Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 20

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 20
hliðsjón af áætlun á þessum lið í framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga sem Þjóðhagsstofnun vinnur reglubundið að, samhliða ráðstöfunaruppgjörinu. Eftir að sölukjöti og vinnslukjöti hefur verið skipt á einstakar vörutegundir eða -flokka liggur næst fyrir að verðleggja kjötið á smásöluverði. Þettaereinkum gert samkvæmt verðskrám Kaupmannasam- taka íslands og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Undanfarin ár, eða frá því verðmyndun á matvælum var undanþegin verðlagsákvæðum, er í vaxandi mæli byggt á verði úr framfærsluvísitölu Hagstofunnar og einingarverði úr verðkönnunum Verðlagsstofnunar. Til að unnt sé að skoða magnbreytingar á kjötneyslu landsmanna eru útgjöld hvers árs reiknuð á föstu verðlagi. Er það gert með einingarverðsaðferð sem felst í því að margfalda saman magn á hverju ári og einingarverð þess á staðvirðingarárinu. Þegar um nýjar tegundir er að ræða, sem ekki hafa verið komnar fram ástaðvirðingarárinu, ernotast við vísitöluaðferð sem felst í því að áætlaðri verðvísitölu er deilt upp í útgjöldin á verðlagi hvers árs og síðan margfaldað með 100. Með þessu móti fást útgjöld á föstu verði fyrir nýjar tegundir, t.d. á ýmsum unnum kjötvörum og eins á þeim tegundum sem áætlaðar eru á grundvelli veitu eða byggjast á útgjöldum í stað magns í neyslukönnunum. 1103 Fiskur og fiskmeti. Fiskneysla landsmanna er á sama hátt og kjötneyslan aðallega áætluð með verðlagningu á seldum fiski innanlands. Upplýsingar um heildarafla og ráðstöfun hans, m.a. í innanlandssölu, byggja á tölum Fiskifélagsins um sjávarafla. Eru tölur þessar birtar reglulega í Hagtíðindum og er hér um að ræða tölur um þyngd sjávarafla miðað við fisk upp úr sjó, þ.e.a.s. óslægðan fisk með haus. Ekki er í öllum tilvikum farið eftir tölum Fiskifélagsins um innanlandsneyslu á fiski. Við áætlanir á þorskneyslu er t.d. tekið mið af neyslu meðalfjölskyldunnar í neyslukönnun Hagstofunnar. Við áætlanir á neyslu á saltfiski er sömuleiðis farið eftir neyslukönnun Hagstofunnar. Til að áætla neysluna í heild er neysla meðalfjölskyldunnar margfölduð með fjölda fjölskyldna í landinu. Sömu aðferð er beitt við áætlanir á ýmsum fisktegundum, t.d neyslu á síld og neyslu á humri og rækju. Um neyslu á ýsu og öðrum tegundum botnfiskjar en þorski og ýsu eru upplýsingar Fiskifélagsins notaðar. Innanlandssölu á fiski er síðan skipt í tegundir, flök o.fl., með hliðsjón af neyslukönnun 1978/1979. Gengið er út frá ákveðnum nýtingarhlutföllum til að ákveða nettómagn í neyslu. Til að finna útgjöldin á verðlagi hvers árs er magnið síðan verðlagt með einingarverði úr vísitölu framfærslukostnaðar. Útgjöldin á föstu verðlagi eru sömuleiðis fundin með einingarverðsaðferð þar sem magn hvers árs er margfaldað með einingarverði þess á staðvirðingarárinu. Heimildir um einingarverð ástaðvirðingarár- inu eru í flestum tilfellum vísitala framfærslukostnaðar. Þegar áætlun um útgjöld hvers árs byggist á fjárhæðum úr neyslukönnunum í stað magns er fastaverðið fundið með vísitöluaðferð. Sú aðferð er einnig notuð við staðvirðingu á útgjöldum þegar um er að ræða nýjar vörur sem ekki eru til á staðvirðingarárinu. 1104 Mjólk, ostar, egg. Upplýsingar um sölu á mjólk og mjólkurvörum koma frá Framleiðsluráði. Selt magn er síðan verðlagt skv. verðlistum frá Mjólkursamsölunni, Osta og Smjörsölunni og í seinni tíð í vaxandi mæli með einingarverði úr framfærsluvísitölunni og úr verðkönnunum Verðlagsstofnunar. Útgjöld á föstu verði eru í flestum tilfellum fundin með einingarverðsaðferð nema ef um nýjar vörutegundir er að ræða. Er þá notuð vísitöluaðferð með áætluðum verðvísitölum hliðstæðra vara eða einingarverðsaðferð sem byggir á áætluðu einingarverði nýju vörunnar á staðvirðingarárinu. Aætlanir um neyslu á eggjum eru fengnar úr neyslukönnun 1978/1979. Neysla meðalfjölskyldunn- ar á eggjum á ári er margfölduð með fjölda fjölskyldna á landinu öllu. Er í þessum áætlunum miðað við 3.66 manna fjölskyldu. Með þessu fæst áætluð heildarneysla íslendinga á ári. Meðalverð úr vísitölu framfærslukostnaðar og verð úr verðkönnunum Verðlagsstofnunar er notað til að áætla heildarútgjöld landsmanna til kaupa á eggjum. Útgjöldin á föstu verðlagi eru fundin með einingarverðsaðferð þar sem magn hverju sinni er margfaldað með meðalverði eggja á staðvirðingarári samkvæmt framfærsluvísitölu. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.