Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 31

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Blaðsíða 31
fjölda einkasímatækja. Fastaverð fyrir hvern lið símakostnaðar, þ.e. afnotagjöld, stofngjöld, og umframskref, er reiknað með upplýsingum úr vísitölu framfærslukostnaðar. Póstur er áætlaður 11-16 innanlandsbréf á mann árin 1975-1980. Fjölgun er skv. upplýsingum úr neyslukönnun 1978-1979. Þessi fjölgun er tekin inn jafnt öll árin þ.e.a.s. eitt bréf á ári. Einingarverð er í vísitölu framfærslukostnaðar og er það notað bæði við útreikning heildarútgjalda á verðlagi hvers árs og föstu verði. Upplýsingar um skeytafjölda er að finna í ársskýrslum Pósts og síma. Til einkaneyslu eru hér talin öll heillaskeyti en einungis 10% annarra skeyta innanlands og til útlanda. Ekki liggja fyrir upplýsingar um tekjur Pósts og síma af skeytum í því formi sem hér þyrfti á að halda. Þess vegna er orðafjöldi í skeytum til útlanda verðlagður með skeytaverði til Danmerkur. Fastaverðsútreikningar eru gerðir með vísitölum sem byggjast á töxtum úr ársskýrslum Pósts og síma. 7. Tómstundaiðja, skemmtanir, menntun og menningarmál. Þessi kafli skiptist í nokkra undirflokka og er hver um sig reiknaður sérstaklega. 7.1-7.2 Tómstundaiðja og skemmtanir. Hér er um að ræða ýmis útgjöld sem landsmenn verja til tómstunda og skemmtana svo og útgjöld sem varið er til viðhalds á tómstundavörum. Má hér nefna viðgerðir á útvarps- og sjónvarpstækjum, útgjöld sem varið er til leikhúsa- og kvikmyndahúsaferða, til dansleikjahalds, árshátíða o.þ.h., til hljómleika, íþróttamóta, útisamkoma, veiðiferða o.fl. Hér eru einnig meðtalin afnotagjöld útvarps og sjónvarps, kaup á happdrættismiðum, getraunaseðlum og lottói, kaup á blómum o.fl. 7.1 Tómstundavörur. Við gerð áætlana um viðgerðakostnað útvarps-og sjónvarpstækja er farið eftir upplýsingum um fjölda útvarps- og sjónvarpsnotenda í landinu og eftir upplýsingum úr framfærsluvísitölunni um viðgerðakostnað á hvert útvarps- og sjónvarpstæki. Fastaverðsútreikningar eru gerðir með sama hætti. Stærsti hluti tómstundavara eru innfluttar vörur, svo sem útvörp, sjónvörp, hljómtæki, leikföng o.fl., og er smásöluvirðið áætlað eins og smásöluvirði annarra innfluttra vara og áður hefur verið lýst. Útreikningur á smásöluvirði innfluttra tómstundavara á föstu verðlagi byggist á samsvarandi vísitölum samkvæmt framfærsluvísitölunni. 7.2 Skemmtanir. Afnotagjöld útvarps og sjónvarps eru talin hér og upplýsingar um þau er að finna í ársskýrslum Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2. Þjónusta ljósmyndara er áætluð sem hluti af veltu í atv.gr. 867, ljósmyndastofur. Greidd afnotagjöld, framköllun ljósmynda o.fl. á föstu verðlagi er reiknað með vísitöluaðferð. Byggt er á verðvísitölu afnotagjalda og vísitölu fyrir þjónustu ljósmyndara samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar. Áætlun um kaup á innlendum blómum byggir á áætlaðri innanlandsframleiðslu sem verðlögð er með framleiðsluverði að viðbættri álagningu og söluskatti. Blómakaup á föstu verðlagi eru reiknuð með einingarverðsaðferð þar sem breytilegt magn er margfaldað með verði innlendra blóma á staðvirðingarárinu. Útgjöld til happdrætta eru færð nettó, þ.e. keyptir miðar að frádregnum vinningum. Stóru happdrættin gefa upplýsingar um sölu miða og greidda vinninga. Virði seldra miða að frádregnum útborguðum vinningum eru færð sem útgjöld í einkaneyslunni. Upplýsingar um smærri happdrætti, miðaverð, fjölda útgefinna miða og vinningshlutfall einstakra happdrætta fær Þjóðhagsstofnun úr gögnum frá Dómsmálaráðuneyti sem veitir happdrættisleyfin. í áætlunum stofnunarinnar er að jafnaði gert ráð fyrir að um 50% miða þessara happdrætta seljist. Fjárhæðir eru færðar nettó eins og önnur happdrættisútgjöld. Fastaverðið byggir á vísitölu miðaverðs sem reiknuð er eftir meðalverði ársmiða hjá þremur stærstu happdrættunum. íslenskar getraunir hf. og íslensk getspá hf. veita upplýsingar um sölu getraunaseðla og lottómiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.