Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 20
hliðsjón af áætlun á þessum lið í framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga sem Þjóðhagsstofnun vinnur
reglubundið að, samhliða ráðstöfunaruppgjörinu.
Eftir að sölukjöti og vinnslukjöti hefur verið skipt á einstakar vörutegundir eða -flokka liggur næst
fyrir að verðleggja kjötið á smásöluverði. Þettaereinkum gert samkvæmt verðskrám Kaupmannasam-
taka íslands og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Undanfarin ár, eða frá því verðmyndun á matvælum
var undanþegin verðlagsákvæðum, er í vaxandi mæli byggt á verði úr framfærsluvísitölu Hagstofunnar
og einingarverði úr verðkönnunum Verðlagsstofnunar.
Til að unnt sé að skoða magnbreytingar á kjötneyslu landsmanna eru útgjöld hvers árs reiknuð á
föstu verðlagi. Er það gert með einingarverðsaðferð sem felst í því að margfalda saman magn á hverju
ári og einingarverð þess á staðvirðingarárinu. Þegar um nýjar tegundir er að ræða, sem ekki hafa verið
komnar fram ástaðvirðingarárinu, ernotast við vísitöluaðferð sem felst í því að áætlaðri verðvísitölu er
deilt upp í útgjöldin á verðlagi hvers árs og síðan margfaldað með 100. Með þessu móti fást útgjöld á
föstu verði fyrir nýjar tegundir, t.d. á ýmsum unnum kjötvörum og eins á þeim tegundum sem áætlaðar
eru á grundvelli veitu eða byggjast á útgjöldum í stað magns í neyslukönnunum.
1103 Fiskur og fiskmeti.
Fiskneysla landsmanna er á sama hátt og kjötneyslan aðallega áætluð með verðlagningu á seldum
fiski innanlands. Upplýsingar um heildarafla og ráðstöfun hans, m.a. í innanlandssölu, byggja á tölum
Fiskifélagsins um sjávarafla. Eru tölur þessar birtar reglulega í Hagtíðindum og er hér um að ræða tölur
um þyngd sjávarafla miðað við fisk upp úr sjó, þ.e.a.s. óslægðan fisk með haus.
Ekki er í öllum tilvikum farið eftir tölum Fiskifélagsins um innanlandsneyslu á fiski. Við áætlanir á
þorskneyslu er t.d. tekið mið af neyslu meðalfjölskyldunnar í neyslukönnun Hagstofunnar. Við
áætlanir á neyslu á saltfiski er sömuleiðis farið eftir neyslukönnun Hagstofunnar. Til að áætla neysluna í
heild er neysla meðalfjölskyldunnar margfölduð með fjölda fjölskyldna í landinu. Sömu aðferð er beitt
við áætlanir á ýmsum fisktegundum, t.d neyslu á síld og neyslu á humri og rækju. Um neyslu á ýsu og
öðrum tegundum botnfiskjar en þorski og ýsu eru upplýsingar Fiskifélagsins notaðar.
Innanlandssölu á fiski er síðan skipt í tegundir, flök o.fl., með hliðsjón af neyslukönnun 1978/1979.
Gengið er út frá ákveðnum nýtingarhlutföllum til að ákveða nettómagn í neyslu. Til að finna útgjöldin á
verðlagi hvers árs er magnið síðan verðlagt með einingarverði úr vísitölu framfærslukostnaðar.
Útgjöldin á föstu verðlagi eru sömuleiðis fundin með einingarverðsaðferð þar sem magn hvers árs er
margfaldað með einingarverði þess á staðvirðingarárinu. Heimildir um einingarverð ástaðvirðingarár-
inu eru í flestum tilfellum vísitala framfærslukostnaðar. Þegar áætlun um útgjöld hvers árs byggist á
fjárhæðum úr neyslukönnunum í stað magns er fastaverðið fundið með vísitöluaðferð. Sú aðferð er
einnig notuð við staðvirðingu á útgjöldum þegar um er að ræða nýjar vörur sem ekki eru til á
staðvirðingarárinu.
1104 Mjólk, ostar, egg.
Upplýsingar um sölu á mjólk og mjólkurvörum koma frá Framleiðsluráði. Selt magn er síðan
verðlagt skv. verðlistum frá Mjólkursamsölunni, Osta og Smjörsölunni og í seinni tíð í vaxandi mæli
með einingarverði úr framfærsluvísitölunni og úr verðkönnunum Verðlagsstofnunar.
Útgjöld á föstu verði eru í flestum tilfellum fundin með einingarverðsaðferð nema ef um nýjar
vörutegundir er að ræða. Er þá notuð vísitöluaðferð með áætluðum verðvísitölum hliðstæðra vara eða
einingarverðsaðferð sem byggir á áætluðu einingarverði nýju vörunnar á staðvirðingarárinu.
Aætlanir um neyslu á eggjum eru fengnar úr neyslukönnun 1978/1979. Neysla meðalfjölskyldunn-
ar á eggjum á ári er margfölduð með fjölda fjölskyldna á landinu öllu. Er í þessum áætlunum miðað við
3.66 manna fjölskyldu. Með þessu fæst áætluð heildarneysla íslendinga á ári.
Meðalverð úr vísitölu framfærslukostnaðar og verð úr verðkönnunum Verðlagsstofnunar er notað
til að áætla heildarútgjöld landsmanna til kaupa á eggjum. Útgjöldin á föstu verðlagi eru fundin með
einingarverðsaðferð þar sem magn hverju sinni er margfaldað með meðalverði eggja á staðvirðingarári
samkvæmt framfærsluvísitölu.
18