Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 43
Verðhækkun einkaneyslu 1957-1987.
Árleg meðalhækkun %
1957- 1960 1960- 1965 1965- 1970 1970- 1975 1975- 1980 1980- 1985 1985- 1987 1957- 1987
Maturdrykkjarvaraogtóbak . . 7.57 12.37 12.76 26.61 40.32 50.77 18.91 24.92
Fatnaður 7.89 5.24 12.16 22.22 42.23 48.22 28.98 23.36
Húsnæðiljósoghiti Húsgögn, húsbúnaður. 6.27 11.55 8.11 31.06 38.63 47.70 18.72 23.77
heimilishald og heimilistæki. . . 11.93 8.05 11.94 22.28 40.51 43.49 21.88 22.94
Lyfoglæknishjálp 0.78 14.51 18.33 20.16 46.38 50.24 22.14 25.45
Flutningatæki og samgöngur . . Tómstundaiðja, skemmtanir, 16.14 9.29 11.80 33.46 37.41 47.87 6.60 24.47
menntunog menningarmál . . . 12.96 8.62 13.57 25.73 39.75 50.32 22.07 24.90
Ýmsar vörur og þj ónusta 8.54 10.28 11.04 27.14 43.59 52.65 27.57 25.74
Einkaneysla innanlands alls . . . 8.61 10.09 11.81 27.33 40.08 48.83 18.55 24.23
Útgjöldíslendingaerlendis . . . 22.52 2.46 14.06 29.34 42.33 56.88 15.40 26.19
Útgjöldútlendingaáíslandi. . . 15.20 2.35 14.13 30.21 42.23 48.85 21.17 24.84
Einkaneysla alls 8.84 10.02 11.88 27.29 40.13 49.22 18.45 24.30
Fróðlegt er að bera saman verðlag einkaneyslu 1945-1987 og vísitölu framfærslukostnaðar á sama
tíma. í töflu 3.5 eru þessar verðvísitölur bornar saman ásamt verðbreytingum milli ára. Eins og vænta
mátti eru verðhækkanir einkaneyslunnar og framfærsluvísitölunnar svipaðar ef á heildina er litið en þó
nokkur munur kemur fram einstök ár. Ástæðan er í fyrsta lagi sú að framfærsluvísitalan byggir á
neyslukönnunum, sem gerðar eru á grundvelli úrtaks, en einkaneyslan er heildarfjárhæð neyslu allra
landsmanna. Hér getur því verið um mismunandi vog að ræða eftir því hvor vísitalan er skoðuð. í grein
6.5.3 er fjallað nánar um ástæður þess munar sem fram kemur á hlutfallslegri skiptingu einkaneyslu
annars vegar og framfærsluvístölunnar hins vegar.
í öðru lagi er samsetning útgjaldanna í framfærsluvístölunni föst í mörg ár eða þann tíma sem líður
á milli neyslukannana. Verðvísitala einkaneyslunnar byggir aftur á móti á breytilegum grunni sem
tekur tillit til árlegra magnbreytinga.
6.5 Einkaneysla og vísitala framfœrslukostnaðar.
6.5.1 Inngangur.
í þessum kafla verður í stuttu máli gerður samanburður á einkaneyslunni og vísitölu framfærslu-
kostnaðar, sem Hagstofan reiknar út. Fyrst er lýst grundvelli vísitölunnar í grein 6.5.2 oger þar byggt á
skrifum Hagstofunnar en í grein 6.5.3 er gerður tölulegur samanburður á innbyrðis skiptingu
vísitölunnar og einkaneyslunnar eftir útgjaldaflokkum.
Áður en lengra er haldið er þó rétt að geta þess að þótt þau tvö hugtök sem hér um ræðir, þ.e.
einkaneysla og framfærsluvísitala séu nátengd er þó á þeim talsverður munur. Þess er fyrst að geta að
framfærsluvísitalan er byggð á úrtaki ákveðins fjölda fjölskyldna og sýnir því meðalútgjöld þessara
fjölskyldna en einkaneyslan sýnir heildarútgjöld allra heimila í landinu. Allur samanburður milli
vísitölunnar og einkaneyslunnar hlýtur því að byggjast á innbyrðis samanburði á hlutfallstölum. En
jafnvel þótt svo sé gert er engu að síður ástæða til þess að hafa fullan vara á. Hér verða tvö atriði nefnd
sem dæmi um ólíka meðferð í vísitölunni og einkaneyslunni en það eru bifreiðakaup og útgjöld vegna
íbúðarhúsnæðis.
I vísitölugrundvellinum er reiknað með afskrift af þeim bílum sem „vísitölufjölskyldan“ á en í
einkaneyslu er afskriftum af einkabílum sleppt. Þess í stað eru bifreiðar færðar til gjalda í einkaneyslu
það ár sem kaup eru gerð. Miklar sveiflur í kaupum á einkabifreiðum geta því breytt verulega
hlutfallslegri skiptingu einkaneyslunnar frá ári til árs. Hins vegar koma þessar sveiflur ekki inn í
vísitöluna fyrr en við endurskoðun á grundvelli vísitölunnar, ef þá kemur í ljós að bifreiðaeign
„vísitölufjölskyldunnar" hefur breyst.
41