Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Side 53

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Side 53
M. a. vegna þessara sveiflna í gengisskráningu hefur verið leitast við að skoða hlutfallslegt verðlag í löndunum og þar með kaupmátt þjóðarteknanna í hverju landi fyrir sig. Efnahags- og framfarastofnun- in í París metur hlutfallslegt verðlag í OECD löndum, svokallað PPP hlutfall. eða jafnvirðisgengi gjaldmiðla, sem notað er við umreikning landsframleiðslunnar á mann. Er þessi aðferð almennt talin gefa réttari mynd við samanburð á umfangi efnahagsstarfseminnar milli landa en sú fyrrnefnda. Notkun PPP við umreikning landsframleiðslunnar á mann gefur nokkuð aðra niðurstöðu en ef gengið er notað eitt sér. Hvað ísland varðar hefur þessi aðferð afgerandi áhrif á mælingu landsfram- leiðslu í samanburði við aðrar þjóðir. Ef miðað er við gengi er landsframleiðsla á mann á Islandi sú önnur hæsta meðal OECD þjóða 1987, 21894 dollarar á mann,eins og sjá má í töflu 5.4. Til samanburðar er landsframleiðsla á mann 18338 dollarar í Bandaríkjunun 1987 og 15228 dollarar í OECD löndum alls. Á þennan mælikvarða er ísland með rúmlega 19% hærri tekjur en Bandaríkin og tæplega 43% yfir meðaltali OECD ríkja. Eins og fram kemur í töflu 5.3 er landsframleiðsla á mann í dollurum einungis hærri í Sviss, 25848 dollarar 1987. Ef hins vegar er tekið tillit til hlutfallslegs verðlags milli landa, PPP, breytist þessi röð nokkuð og talsvert hvað varðar ísland. Landsframleiðsla á mann á íslandi á þennan nýja mælikvarða er 15508 dollarar 1987 í stað 21894 dollara og er nú aðeins 85% af landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum og einungis 13% yfir meðaltali OECD ríkja alls. Þessi mælikvarði er almennt talinn lýsa betur samanburði á raunverulegri landsframleiðsluensáfyrri. Fátækari þjóðir komaoftast betur út íþessum samanburði, þar sem tekið hefur verið tillit til þess hve verðlag er að jafnaði lágt í þessum löndum. í töflu 5.2 er að finna tölur um verga landsframleiðslu á mann í dollurum í OECD ríkjunum 1973 og 1980-1987. En þá er byggt á jafnvirðisgengi gjaldmiðlanna að mati OECD. Verðlag í Bandaríkjun- um er hér notað sem viðmiðun og gefur þessi aðferð því sömu niðurstöðu um landsframleiðslu á mann hvað það land varðar og sú fyrri. Aðrar þjóðir raðast aftur á móti upp á nýtt. Á þennan mælikvarða er verg landsframleiðsla 18338 dollarar 1987 í Bandaríkjunum en 15508 á Islandi, eins og áður sagði. Sama ár er landsframleiðsla á mann að meðaltali 13705 dollarar í OECD ríkjum allsen 10934í ríkjum OECD innan Evrópu. Af löndum með tekjur vel undir meðallagi 1987 má nefna Tyrkland, Grikkland, írland, Spán og Portúgal. Önnur Evrópulönd innan OECD eru með meðaltekjur á mann yfir Evrópumeðaltalinu. Landsframleiðsla á mann á íslandi 1986 er sú fimmta hæsta í löndum OECD. Einungis í Sviss, Bandaríkjunum, Kanada og Noregi er landsframleiðslan hærri. Vegna aukins hagvaxtar á ísland 1987 fer landsframleiðsla á mann upp fyrir Noreg og er sú fjórða hæsta það ár. Þetta eru mikil umskipti frá 1973 er ísland var einungis í 12 sæti. Þá varð landsframleiðsla á mann á íslandi 1973 einungis 66% af þjóðarframleiðslu á mann í Bandaríkjunum og undir meðaltali OECD ríkja alls. Er þetta hlutfall nú komið í um 85% af tekjum í Bandaríkjum. Á árunum 1980-1987 var landsframleiðsla á mann á íslandi á bilinu 79%-85% af landsframleiðslu Bandaríkjanna og öll árin hærri en að meðaltali hjá OECD. Á sama tíma var landsframleiðsla á mann í Tyrklandi einungis um 30% landsframleiðslu á mann í OECD alls. Hliðstæð hlutföll fyrir Grikkland og Portúgal eru á bilinu 46-51% og 46-49% 1973 og 1980-1987. 7.4 Hlutfallsleg skipting einkaneyslu í OECD löndum. Til að skoða hvernig einstakar þjóðir verja tekjum sem aflað er, er annars vegar fróðlegt að sjá hvernig landsframleiðslunni er varið í samneyslu, einkaneyslu og fjárfestingu og eins hins vegar hvernig einkaneyslan skiptist hlutfallslega. Fyrra atriðinu hefur verið gerð nokkur skil í grein 7.2 og töflum 1.4, 5.1 og 5.4-5.5 einkum hvað varðar þátt einkaneyslunnar í landsframleiðslunni. í þessarri grein verður einkum fjallað um síðara atriðið, hlutfallslega skiptingu einkaneyslu í einstökum löndum. Eru þá einkum tekin dæmi frá 1973, 1980, 1983 og 1986-1987. Ef hlutfallsleg skipting einkaneyslu í einstökum löndum er skoðuð yfir nokkurra ára tímabil kemur í ljós, að vægi matvæla og drykkjarvara fer allsstaðar lækkandi. Hlutfallslegt vægi tómstundaiðju og skemmtana fer á hinn bóginn í flestum tilfellum vaxandi. Er þetta í samræmi við reynslu og almenna þróun í löndum sem búa við aukinn hagvöxt og þjóðartekjur. 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.