Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 22
gulrófum, og gulrótum á hverju ári er margfaldað með verði varanna á grunnárinu. Hins vegar er notuð
vísitöluaðferð við fastaverðsreikning á innfluttum kartöflum, gulrófum og gulrótum. Byggist sú aðferð
á vísitölum sem reiknaðar eru samkvæmt tegundasundurliðun framfærsluvísitölunnar.
1108 Sykur.
I þennan lið færist einungis neysla á sykri, hvort sem hann er unninn eða óunninn, en ekki neysla á
sýrópi sem telst í þessari flokkun til annarra matvæla ásamt öðrum sykurvörum.
Hér er um að ræða innfluttar vörur eingöngu og aðferðin við áætluð kaup einstaklinga er í
samræmi við aðferðalýsingu að framan. En við innflutningsverðmæti í viðkomandi tollnúmerum er
bætt tolli, vörugjaldi, jöfnunargjaldi, innlendum kostnaði, álagningu og söluskatti þegar við á.
Frá sykurinnflutningi í heild er dreginn sá hluti sem notaður er sem hráefni í iðnaði og kaupin því
færð nettó hér. Tölur um notkun sykurs í iðnaði er að finna í skýrslum Hagstofunnar um iðnaðarvöru-
framleiðsluna. Eru þær upplýsingar notaðar hér en til viðbótar er aflað upplýsinga úr innflutnings-
skrám sem gefa vísbendingu um innflutning og notkun sykurs eftir atvinnugreinum. Þetta er mögulegt
þar sem innflutningurinn fer fram með þeim hætti að sá sem kaupir sykurinn er jafnframt skráður
innflytjandi.
1109 Kaffi, te, kakó.
Hér er um að ræða innflutning að stórum hluta. Innflutt kaffi í smásöluumbúðum er reiknað til
smásöluverðs á hefðbundinn hátt með álögðunr tollum, kostnaði, álagningu og söluskatti. Tölur um
innlenda kaffiframleiðslu er að finna í skýrslum Hagstofunnar um innlenda iðnaðarvöruframleiðslu.
Framleitt magn er því næst verðlagt með einingarverði innlends kaffis í vísitölu framfærslukostnaðar.
Verðmæti innflutts kaffis á föstu verðlagi er fundið með vísitöluaðferð þar sem byggt er á reiknaðri
verðvísitölu samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar. Fastverð innlendrar framleiðslu er aftur á móti
reiknað með því að margfalda saman magn og einingarverð á staðvirðingarári. Einingarverð er
samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar.
1110 Ýmis matvæli.
Hér er um að ræða ýmsar aðrar tegundir matvæla en þær sem taldar eru upp hér að framan. Má t.d
nefna sælgæti, sýróp, ís, sultu, lýsi, matarlit, bökunardropa, tómatsósu, þurrsúpuduft, tilbúin salöt og
majones.
Neysla á innfluttu sælgæti er áætluð með gögnum úr innflutningsskrám Hagstofunnar. Tollum,
vörugjaldi, innlendum kostnaði, álagningu og söluskatti er bætt við innflutningsverðmæti sælgætis.
Fæst þannig áætlað smásöluverðmæti á innfluttu sælgæti. Neysla á innlendu sælgæti er áætluð út frá
sölutekjum í atv.grein 208, sælgætisgerð. Við tekjur á tekjuvirði er bætt innlendum tolli (magngjaldi)
sem er áætlaður út frá framleiðslutölum skv. skýrslum Hagstofunnar og reglugerðum um magntollinn.
Magngjald á sælgæti breyttist í %-gjald með reglugerð 634/1980 með gildistíma frá 1/1 1981. Við
heildsöluverðið er síðan bætt sérstöku tímabundnu vörugjaldi, smásöluálagningu og söluskatti og
þannig fundin áætluð útgjöld á verðlagi hvers árs.
Verðvísitölur til staðvirðingar á sælgætisútgjöldum eru vísitölur smásöluverðs á sælgæti sem unnar
eru upp úr vísitölu framfærslukostnaðar.
Við áætlun á kaupum einstaklinga á öðrum vörum en sælgæti er byggt á skýrslum Hagstofunnar
um iðnaðarvöruframleiðsluna. Hér er m.a um að ræða framleiðslu á ís, sultu, íssósu, lýsi, tómatsósu,
majones o.fl. tegundum matvæla. Framleiðslan er síðan verðlögð samkvæmt verði úr framfærsluvísi-
tölu og frá Mjólkursamsölunni. Verð annarra vara er ýmist úr verðlistum framleiðenda, verðkönnun-
um Verðlagsstofnunar eða áætlað. Fastaverð er fundið með einingarverðsaðferð þar sem magn
varanna er margfaldað með verði þeirra á staðvirðingarárinu.
1111 Frádráttur frá matvælum.
Öll neysla matvæla innanlands er talin með í matarkafla einkaneyslunnar. Þess vegna er
nauðsynlegt að leiðrétta tvennt, annars vegar frádrátt vegna neyslu matvæla á sjúkrahúsum og
20