Sagnir - 01.06.2003, Page 16

Sagnir - 01.06.2003, Page 16
Vilmundur Jónsson á Alþingi á haustdögum 1973. Magnús Kjartansson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í neðri deild þann 19. nóvember og var það lagt fram sem frumvarp sitjandi stjórnar Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka fijálslyndra og vinstri manna. Ljóst þótti frá bygun að frumvarpið yrði ekki samþykkt óbreytt á þingi og stóð helst í mönnum 9. gr. frumvarpsins sem heimilaði fóstureyðingu á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu að ósk konu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu þar á móti.11 Þingheimur var ekki tilbúinn að samþykkja frumvarpið í þessari mynd og komu fram athugasemdir sem fólu í sér efa um siðferðisvitund kvenna og getu þeirra til að taka þá erfiðu ákvörðun sem 9. greinin heimilaði þeim. Málið vakti einnig gífurlega athygli í samfélaginu enda hafði Magnús Kjartansson m.a. sent það til fjölmiðla til umfjöllunar. Athugasemdir bárust Alþingi og þingmönnum, undirskriftalistar voru sendir til að mótmæla því en þyngst hafa ef til vill vegið athugasemdir Læknafélags Reykjavíkur. Stjórnarskipti urðu 1974 og þann 28. ágúst tók við ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar og voru stjórnarflokkamir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.12 Skipuð var þriggja manna nefnd til að endurskoða frumvarp fýrri nefndarinnar með tilliti til þeirra athugasemda sem fram höfðu komið við upphaflega gerð frumvarpsins. Nefndina skipuðu tveir ungir þingmenn, Ellert B. Schram og Halldór Asgrímsson, auk Ingimars Sigurðssonar fulltrúa í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Atti nefndin að skila ffumvarpinu þannig að ljóst væri að hægt væri að koma því í gegnum þingið, það er að leggja til breytingu á fyrmefndri 9. gr. Varð fmmvarp þetta að lögum og fóstureyðingar samkvæmt þeim heimilar af félagslegum ástæðum að uppfylltum vissum skilyrðum, þar á meðal skriflegri rökstuddri greinargerð tveggja lækna, eða læknis og félagsráðgjafa, þar sem mælt var með aðgerðinni. Þar með var rétturinn tekinn frá konum og færður heilbrigðisstéttum.13 Þótt ffamkvæmd laganna hafi í raun frekar verið í takt við fyrri gerð frumvarpsins, það er að „leyfi“ ffá læknum væri í raun formsatriði, þá skiptir vissulega máh hvemig lögin em orðuð. Þær miklu deilur sem spmttu í kringum þessi framvörp em góð heimild um ríkjandi viðhorf til stöðu kynjanna og hugmyndum um hvar valdið skyldi liggja. Við greiningu á þeirri orðræðu mun ég leitast við að varpa ljósi á þessar hugmyndir og hvemig valdabaráttan birtist í mismunandi myndum. ♦ ♦ Lögiti 1935 ♦ ♦ Haustið 1934 var lagt fram á Alþingi ffumvarp til laga um leiðbeiningar fyrir konur um vamir gegn þ ví að verða barnshafandi og um fóstureyðingar.14 Þar kom fram það nýmæli að gera læknum skylt að upplýsa konur um getnaðarvarnir ef þær óskuðu þess eða ef grunur léki á að kona biði skaða af annarri meðgöngu eða fæðingu. Aukin þjóðfélagsumræða um getnaðarvarnir hafði haft sín áhrif og því nauðsynlegt fyrir löggjafann að bregðast við breyttum aðstæðunr í þjóðfélaginu.13 Þó má telja að meginorsök fyrir samningu frumvarpsins hafi verið sú mikla aukning á ólöglegum fóstureyðingum sem framkvæmdar vom þrátt fyrir skýrt bann við þeim í hegningarlögunum frá 1869. Vilmundur Jónsson, þáverandi landlæknir, hafði ffumkvæði að og samdi frumvarpið.16 Virðist Vilmundi hafa verið mjög umhugað um hag lækna landsins við gerð frumvarpsins. Hann sagði ljóst að almennt væri viðurkennt að eyða skyldi fóstri ef það ógnaði lífi og heilsu móðurinnar og því væri ótækt að læknar væm að bijóta lög ef þeir framkvæmdu fóstureyðingu af þessum sökum.17 Femínistarhafagagnrýnthugsunarháttheilbrigðisvísindanna harkalega í þeim málum sem tengjast konum. Þær væru taldar frávikið frá hinu karlkyns „normi“ og því oft litið á líkamsstarfsemi sem tengist æxlunarhlutverki kvenlíkamans sem afbrigðilega, hún er í það minnsta oft sjúkdómsvædd. Merkilegt er að sjá hve þetta frumvarp vakti mikinn ótta við það vald sem konur fengju ef þær hefðu nægilega ffæðslu um getnaðarvamir og val um fóstureyðingu í vissum tilfellum. En hvorki í öllum þeim umræðum sem ffam fóm á Alþingi né í þeim erindum sem bámst þinginu í tengslum við frumvarpið er minnsti vafi látinn í ljós um vald lækna yfir líkömum kvenna, lífi og ákvarðanatöku. Til staðfestingar á því var lögleitt að tveir læknar skyldu skila skriflegri rökstuddri greinargerð til stuðnings fóstureyðingu. Þetta er að vissu leyti skiljanlegt þegar þess er gætt að samkvæmt frumvarpinu voru fóstureyðingar aðeins heimilaðar af heilbrigðisástæðum. í núgildandi lögum frá 1975 gildir þessi regla ennþá þótt að ástæða fóstureyðingar geti verið félagslegar aðstæður. Guðrúnar þáttur Lárusdóttur Eins og áður sagði leyfði frumvarpið aðeins fóstureyðingar af heilbrigðisástæðum. Þrátt fyrir það var gert ráð fyrir í 9. gr. frumvarpsins, d. lið, að taka mætti tillit til félagslegra aðstæðna þegar mat var lagt á heilsufar þungaðrar konu.18 Vakti þetta ákvæði einna helst deilur innan þings. Guðrún Lárasdóttir, 14 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.