Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 62
þessa geira verðlögð á kostnaðarvirði í einkaneysluuppgjöri. Uppgjör þessa geira er hins vegar komið
skammt á veg og er því ekki fært á reikning heimilanna að svo stöddu.
Samkvæmt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna skal færa lífeyrissjóði sem peningastofn-
anir. Hins vegar er litið á þá sem eign sjóðfélaganna. Eignin er því skuldfærð hjá sjóðunum og eignfærð
hjá heimilunum. Árlegur sparnaður lífeyrissjóðanna er tekjufærður á reikning heimilanna sem vextir.
Þessi aðferð er í raun heldur klaufaleg og fáar þjóðir virðast nota hana. Með því að færa sjóðina sem
hluta heimilareiknings, væri ekki litið á lífeyri sem tilfærslutekjur, heldur sem neikvæðan lífeyrissparn-
að og með sama hætti þyrfti að líta á iðgjöld einstaklinga til sjóðanna sem sparnað, í stað
tilfærsluútgjalda. Enn mikilvægara er þó að með þessu þyrfti að færa fjármagnstekjur sjóðanna
heimilunum til tekna og þar með væru vaxtagjöld heimilanna af lánum frá sjóðunum ekki færð
heimilum til gjalda. Margt mælir því með því að telja lífeyrissjóðina ekki með heimilageiranum, en
þyngst vegur þó að ráðstöfunarréttur sjóðfélaganna á eign sinni í sjóðunum er takmarkaður og í raun
skilyrtur. Lífeyrissjóðunum er því sleppt úr heimilisgeiranum, en hins vegar er sparnaður heimilanna
leiðréttur vegna sparnaðar í sjóðunum.
I eftirfarandi yfirliti er sýnt dæmi um uppgjör tekju- og útgjaldareiknings heimilanna.
Tafla 4. Tekju- og útgjaldareikningur heimilanna.
Útgjöld Tekjur
Einkaneysla Launatekjur Rekstrarafgangur einstaklingsfyrirtækja Reiknaður rekstrarafgangur íbúðarhúsnæðis
Eignaútgjöld Eignatekjur
Tilfærslugjöld Hreinn sparnaður Tilfærslutekjur
Heildargjöld Heildartekjur
Hér að neðan verður gerð grein fyrir helstu þáttum tekna og útgj alda sem talin eru í uppgj örinu. Þá
verður einnig sérstaklega vikið að heimildum og skilgreiningum í uppgjörsaðferðum Þjóðhagsstofnun-
ar.
Laun.
Til launa eru talin sérhver greiðsla sem atvinnurekandi innir af hendi til launþega fyrir unna vinnu,
hvort sem er í peningum eða hlunnindum. Reiknuð laun eigenda eru hins vegar talin hluti af
rekstrarafgangi. Laun erlends verkafólks sem er skattskylt að takmörkuðu leyti hér á landi eru dregin
frá en við er bætt launum íslendinga vegna tímabundinnar atvinnu erlendis.
Við uppgjör tekju- og útgjaldareiknings eru laun reiknuð út frá framtölum einstaklinga og
hlunnindamat byggt á þeim. Heimilaður frádráttur á móti hlunnindum, s.s. ökutækjastyrkur, er þó
ekki talinn kostnaður vegna öflunar tekna. Óverulegur munur er á framtöldum launum einstaklinga og
launum samkvæmt launaskattsskýrslum fyrirtækja og annarra heimilda sem notaðar eru í framleiðslu-
reikningnum. Laun samkvæmt framleiðsluuppgjöri eru samtalatekna innlendra heimila og áætluð laun
erlends verkafólks að viðbættum framlögum atvinnurekenda. Þegar þess er gætt, að um mismunandi
heimildir er að ræða við þessi uppgjör, er hér um vel viðunandi mun að ræða. Vegna afstemmingar
hefur verið farin sú leið að nota launatölur úr framleiðsluuppgjörinu, en bæta við þær nettólaunum frá
útlöndum.
Framlög atvinnurekenda til tryggingar launþega.
Framlög atvinnurekenda til tryggingar launþega eru talin greiðslur atvinnurekenda til lífeyrissjóða
og annarra sjóða í eigu launþega, almannatryggingagjald ofl. Hins vegar er launaskattur og aðrar
60