Sagnir - 01.06.2003, Side 26

Sagnir - 01.06.2003, Side 26
Snorri Sturluson við skriftir. Bæ var háður. Sturla Sighvatsson hafði sest í bú Snorra í Reykholti um páska árið 1236 og svo er að sjá sem Þórarinn hafi gegnt prestsstarfi sínu í Reykholti áfram þó að Snorri væri horfinn á braut. Þess er nefnilega getið að Sturla hafi riðið með flokk sinn úr Reykholti til Kálfaness þar sem flokkur Þorleifs í Görðum beið þeirra handan Flókadalsár. Böðvar Þórðarson í Bæ gekk í milh en sáttum varð ekki komið á og menn Þorleifs fóru til Bæjar og vígbjuggust. Böðvar reyndi enn að leita um sættir en Sturla lét handtaka hann og var Þórarinn Vandráðsson einn af þeim sem áttu að gæta Böðvars.45 Meira verður sagt af Þórarni síðar en nú mun litið á aðra klerka sem voru í Reykholti á 3. áratugnum. Styrmis ffóða Kárasonar er getið í þjónustu Snorra árin 1228 og 1230. Snorri sendi Styrmi og ÞorleifÞórðarson fyrir sína hönd á sáttafund við Sturlu Sighvatsson eftir að Hrafnssynir, sem voru undir vemdarvæng Sturlu, höfðu brennt inni Þorvald Vatnsfirðing, tengdason Snorra, árið 1228. Mælti Styrmir fýrir griðum. Styrmir fór með lögsögu fýrir Snorra á Alþingi sumarið 1230.46 Styrmir Kárason var af ætt Möðruvellinga, að því er Hannes Þorsteinsson telur, og var faðir hans Kári Runólfsson sem varð ábóti á Þingeyrum árið 1181. Kári var sonarsonur Ketils biskups Þorsteinssonar. Styrmir var fæddur um 1170 og að öllum líkindum hefur hann alist upp á Þingeyrum. Hann var lögsögumaður frá 1210-1214 og aftur árin 1232-35, en það ár varð hann príor í Viðey og gegndi því starfi til dauðadags árið 1245. Að mati Hannesar Þorsteinssonar var Styrmir kominn til Reykholts á árunum 1215-20.47 Ekki er fúllvíst hvenær Styrmir var kominn í þjónustu Snorra en það hefur líklega gerst á 3. áratug aldarinnar og jafnvel eins snemma og Hannes telur. Styrmir var ekki aðeins lögfróður maður og prestlærður heldur einnig rithöfundur. Hann skrifaði helgisögu Olafs Haraldssonar Noregskonungs og eina gerð Landnámu, sem reyndar er ekki varðveitt sér. Einhvern þátt átti hann í ritun Sverris sögu auk þess sem sú tilgáta hefur verið sett ffam að hann hafi fært elstu gerð Harðar sögu í letur.48 Olafs saga Styrmis hefur til dæmis verið talin ein helsta heimild Snorra er hann ritaði Olafs sögu sína, líklega á 3. áratugi 13. aldar.49 Fjórði klerkurinn sem var í Reykholti á þessum ámm var Sturla Bárðarson, systursonur Snorra. Þess er getið að Sturla hafi búið hjá Snorra í Reykholti árið 1222 og hann var ennþá þar árið 1228. Þá stendur hann vörð við Snorralaug og kastar ffam vísu þegar hann leiðir Snorra heim að bæ.50 Sturla var djákni að vígslu og var í för með Guðmundi Arasyni (1203-1237) þegar Guðmundur hafði verið valinn biskupsefni Norðlendinga árið 1201. Ekki virðist hugur Sturlu hafa staðið til ffekari vígslu því eftir það er hans ávallt getið í þjónustu höfðingja, fýrst hjá ffænda sínum Hrafni Sveinbjamarsyni og síðan með Snorra.51 Eftir þessu að dæma má leiða líkur að því að fjórir nafngreindir klerkar hafi verið samtímis í Reykholti á seinni helmingi 3. áratugarins og kannski fram til 1235. Vorið 1237, skömmu eftir Bæjarbardaga, seldi Sturla Sighvatsson Reykholt í hendur Þorláki fóstra sínum Ketilssyni úr Hítardal en gerði sjálfur bú á SauðafelH.52 Ekki er víst hvort Þórarinn var áfram prestur í Reykholti eftir að Þorlákur kom en þegar Sturla og Sighvatur féllu á Orlygsstöðum í ágúst 1238 er þess getið að Þórarinn hafi varðveitt staðinn í Stafholti þangað til Snorri kom aftur út vorið 1239. Klængur Bjamarson varðveitti búið í Reykholti veturinn eftir Orlygsstaðafund þannig að það gæti verið að Þórarinn hafi farið í Stafholt þá er Þorlákur kom, vorið 1237.53 Þórarinn Vandráðsson var aftur orðinn prestur í Reykholti þegar EgiU Sölmundarson bjó þar. I broti af Þorgils sögu skarða kemur fram að hann hafi átt helming í búi á móti Agli og það var sameiginleg ákvörðun þeirra að gefa upp búið og fa það tímabundið í hendur Þorgilsi skarða árið 1252.54 Þórarinn kemur ekki meira við sögu eftir þetta en ljóst er að hann hefur tengst sterkum böndum við staðina í Stafholti og Reykholti og forráðamenn þeirra. Ef það er rétt ályktun að þessir fjórir nafngreindu klerkar hafi verið samtímis hjá Snorra í Reykholti rennir það frekari stoðum undir það að fjónr til fimm klerkar hafi átt að vera á Reykholtsstað. Meginstarfi klerkanna hefúr fýrst og fremst verið að halda uppi kristilegri þjónustu á staðnum og í þingum hans. En mikill akkur hefur einnig verið í því fýrir skáldið og höfðingjann Snorra Sturluson að hafa í þjónustu sinni ritfæra og menntaða menn. Klerkarnir í Reykholti og Stafholti - ef til vill allt að tíu talsins - hafa getað ritað upp þær sögur sem Snorri sagði fýrir, gert afrit af því sem Snorri ritaði sjálfur og afritað þær bækur sem hann hefúr viljað eiga í sínu persónulega bókasafúi. Eins og dæmin af Styrmi fróða sýna, gátu virðulegir prestar sinnt ýmsum persónulegum trúnaðarstörfum og erindagjörðum fýrir yfirboðara sína og hefúr Orri Vésteinsson nýverið dregið það skýrt fram hversu mikilvægu hlutverki vel metnir prestar gátu gegnt fýrir höfðingja á 13. öld.55 ♦ ♦ Lokaorð ♦ ♦ Sýnt þykir að í Reykholti hafi verið fjórir til fimm klerkar og rennir það frekari stoðum undir það að Reykholt hafi verið meðal hinna hæstu höfuðstaða, eins og komist var að orði um Odda á Rangárvöllum.56 Samkvæmt lauslegri athugun voru 24 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.