Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 57
8. Tekju- og útgjaldareikningur heimilanna.
8.1 Inngangur.
í þessum kafla er fjallað um tekjur heimilanna og þar lýst svokölluðum tekju- og útgjaldareikningi
heimilanna, sem er hluti af uppgjöri þjóðhagsreikninga frá tekjuhlið. Þessi uppgjörsaðferð er, enn sem
komið er, ekki orðinn fastur liður í birtu efni stofnunarinnar um þjóðhagsreikninga. Aðferðir eru þó að
heita má fullmótaðar og í því sem hér fer á eftir liggur áherslan á lýsingu á uppgjörsaðferðum fremur en
á talnalegum niðurstöðum.
8.2 Tekjur og neysla.
Neysla heimilanna ræðst af ráðstöfunartekjum þeirra. Sambandið milli tekna og neyslu hefur
verið rannsakað mjög ítarlega með tölfræðilegum aferðum víða um heim og hafa þær rannsóknir sýnt
fram á að hér er um mjög traust orsakasamband að ræða. Þetta samband er sett fram með
stærðfræðilegum hætti sem neyslufall. í sinni einföldustu mynd má tákna það á eftirfarandi hátt:
(1) C = F (Yd,....)
Hér stendur C fyrir neyslu og Yd fyrir ráðstöfunartekjur, en F() er falltákn sem þýðir að hvert gildi
Yd á sér samsvörun í C, en punktalínan þýðir að um ýmsar aðrar breytur, s.s. neysla fyrra tímabils,
(raun)vextir, auður ofl. kunna að bæta skýringargildi jöfnunnar. Mikilvægi neyslufallsins við spágerð
er augljóst, þar sem um og yfir 60% landsframleiðslu er varið til einkaneyslu. Eftirfarandi jafna sýnir
dæmi um neyslufall byggt á íslenskum gögnum '):
(2) dlog(c/N)t=0,8rl‘dlog(yd/N)t-0,2*(log(c/yd)(t.1)+0,06)*)
Þar sem c táknar
yd
dlog() “
N
einkaneyslu á verðlagi 1980.
ráðstöfunartekjur á verðlagi 1980.
táknar að teknir eru mismunir af logariþma
svigastærðanna milli ára, en það er nokkurn
veginn jafngilt því að reikna % breytingar milli ára
fólksfjöldann.
Jafnan segir, að hækki kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 1% milli ára hafi það í för með
sér, að öðru óbreyttu, að neysla á mann aukist um 0,81%. Síðari liðurinn er lógariþminn af hlutfalli
neyslu og ráðstöfunartekna fyrra árs að viðbættum fasta. Þennan lið má túlka þannig, að ef
neysluhlutfallið er hátt þá minnkar sparnaður á því ári. Það hefur í för með sér að neysla ársins á eftir
minnkar, þar sem heimilin hafa gengið á sparnað sinn. Þannig má túlka þennan lið sem e.k. auðsáhrif.
Þegar til lengdar lætur, þ.e. þegar c/yd er í langtímajafnvægi, leiðir hvert % sem kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann breytist um, til samsvarandi breytingar einkaneyslu. (Nánari umfjöllun um
neyslufall má finna m.a. í Economics of Consumer Behaviour. eftir Deaton og Mullbauer og í grein
prófessors Þorvaldar Gylfasonar „Interest rates, inflation and the aggregate consumption function",
Review of Economics and Statistics 1981.)
Ráðstöfunartekjur heimilanna má skilgreina sem þær tekjur sem heimilin hafa til ráðstöfunar til
neyslu eða sparnaðar án þess að ganga á raunvirði eigna sinna. Af þessu leiðir m.a. að lántaka
*) Xt merkir að X sé mælt á árinu t, C.|984 er þannig einkaneysla ársins 1984 og Xri þýðir að X sé mælt á
árinu t-1, þ.e. árið á undan árinu t.
‘) Hér er notað form sem kennt er við prófessor David Hendry (sjá Davidson. Hendry, Srba og Yeo: „Econometric modellingof
the aggregate relationship between consumer’s expenditure and income in the United Kingdom", sem birt var í Economic
Journal í desember 1978)
55