Sagnir - 01.06.2003, Síða 17

Sagnir - 01.06.2003, Síða 17
FÓSTUREYÐINGAR í ÍSLENSKRI LÖGGJÖF landskjörinn þingmaður og fatækrafulltrúi í Reykjavík, var á þeim tíma eina konan á þingi. Hún var mjög mótfallin því að félagslegar aðstæður hefðu eitthvað vægi um réttmæti fóstureyðinga. Það væri í mótstöðu við kristið siðferði og ógnaði þjóðinni allri, ekki síst konum. Hún lagði meðal annars fram breytingatillögu þar sem lagt var til að umrædd malsgrein væri feUd út.19 Að hennar nrati gat aðeins „sjúkdómshætta konunnar sjálfrar eða yfirvofandi dauði“20 gefið tilefni til fóstureyðingar. Aðgengi að fóstureyðingum, sem og almenn vitneskja um getnaðarvarnir, leiddu ungar konur á glapstigu að mati Guðrúnar og voru rök hennar þau að með því fengi karlkynið meiri völd. Hún dró upp mynd af saklausum stúlkum sem yrðu táldregnar af sér eldri og óprúttnari körlum sem notuðu getnaðarvamir og fóstureyðingar aðeins til að ná fram vilja sínum. Skylda hennar, sem fuUtrúi kvenþjóðarinnar að eigin sögn, var að „veija sakleysi ungra stúlkna í lengstu lög“.21 Taka má fram að Guðrún var þekkt fynr trúaráhuga sinn.22 Málflutningur hennar var ekki í anda kvenfrelsishugmynda, svo vægt sé til orða tekið. Frekar má líkja honum við málflutning bandarískra hreyfmga sem lýsa yfir andstöðu við fóstureyðingar. Félagssálfræðingurinn Christina Lee færir rök fyrir því að í raun ráði virðing fyrir lífi ekki skoðunum þeirra, heldur íhaldssamar skoðanir á uppbyggingu þjóðfélagsins og hlutverki kvenna. Því sé verið að reyna að stjóma kynhegðun kvenna ffekar en að virðing fyrir lífi hafi áhrif á hugmyndir þeirra og baráttu.23 Guðrún gekk út frá hinu hefðbundna hlutverki kvenna sem í hennar augum var hlutverk móður og uppalanda. Móðurhlutverkið og staða kvenna Oll umræða og viðurkennd gildi í læknisfræði og álit almennings bám vott um að lífi konu eða heilsu skyldi ekki fórnað fyrir fóstur sem hún gengi með, hvort sem meðgangan eða sjálf fæðingin ógnaði móðurinni. I þeim tilvikum var fóstureyðing réttlætanleg. Þetta viðhorf stafar að öllum líkindum af því að móðirin var sú sem annaðist uppeldi og umönnun barnsins þegar það kom í heiminn. Ef hún var ekki fær um það af heilsufarsástæðum, hvað þá ekki til staðar, þá var samfélagið í vanda um hver ætti að annast viðkomandi bam. Eins og áður segir er talið að líffræði kvenna, það er sú staðreynd að þær ganga með börn, fæða þau og ala með brjóstamjólk, sem og sú venja sem hefur myndast að þar með skuli þær annast börn sín frekar en feðumir, sé einn helsti áhrifavaldur í því að jafnrétti kynjanna sé ekki lengra komið en raunin er. Almennt má segja að þeir þingmenn sem tjáðu sig um móðurhlutverkið hafi gert það í nokkuð upphöfnu ljósi. Það var hin mikla sæla og æðsta dyggð konunnar.24 Jónas Jónsson frá Hriflu tók til máls undir lok umræðna um frumvarpið og fór mikinn í yfirlýsingum um sjálfstæði þjóðarinnar. Lagði hann áherslu á að öll böm skyldu fæðast ef þau ógnuðu ekki heilsu móðurinnar. Samfélagsins væri að bregðast við ef móðirin var ófær um uppeldi barnsins vegna fatæktar eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Að hans mati var það hugsunarháttur almennings sem þurfti að breytast og yrðu konur ekki dæmdar frekar en karlar, þá myndi ásókn og þörf fyrir fóstureyðingar minnka til mikilla muna.25 Atvinnumálaráðherra, Haraldur Guðmundsson, var flutningsmaður frumvarpsins og einkenndist málflutningur hans af þeirri skoðun að hver kona skyldi ákveða sjálf hvort og þá hvenær hún yrði bamshafandi. Til þess skyldi fræðsla um getnaðarvamir vera skipulögð og læknar skyldugir til að uppfræða þá sem þess þurftu eða óskuðu um slík mál, samanber 1. og 2. gr. frumvarpsins. Hann var ekki fylgjandi frjálsum fóstureyðingum, enda var það ekki efni frumvarpsins. Hann virtist, þrátt fyrir viðhorf sitt, ekki vera hrifinn af hugmyndum um jafnan rétt kynjanna og hafnaði þeim möguleika að bæði hafi sama hlutverk í þjóðfélaginu. Hann staðfesti því það viðhorf að líffræði kvenna skipi þeim á sérstakan bás. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að konur era líffræðilega skapaðar þannig að þær geti orðið bamshafandi en spumingin um hvort að bam sé velkomið eða ekki hefúr í raun miklu ffekar með þá vinnu og fyrirhöfn sem fylgir því eftir fæðingu. Þar er ekkert sem gerir konur í eðli sínu frekar hæfari til umönnunar barnsins en karlar. En sú goðsögn hefur reynst langlífari en margar aðrar. Þjóðernisliyggja og mannræktarstefna Oneitanlega vom þau rök athyglisverð að lögleiðing fóstureyðinga og getnaðarvama stefndu íslensku þjóðinni og sjálfstæði hennar í hættu. Hér töldu menn að mannfækkunaröld væri framundan ef konur fengju að ráða því sjálfar hvort, og þá hvenær, þær myndu eiga böm. Magnús Torfason, sem var mjög mótfallinn frumvarpinu á kristilegum forsendum að eigin sögn, gekk svo langt að halda því fram að sjálfstæðisbaráttan hafi verið til lítils ef þetta yrðu örlög þjóðarinnar.26 Undir þetta sjónarmið tóku fleiri þingmenn en önnur SAGNIR 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.