Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 24

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 24
átti (1163-1201). Þeirra synir voru þeir Magnús og Brandur sem þóttu hinir efnilegustu. Brandur var kappi og hafði sveit hraustra manna í kringum sig í Reykholti en Magnús fetaði í fótspor föðurs síns og var prestlærður. Kvinna Magnúsar var Hallíríður Þorgilsdóttur frá Stað á Ölduhrygg, sonardóttir Ara fróða, og tóku þau við forráðum Reykholts eftir dag Páls Sölvasonar. Þorlaug og Amdís hétu dætur Páls og Þorbjargar. Arndís var gift Guðmundi dýra í Eyjafirði og Þórir auðgi Þorsteinsson úr Tungu í Reykholtsdal kvæntist Þorlaugu.22 Deildartungumál spmttu af erfðamálum þeirra og þegar rýnt er í þá deilu má glögglega sjá hversu öfluga bandamenn Reykhyltingar áttu. Ekki aðeins vora þeir studdir af mágum sínum og frændum heldur einnig af ekki minni mönnum en Jóni Loftssyni í Odda og Þorláki Þórhallssyni Skálholtsbiskupi (1178-1193). Þykir því sýnt að staðurinn í Reykholti hafi þótt hinn virðulegasti á 12. öld og í upphafi 13. aldar er Snorri fékk heimildir á honum; bæði hvað viðkemur lagskiptingu íslensku kirkjunnar sem og í veraldlegu tilliti. ♦ ♦ Kirkjumiðstöðvar ♦ ♦ Nýleg rannsókn á kirknaskipan í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu leiddi í ljós að rúmlega helmingur af þeim 39 útkirkjum sem þekktar era ffá miðöldum heyrðu undir fimm staði og tvær bændakirkjur. Þá era bænhúsin ótahn en skipting þeirra á milli kirkna virðist hafa verið jafnari. Helstu sameiginlegu atriði þessara sjö kirkna voru að undantekningalítið vora þrír eða fleiri klerkar við kirkjumar, þingin vora stór og kirkjumar í hópi elstu kirkna á svæðinu og höfðu fengið ríkulega heimanfýlgju þegar þær vora settar. Einnig var hinum þremur útkirkjum sem höfðu fulla messuskyldu þjónað af kirkjum úr þessum hópi og virtist sem aukaprestur hafi verið við þær kirkjur. Þótti þetta benda til þess að kirkjumar hefðu gegnt miðstöðvarhlutverki í kirkjulegri þjónustu í héraðinu.23 Þegar talað er um kirkjulegt miðstöðvarhlutverk er átt við að kirkjumar hafi verið nægilega stórar til að taka við söfnuði. Starfsvæði kirkjunnar, það er þing hennar, hafi verið allstór (u.þ.b. 20 bæir eða fleiri) og að þar hafi verið samankomnir nokkrir klerkar sem bæði sungu tíðir, veittu almenna sálnahirðingu og kristilega uppfræðslu heimafýrir og við nærliggjandi heimiliskirkjur sem vora án fastráðins prests.24 Þegar máldagar kirkna era skoðaðir eru það yfirleitt sömu atriðin sem gefa vísbendingu um að tiltekin kirkja hafi verið mikilvæg og staðið ofarlega í hinu lagskipta kerfi kirkjunnar. í fýrsta lagi má nefna eignir og auðlegð í löndum og lausum auram, ítökum og búsmala en slíkt er undantekningarlítið talið samviskusamlega upp í máldögunum. I öðra lagi mætti nefna fjölda tíundarskyldra bæja og útkirkna sem lágu undir kirkjuna og í þriðja lagi góðan bókakost og kirkjuskrúða. Síðast en ekki síst veitir prestskyldin (þ.e. greiðsla til prests) góða hugmynd um stöðu kirkju en fjölmennt klerkalið er eitt höfuðeinkenni á meiriháttar kirkjum og kannski einna helst það sem gefur tilefni til að ætla að þeim hafi verið ætlað stærra og meira hlutverk en öðrarn kirkjum.25 Samkvæmt máldaga firá 1318 áttu til að mynda að ril k'irlóotijr. tT-A>ViAl^otir 1iýmal«iá tncýálo tanáí'ny.ntfi i y»r k)-r wtijgi *riliii»i$r ninicn'-Jvv va oclimuléj iritnO^ íniVru* 'uto*titi«ÍMi -‘“17* * , V Air-vH-yrtr mtircr Arottwi u.