Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Side 62

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Side 62
þessa geira verðlögð á kostnaðarvirði í einkaneysluuppgjöri. Uppgjör þessa geira er hins vegar komið skammt á veg og er því ekki fært á reikning heimilanna að svo stöddu. Samkvæmt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna skal færa lífeyrissjóði sem peningastofn- anir. Hins vegar er litið á þá sem eign sjóðfélaganna. Eignin er því skuldfærð hjá sjóðunum og eignfærð hjá heimilunum. Árlegur sparnaður lífeyrissjóðanna er tekjufærður á reikning heimilanna sem vextir. Þessi aðferð er í raun heldur klaufaleg og fáar þjóðir virðast nota hana. Með því að færa sjóðina sem hluta heimilareiknings, væri ekki litið á lífeyri sem tilfærslutekjur, heldur sem neikvæðan lífeyrissparn- að og með sama hætti þyrfti að líta á iðgjöld einstaklinga til sjóðanna sem sparnað, í stað tilfærsluútgjalda. Enn mikilvægara er þó að með þessu þyrfti að færa fjármagnstekjur sjóðanna heimilunum til tekna og þar með væru vaxtagjöld heimilanna af lánum frá sjóðunum ekki færð heimilum til gjalda. Margt mælir því með því að telja lífeyrissjóðina ekki með heimilageiranum, en þyngst vegur þó að ráðstöfunarréttur sjóðfélaganna á eign sinni í sjóðunum er takmarkaður og í raun skilyrtur. Lífeyrissjóðunum er því sleppt úr heimilisgeiranum, en hins vegar er sparnaður heimilanna leiðréttur vegna sparnaðar í sjóðunum. I eftirfarandi yfirliti er sýnt dæmi um uppgjör tekju- og útgjaldareiknings heimilanna. Tafla 4. Tekju- og útgjaldareikningur heimilanna. Útgjöld Tekjur Einkaneysla Launatekjur Rekstrarafgangur einstaklingsfyrirtækja Reiknaður rekstrarafgangur íbúðarhúsnæðis Eignaútgjöld Eignatekjur Tilfærslugjöld Hreinn sparnaður Tilfærslutekjur Heildargjöld Heildartekjur Hér að neðan verður gerð grein fyrir helstu þáttum tekna og útgj alda sem talin eru í uppgj örinu. Þá verður einnig sérstaklega vikið að heimildum og skilgreiningum í uppgjörsaðferðum Þjóðhagsstofnun- ar. Laun. Til launa eru talin sérhver greiðsla sem atvinnurekandi innir af hendi til launþega fyrir unna vinnu, hvort sem er í peningum eða hlunnindum. Reiknuð laun eigenda eru hins vegar talin hluti af rekstrarafgangi. Laun erlends verkafólks sem er skattskylt að takmörkuðu leyti hér á landi eru dregin frá en við er bætt launum íslendinga vegna tímabundinnar atvinnu erlendis. Við uppgjör tekju- og útgjaldareiknings eru laun reiknuð út frá framtölum einstaklinga og hlunnindamat byggt á þeim. Heimilaður frádráttur á móti hlunnindum, s.s. ökutækjastyrkur, er þó ekki talinn kostnaður vegna öflunar tekna. Óverulegur munur er á framtöldum launum einstaklinga og launum samkvæmt launaskattsskýrslum fyrirtækja og annarra heimilda sem notaðar eru í framleiðslu- reikningnum. Laun samkvæmt framleiðsluuppgjöri eru samtalatekna innlendra heimila og áætluð laun erlends verkafólks að viðbættum framlögum atvinnurekenda. Þegar þess er gætt, að um mismunandi heimildir er að ræða við þessi uppgjör, er hér um vel viðunandi mun að ræða. Vegna afstemmingar hefur verið farin sú leið að nota launatölur úr framleiðsluuppgjörinu, en bæta við þær nettólaunum frá útlöndum. Framlög atvinnurekenda til tryggingar launþega. Framlög atvinnurekenda til tryggingar launþega eru talin greiðslur atvinnurekenda til lífeyrissjóða og annarra sjóða í eigu launþega, almannatryggingagjald ofl. Hins vegar er launaskattur og aðrar 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.