Sagnir - 01.06.2003, Side 35

Sagnir - 01.06.2003, Side 35
HÓPFLUG ÍTALA ÁRIÐ 1933 ♦ ♦ Balbo ♦ ♦ Italo Balbo var Itali, fæddur í Ferrara á Italíu þann 6. júní árið 1896. Hann var yngstur sinna systkina, alinn upp hjá foreldrum sínum sem bæði voru kennarar og sáu um að mennta böm sín fyrstu árin. Kennsla föðurins Camillo Balbo var lífleg og við útskýringar á ferðum fomra hetja fyrir bömum sínum notaðist hann við heimskort sem héngu upp um alla veggi heimilisins. Af kortunum lærðu þau að þekkja heiminn, hinar ýmsu borgir og ár sem Balbo sjálfum gafst svo síðar tími til að skoða úr háloftunum þegar hann flaug þar yfir.1 Balbo hafði ekki mikla eirð í sér til að sitja á skólabekk en fór snemma að vinna sem blaðamaður og var þá þegar kallaður „doktor" Italo Balbo, án þess að hafa lokið tilskihnni menntun. Þegar fyrri heimsstyijöld skall á skráði hann sig sem sjálfboðaliða í stríðið og þegar því lauk hafði hann verið sæmdur þremur medalíum, tveimur silfur- og einni bronsmedalíu. Balbo lauk loks háskólagráðu í félagsvísindum frá Háskólanum í Flórens árið 1921 og mátti þakka það þrautseigju föðurins sem hélt honum við efnið.2 Veturinn 1919 kynnti sameiginlegur vinur þau Balbo og Emanuela Florio. Emanuela eða „Donna Manú“ eins og hún var kölluð varð síðar eiginkona Balbo og eignuðust þau saman þijú börn, tvær dætur og einn son.3 Stjómmál vöktu snemma áhuga Balbo og vom þau einnig mikið rædd heima fyrir á æskuámm hans og oft var ekki laust við að umræður yrðu heitar, þar sem heimilisfaðirinn og synimir studdu ekki sömu stjórnmálaflokka, en Balbo skráði sig fljótt í flokk repúblikana.4 Að lokinni útskrift frá Háskólanum í Flórens hellti Balbo sér út í stjómmáhn af heilum hug í Ferrara og var hann kosinn flokksforingi Fascio Ferrarese (fasistahreyfing í Ferrara). Eftir að hann gekk í flokk fasista var hann þó trúr fyrri flokki sínum að því leyti að hann sagðist aldrei afneita „hneigð sinni sem repúblikani".5 Balbo hitti Mussolini fyrst árið 1914 en samskipti þeirra á milli tókust ekki fyrr en árið 1921 þegar Balbo var kominn með völd í Fascio Ferrarese.6 Enginn gat séð fyrir hve hröð útbreiðsla fasismans yrði og höfðu meira að segja Balbo og Mussohni sjálfir nokkrar efasemdir um að hann næði þeim völdum sem raun varð á. Fasisminn náði engu að síður ótrúlegri útbreiðslu í nágrenni Ferrara og var það ekki síst að þakka handleiðslu Balbo. Hann var einnig framarlega í flokki þeirra sem fóm í gönguna frægu til Rómar í október árið 1922. Sú ganga leiddi til þess að Mussolini komst til valda í ríkisstjóm Ítalíu. Eftir að það varð að veruleika snéri Balbo aftur til Ferrara og árið 1923 kom hann þar á fót eigin dagblaði, Corriere Padano.7 Þrátt fyrir að Balbo hafi verið stjómmálamaður er hans ekki minnst sem slíks, heldur fyrir afrek hans sem flugmanns. Árið 1926 var hann kosinn ráðuneytisstjóri ítalska flughersins, hann fékk flugmannsréttindi í júní árið 1927 og var árið eftir orðinn foringi ítalska loftflotans. Á árabilinu 1929-1933 var Balbo flugmálaráðherra Ítalíu.8 Þau ár féllu inn í hina svokölluðu »Gullnu öld“ flugsögunnar. Balbo dáðist að þeim flugmönnum sem slógu hvert metið á fætur öðra í millilandaflugi en sjálfur vildi hann gera enn betur. Hann vildi sýna heiminum fæmi og kraft ítalska flughersins og hófst því handa við skipulagningu hópflugs yfir lengri vegalengdir. Frægastar urðu tvær flugferðir þvert yfir Atlantshafið. Fyrra flugið sem flogið var árið 1931 til Rio de Janero yfir Atlantshafið sunnanvert og hið síðara og enn fnegara sem flogið var til Chicago yfir Norður-Atlantshafið árið 1933. I flugferðum Balbo var ítalska fananunr haldið hátt á lofti, flotinn var kynntur og fékk samhliða því góða æfingu og aukna reynslu úr þessum flugferðum.9 Fjárframlög til ítalska flughersins vom minnkuð í október 1933 og Balbo þá settur af sem flugmálaráðherra.10 I upphafi árs 1934 gerði Mussolini Balbo að ríkisstjóra Líbíu, en sú stöðuveiting kom hvorki Balbo né fjölskyldu hans eða vinum á óvart. Svo virðist sem Mussolini hafi verið farinn að líta á Balbo sem hættulegan andstæðing og Balbo var meðvitaður um þetta. Það sést af samræðum hans við De Bono þann 25. nóvember árið 1933: „... I know him well. I became aware of it from the day of my return. ... He’s afraid of my popularity - which I don’t care about - without thinking that the honors are not to my political Italo balbo person but to the aviator." Staða hans sem ríkisstjóri Líbíu var tilvalin fyrir Mussolini og gaf honum það svigrúm sem hann þurfti.11 Ævi Balbo lauk á sorglegan hátt 28. júní árið 1940 þegar tæplega þijár vikur voru liðnar af síðari heimsstyqöld. Dauði hans var dramatískur dauði hetju. Fyrirsögn ítalska dagblaðsins Popolo d’Itaha daginn eftir lát hans var svohljóðandi: „Hetjulegur dauðdagi Italo Balbo eftir óvinaárás á Tobmk.“12 Þannig var greint frá láti Balbo, sem aðeins 44 ára að aldri var skotinn niður vegna mistaka eigin þjóðar sökum reynsluleysis. Hann lést í Tobruk en þar var ítölsk herstöð í austurhluta Líbíu, nálægt landamæmm Egyptalands. Ástæðan fyrir síðasta flugi Balbo er enn óljós. Opinberlega var um að ræða rannsóknarflug en auk hans fómst bæði vinir hans og fjölskyldumeðlimir með flugvélinni I-MANU. Hvort dauði Balbo vora mistök eða skipun Mussolini er ein þeirra spurninga sem margir hafa velt fyrir sér eftir þennan sorgardag í Tobrak.13 SAGNIR 33

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.