*vr <rimttiMuv?tA J>AtcfhUi^v* hajivtf’hv-tnM' ítynj ciTrrnm^r -cÍAf vvuOi .vrAti^A.v.wfoft'J.yir tj'l^j.vh<tWþv»r«nyv«m AtyvHljjfiniwií: y«r Ima'fr. ■?ocnt (Hftoiftwj»uj>ov<ýeýíirretfl«rar -liíllmiiKV oc4fivu'Alirumtt.\iÝ.irtHy< ívt«>c|'.iut11i»ti» ý j iat- c. ty-. 11 at>4 t TKþrCxvy 'tiaiy 1C1 T',.ltí < mpffV.i fcUW.títlí -mil. A UaU Tuffr ^n^i'inArk fv-ÍEW?in or ftttnó ýó cfltact faaftitnju ■ T t m- OaikU t.iV 1#..iXtlfr'oVVÍr^jmYutlOrunJ'Ar ftdjrr.K IV^,. ^ lU'ithr 14>áffv4fA'nVlftlþ A.iSclfrt<Wm|>*íft«^».tW.$«t4f. á.i ftíV* 4* V, X 'xji WjV r t'í.ttk' ífkrufcífy* $&&& * *4‘v' ■4*y ''"****' aivW.'.iíf^ A;' '4 . 'i ->v»bh ;-náPif^Sl ;* f.'AS.-ív: srU-1.*' C' «r niiKcf oí - % *' A.-.vJrW.í. ■ - :'iVs-u'?t >,HtU ...Ahjatt P | i t.'wu' „'vtp-'VVt cfiV c; • '"•5«'AV*W »««»• *** y n.w■ LSMta^fct'SÍ Reykholtsmáldagi, elsta varðveitta skjal í frumriti á íslandi, er fyrsta heimild um stað í Reykholti. Elsti hluti máldagans er talinn vera frá seinni hluta 12. aldar. vera á sjö kennimenn Grenjaðarstað: „Hier skulu vera prestar. ij. oc hinn þridie ef þing fýlgia til reykia. diakn og subdiakn. oc ij. adrer klerkar þeir er lesa mega j tijdum.“26 Hvergi á landinu voru fleiri klerkar við stað eða bændakirkju en á Grenjaðarstað.27 Annars er Grenjaðarstaður nokkurt öfgadænú og óalgengt var að klerkar væra fleiri en þrír við eina kirkju. Algengast var að einn prestur væri við hveija kirkju en ef tekið er mið af máldagasafni Auðuns rauða Hólabiskups (1313-1322) frá árinu 1318, sem er elsta heildstæða máldagasafn í landinu, þá vora 62% prestskyldra kirkna með einn prest og 38% með tvo klerka eða fleiri. í safni Auðuns era máldagar 95 kirkna og á 36 þeirra vora tveir eða fleiri klerkar. Af þessum 36 kirkjum áttu 27 þeirra að hafa tvo klerka, í flestum tilvikum prest og djákna en einstaka sinnum tvo presta.28 Ef htið er á aðstæður í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu kemur í ljós að þegar Vilkinsbók var tekin saman árið 1397 vora á sjö af 24 alkirkjum tveir eða fleiri klerkar. Auk Reykholts vantar tölur um fjölda klerka í Hítardal en gera má ráð fýrir að þeir hafi verið nokkrir á hvoram stað fýrir sig. Hlutfallið í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu er sanrkvæmt þessu 29% sem er öllu lægra en hlutfallið í Norðlendingafjórðungi. En ef Reykholt og Hítardalur era tekin með í reikninginn fer hlutfallið upp í 37,5%. Flestir vora klerkarnir í Stafholti eða finun talsins, á Gilsbakka, í Bæ og í Görðum vora þrír en í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, á Melum og á Borg vora tveir.2y 22 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.