Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 53
M. a. vegna þessara sveiflna í gengisskráningu hefur verið leitast við að skoða hlutfallslegt verðlag í
löndunum og þar með kaupmátt þjóðarteknanna í hverju landi fyrir sig. Efnahags- og framfarastofnun-
in í París metur hlutfallslegt verðlag í OECD löndum, svokallað PPP hlutfall. eða jafnvirðisgengi
gjaldmiðla, sem notað er við umreikning landsframleiðslunnar á mann. Er þessi aðferð almennt talin
gefa réttari mynd við samanburð á umfangi efnahagsstarfseminnar milli landa en sú fyrrnefnda.
Notkun PPP við umreikning landsframleiðslunnar á mann gefur nokkuð aðra niðurstöðu en ef
gengið er notað eitt sér. Hvað ísland varðar hefur þessi aðferð afgerandi áhrif á mælingu landsfram-
leiðslu í samanburði við aðrar þjóðir. Ef miðað er við gengi er landsframleiðsla á mann á Islandi sú
önnur hæsta meðal OECD þjóða 1987, 21894 dollarar á mann,eins og sjá má í töflu 5.4.
Til samanburðar er landsframleiðsla á mann 18338 dollarar í Bandaríkjunun 1987 og 15228
dollarar í OECD löndum alls. Á þennan mælikvarða er ísland með rúmlega 19% hærri tekjur en
Bandaríkin og tæplega 43% yfir meðaltali OECD ríkja. Eins og fram kemur í töflu 5.3 er
landsframleiðsla á mann í dollurum einungis hærri í Sviss, 25848 dollarar 1987.
Ef hins vegar er tekið tillit til hlutfallslegs verðlags milli landa, PPP, breytist þessi röð nokkuð og
talsvert hvað varðar ísland. Landsframleiðsla á mann á íslandi á þennan nýja mælikvarða er 15508
dollarar 1987 í stað 21894 dollara og er nú aðeins 85% af landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum og
einungis 13% yfir meðaltali OECD ríkja alls. Þessi mælikvarði er almennt talinn lýsa betur samanburði
á raunverulegri landsframleiðsluensáfyrri. Fátækari þjóðir komaoftast betur út íþessum samanburði,
þar sem tekið hefur verið tillit til þess hve verðlag er að jafnaði lágt í þessum löndum.
í töflu 5.2 er að finna tölur um verga landsframleiðslu á mann í dollurum í OECD ríkjunum 1973
og 1980-1987. En þá er byggt á jafnvirðisgengi gjaldmiðlanna að mati OECD. Verðlag í Bandaríkjun-
um er hér notað sem viðmiðun og gefur þessi aðferð því sömu niðurstöðu um landsframleiðslu á mann
hvað það land varðar og sú fyrri. Aðrar þjóðir raðast aftur á móti upp á nýtt.
Á þennan mælikvarða er verg landsframleiðsla 18338 dollarar 1987 í Bandaríkjunum en 15508 á
Islandi, eins og áður sagði. Sama ár er landsframleiðsla á mann að meðaltali 13705 dollarar í OECD
ríkjum allsen 10934í ríkjum OECD innan Evrópu. Af löndum með tekjur vel undir meðallagi 1987 má
nefna Tyrkland, Grikkland, írland, Spán og Portúgal. Önnur Evrópulönd innan OECD eru með
meðaltekjur á mann yfir Evrópumeðaltalinu.
Landsframleiðsla á mann á íslandi 1986 er sú fimmta hæsta í löndum OECD. Einungis í Sviss,
Bandaríkjunum, Kanada og Noregi er landsframleiðslan hærri. Vegna aukins hagvaxtar á ísland 1987
fer landsframleiðsla á mann upp fyrir Noreg og er sú fjórða hæsta það ár. Þetta eru mikil umskipti frá
1973 er ísland var einungis í 12 sæti. Þá varð landsframleiðsla á mann á íslandi 1973 einungis 66% af
þjóðarframleiðslu á mann í Bandaríkjunum og undir meðaltali OECD ríkja alls. Er þetta hlutfall nú
komið í um 85% af tekjum í Bandaríkjum.
Á árunum 1980-1987 var landsframleiðsla á mann á íslandi á bilinu 79%-85% af landsframleiðslu
Bandaríkjanna og öll árin hærri en að meðaltali hjá OECD. Á sama tíma var landsframleiðsla á mann í
Tyrklandi einungis um 30% landsframleiðslu á mann í OECD alls. Hliðstæð hlutföll fyrir Grikkland og
Portúgal eru á bilinu 46-51% og 46-49% 1973 og 1980-1987.
7.4 Hlutfallsleg skipting einkaneyslu í OECD löndum.
Til að skoða hvernig einstakar þjóðir verja tekjum sem aflað er, er annars vegar fróðlegt að sjá
hvernig landsframleiðslunni er varið í samneyslu, einkaneyslu og fjárfestingu og eins hins vegar hvernig
einkaneyslan skiptist hlutfallslega.
Fyrra atriðinu hefur verið gerð nokkur skil í grein 7.2 og töflum 1.4, 5.1 og 5.4-5.5 einkum hvað
varðar þátt einkaneyslunnar í landsframleiðslunni. í þessarri grein verður einkum fjallað um síðara
atriðið, hlutfallslega skiptingu einkaneyslu í einstökum löndum. Eru þá einkum tekin dæmi frá 1973,
1980, 1983 og 1986-1987.
Ef hlutfallsleg skipting einkaneyslu í einstökum löndum er skoðuð yfir nokkurra ára tímabil
kemur í ljós, að vægi matvæla og drykkjarvara fer allsstaðar lækkandi. Hlutfallslegt vægi tómstundaiðju
og skemmtana fer á hinn bóginn í flestum tilfellum vaxandi. Er þetta í samræmi við reynslu og almenna
þróun í löndum sem búa við aukinn hagvöxt og þjóðartekjur.
51