxtatekjur frá öðrum geirum
+ Tilfærslur frá öðrum geirum
= Heildartekjur heimila
- Beinir skattar lagðir á heimili
= Ráðstöfunartekjur heimila
8.3 Staða tekju- og útgjaldareiknings innan þjóðhagsreikningakerfisins.
í inngangskafla þessarar skýrslu er fjallað um þjóðhagsreikningakerfið og þar bent á að færa megi
þjóðhagsreikninga með þrennum hætti, eftir ráðstöfun, eftir framleiðslu og eftir skiptingu teknanna. í
framleiðsluuppgjörinu beinist athyglin að myndun þáttatekna, þ.e. launa og rekstrarafgangs. Hins
vegar segir framleiðsluuppgjörið ekkert um endanlega ráðstöfun rekstrarafgangs, þ.e. til greiðslu
vaxta, beinna skatta og arðs, né myndun og flæði tilfærslna. í ráðstöfunaruppgjörinu er einungis litið á
endanlega ráðstöfun útgjalda og því sleppt tilfærsluútgjöldum, s.s. bótum almannatrygginga, sem
teljast tilfærslur til heimilanna, er síðan ráðstafa þeim til neyslu eða sparnaðar.
Tekju- og útgjaldauppgjörið byggist á skrániningu verðmætasköpunarinnar, þ.e. landsfram-
leiðslu, eftir að þessum verðmætum hefur verið ráðstafað til framleiðsluþáttanna. Eitt helsta einkenni
velferðarþjóðfélagsins er, að það reynir að breyta þeirri tekjuskiptingu sem ræðst á hinum almenna
markaði. Þau tæki sem velferðarþjóðfélagið beitir til þess eru einkum skattar og tilfærslur, sem greina
má í tekju - og útgjaldauppgjörinu. Tekju- og útgjaldareikningur sýnir eins og nafnið bendir til bæði
tekjur og útgjöld hvers geira og tengir þannig saman uppgjör ráðstöfunar og framleiðslu.
56